Einn látinn og tugir særðir eftir átök í Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2019 14:59 Mikill meirihluti hermanna hefur staðið við bakið á Maduro, þó þúsundir íbúa hafi mótmælt forsetanum. AP/Rodrigo Abd Minnst einn hefur verið skotinn til bana í Venesúela og tugir eru særðir eftir átök á milli öryggissveita og stuðningsmanna Nicolas Maduro annars vegar og mótmælenda og stuðningsmanna Juan Guaidó. Báðir menn gera tilkall til forsetaembættisins en Maduro situr hins vegar í því.Samkvæmt BBC var 27 ára gömul kona skotin til bana í Caracas, höfuðborg Venesúela, í gær. Guaidó hefur kallað eftir því að sá sem varð henni að bana verði dreginn til ábyrgðar.Guaidó hefur varið síðustu dögum í að kalla eftir því að herinn snúi bakinu við Maduro og hafa einhverjir svarað kallinu. Mikill meirihluti hermanna hefur staðið við bakið á Maduro, þó þúsundir íbúa hafi mótmælt forsetanum. Yfirmaður leyniþjónustu landsins sleit þó tengslum sínum við Maduro. AP fréttaveitan segir útlit fyrir að nýjasta útspil Guaidó hafi misheppnast og sérfræðingar segja það vera byr undir báða vængi Maduro, sem Bandaríkin segja að hafi ætlað að flýja land á þriðjudaginn þegar útlitið var sem verst. Rússneskir ráðgjafar hans eru þó sagðir hafa fengið hann af því. Rússar þvertaka fyrir þær fegnir.Aðstæður íbúa landsins hafa verið erfiðar til langs tíma en þær hafa þó versnað verulega undanfarið. Óðaverðbólga hefur gert gjaldmiðil landsins nánast ónothæfan og mikill skortur er á nauðsynjum eins og mat og lyfjum. Minnst þrjár milljónir manna hafa flúið til nágrannalanda Venesúela á undanförnum árum.Vísir/GraphicNewsEkki náð miklum árangri með herinn Maduro sór embættiseið fyrr á þessu ári en Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki kosningarnar í fyrr og eftirlitsaðilar segja þær ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfsstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Síðan þá hefur hann líka reynt að fá stuðning hersins en án mikils árangurs. Venesúela Tengdar fréttir Átök brutust út á milli stjórnar og andstöðunnar í Venesúela Lögregla og þjóðvarðlið vörpuðu táragasi á stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í höfuðborg Venesúela eftir að hann birti myndband af sér með hermönnum og hvatti fólk til þess að grípa til aðgerða. 1. maí 2019 07:30 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Kveðst hafa brotið valdaránstilraun Guaidó á bak aftur Um hundrað særðust í átökum sem brutust út í Venesúela í gær. 1. maí 2019 09:41 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Minnst einn hefur verið skotinn til bana í Venesúela og tugir eru særðir eftir átök á milli öryggissveita og stuðningsmanna Nicolas Maduro annars vegar og mótmælenda og stuðningsmanna Juan Guaidó. Báðir menn gera tilkall til forsetaembættisins en Maduro situr hins vegar í því.Samkvæmt BBC var 27 ára gömul kona skotin til bana í Caracas, höfuðborg Venesúela, í gær. Guaidó hefur kallað eftir því að sá sem varð henni að bana verði dreginn til ábyrgðar.Guaidó hefur varið síðustu dögum í að kalla eftir því að herinn snúi bakinu við Maduro og hafa einhverjir svarað kallinu. Mikill meirihluti hermanna hefur staðið við bakið á Maduro, þó þúsundir íbúa hafi mótmælt forsetanum. Yfirmaður leyniþjónustu landsins sleit þó tengslum sínum við Maduro. AP fréttaveitan segir útlit fyrir að nýjasta útspil Guaidó hafi misheppnast og sérfræðingar segja það vera byr undir báða vængi Maduro, sem Bandaríkin segja að hafi ætlað að flýja land á þriðjudaginn þegar útlitið var sem verst. Rússneskir ráðgjafar hans eru þó sagðir hafa fengið hann af því. Rússar þvertaka fyrir þær fegnir.Aðstæður íbúa landsins hafa verið erfiðar til langs tíma en þær hafa þó versnað verulega undanfarið. Óðaverðbólga hefur gert gjaldmiðil landsins nánast ónothæfan og mikill skortur er á nauðsynjum eins og mat og lyfjum. Minnst þrjár milljónir manna hafa flúið til nágrannalanda Venesúela á undanförnum árum.Vísir/GraphicNewsEkki náð miklum árangri með herinn Maduro sór embættiseið fyrr á þessu ári en Það gerði hann eftir umdeildar forsetakosningar sem fram fóru í maí í fyrra. Eftir að stjórnarandstaðan náði meirihluta á þingi árið 2015 skipaði Maduro nýtt þing árið 2017, stjórnlagaþing, og færði flest völd gamla þingsins yfir á það. Þar að auki skipaði hann fjölmarga bandamenn sína í Hæstarétt Venesúela. Stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki kosningarnar í fyrr og eftirlitsaðilar segja þær ekki hafa farið rétt fram, meðal annars vegna þess að mörgum andstæðingum Maduro var meinað að taka þátt í þeim. Í kjölfar þess lýsti gamla þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Guaidó segir að samkvæmt stjórnarskrá Venesúela megi þingið skipa forseta þess sem forseta sé forsetinn ólögmætur. Markmið hans er að mynda starfsstjórn og boða til nýrra kosninga. Eftir að þingið tilnefndi hann sem forseta ferðaðist hann um Suður-Ameríku og aflaði stuðnings nágrannaríkja Venesúela. Síðan þá hefur hann líka reynt að fá stuðning hersins en án mikils árangurs.
Venesúela Tengdar fréttir Átök brutust út á milli stjórnar og andstöðunnar í Venesúela Lögregla og þjóðvarðlið vörpuðu táragasi á stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í höfuðborg Venesúela eftir að hann birti myndband af sér með hermönnum og hvatti fólk til þess að grípa til aðgerða. 1. maí 2019 07:30 Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37 Kveðst hafa brotið valdaránstilraun Guaidó á bak aftur Um hundrað særðust í átökum sem brutust út í Venesúela í gær. 1. maí 2019 09:41 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Átök brutust út á milli stjórnar og andstöðunnar í Venesúela Lögregla og þjóðvarðlið vörpuðu táragasi á stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í höfuðborg Venesúela eftir að hann birti myndband af sér með hermönnum og hvatti fólk til þess að grípa til aðgerða. 1. maí 2019 07:30
Venesúela: Brynvörðum bílum ekið inn í hóp fólks Yfirvöld í Venesúela segjast hafa komið í veg fyrir tilraun til valdaráns á meðan Juan Guaidó segist vera á lokametrunum við að binda endi á valdatíð forsetans Nicolás Maduro. 30. apríl 2019 18:37
Kveðst hafa brotið valdaránstilraun Guaidó á bak aftur Um hundrað særðust í átökum sem brutust út í Venesúela í gær. 1. maí 2019 09:41