Fjórar milljónir barna notið góðs af sjötíu ára starfi SOS Barnaþorpanna Heimsljós kynnir 2. maí 2019 10:45 SOS SOS Barnaþorpin, stærstu sjálfstæðu barnahjálparsamtök í heimi, fagna um þessar mundir 70 ára afmæli. SOS á Íslandi fagnar á sama tíma 30 ára starfsafmæli. Samtökin voru stofnuð formlega 25. apríl 1949 til að bregðast við mikilli neyð eftir seinni heimsstyrjöldina sem skildi eftir sig mörg munaðarlaus börn. Í nýútkominni skýrslu kemur fram að í sjö áratugi hafi SOS Barnaþorpin hjálpað fjórum milljónum barna um allan heim með því að veita þeim fjölskyldu og heimili og með fjölskyldeflingu. Börn þeirra og barnabörn hafa notið góðs af og er niðurstaða skýrslunnar að SOS Barnaþorpin hafi haft jákvæð áhrif á 13 milljónir einstaklinga á 70 árum. Börnunum er forðað frá fátækt og ofbeldi, þau fá gæðamenntun, eiga möguleika á góðri vinnu og búa við jafnrétti. Ávinningurinn af starfi SOS Barnaþorpanna er mikill og útreikningar fyrir skýrsluna leiða í ljós að fyrir hverjar eitt þúsund krónur sem almenningur leggur til samtakanna fær samfélagið 5 þúsund krónur til baka. Skýrslan var unnin í tilefni 70 ára afmælisins og ber yfirskriftina „70 Years of Impact“ eða „Áhrif í 70 ár". SOS Barnaþorpin á Íslandi fagna á sama tíma 30 ára starfsafmæli. Um 74 þúsund Íslendingar hafa á þessum tíma gefið framlög til samtakanna. 29 þúsund Íslendingar gáfu framlög á árinu 2018.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent
SOS Barnaþorpin, stærstu sjálfstæðu barnahjálparsamtök í heimi, fagna um þessar mundir 70 ára afmæli. SOS á Íslandi fagnar á sama tíma 30 ára starfsafmæli. Samtökin voru stofnuð formlega 25. apríl 1949 til að bregðast við mikilli neyð eftir seinni heimsstyrjöldina sem skildi eftir sig mörg munaðarlaus börn. Í nýútkominni skýrslu kemur fram að í sjö áratugi hafi SOS Barnaþorpin hjálpað fjórum milljónum barna um allan heim með því að veita þeim fjölskyldu og heimili og með fjölskyldeflingu. Börn þeirra og barnabörn hafa notið góðs af og er niðurstaða skýrslunnar að SOS Barnaþorpin hafi haft jákvæð áhrif á 13 milljónir einstaklinga á 70 árum. Börnunum er forðað frá fátækt og ofbeldi, þau fá gæðamenntun, eiga möguleika á góðri vinnu og búa við jafnrétti. Ávinningurinn af starfi SOS Barnaþorpanna er mikill og útreikningar fyrir skýrsluna leiða í ljós að fyrir hverjar eitt þúsund krónur sem almenningur leggur til samtakanna fær samfélagið 5 þúsund krónur til baka. Skýrslan var unnin í tilefni 70 ára afmælisins og ber yfirskriftina „70 Years of Impact“ eða „Áhrif í 70 ár". SOS Barnaþorpin á Íslandi fagna á sama tíma 30 ára starfsafmæli. Um 74 þúsund Íslendingar hafa á þessum tíma gefið framlög til samtakanna. 29 þúsund Íslendingar gáfu framlög á árinu 2018.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent