Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2019 06:10 Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars. Vísir/vilhelm Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. Stjórn Isavia veitti forstjóra þess heimild til tveggja milljarða lántöku í upphafi sama mánaðar. Viskiptablaðið greinir frá því í dag að WOW hafi fengið að safna skuld við Isavia „í ljósi vissu um að félagið hefði haldrétt í vél sem WOW hafði á leigu.“ Umfjöllun blaðsins byggir á fundargerðum Isavia, þar sem meðal annars kemur fram að greiðsluáætlun vegna vanskila WOW hafi legið fyrir í lok september á síðasta ári. Hún sýndi fram á að skuldir WOW námu rúmum 500 milljónum króna í júni árið 2018 og höfðu tvöfaldast mánuði síðar. „Af því má ráð að staða WOW hafi verið orðin nokkuð þung áður en skuldabréfaútboð félagsins hófst,“ segir í Viðskiptablaðinu, en WOW safnaði 60 milljónum evra í umræddu útboði. Áætlunin kvað á um að fyrsta greiðslan yrði framkvæmd þann 1. nóvember 2018 og sú síðasta ári síðar. Fyrstu sjö mánuðina skyldi WOW greiða 30 milljónir mánaðarlega, auk vaxta, en frá og með júní 2019 myndi mánaðargreiðslan nema 145 milljónum. Ársvextir voru 9 prósent. Í Viðskiptablaðinu segir jafnframt að á stjórnarfundi ISAVIA, mánuði áður en greint var frá fyrrnefndu útboði WOW, hafi verið samþykkt heimild til að taka tveggja milljarða króna „rekstrarlánalínu og/eða yfirdráttarlán." Tilefni lántökunnar er hins vegar ekki tilgreind í fundargerðinni. Haft er eftir Oddi Ástráðssyni, lögmanni leigusala WOW, að hann telji mögulegt að heimfæra fyrirgreiðslu stjórnenda Isavia til WOW undir umboðssvik. Isavia hafi farið langt út fyrir umboð sitt með endurgreiðslusamkomulagi sínu við WOW. Tjón Air Lease Corporation (ALC) af kyrrsetningu Isavia á vél WOW í eigu ALC nemi tugum milljóna á mánuði. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Erindrekar bandarísks félags sagðir hóta íslenskum félögum vandræðum vestanhafs vegna kyrrsetningar Isavia á flugvél sem WOW air leigði af félaginu. Fyrirtækið hafnaði sáttatilboði félagsins. 1. maí 2019 07:15 Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. 1. maí 2019 12:30 Hneykslaðir á fordæmalausum sérsamningi WOW air við Isavia Air Lease Corporation (ALC) segir að forsvarsmenn WOW air hafi samþykkt að afhenda Airbus farþegaþotu í apríl áður en til gjaldþrots íslenska flugfélagsins kom. 26. apríl 2019 15:23 Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. Stjórn Isavia veitti forstjóra þess heimild til tveggja milljarða lántöku í upphafi sama mánaðar. Viskiptablaðið greinir frá því í dag að WOW hafi fengið að safna skuld við Isavia „í ljósi vissu um að félagið hefði haldrétt í vél sem WOW hafði á leigu.“ Umfjöllun blaðsins byggir á fundargerðum Isavia, þar sem meðal annars kemur fram að greiðsluáætlun vegna vanskila WOW hafi legið fyrir í lok september á síðasta ári. Hún sýndi fram á að skuldir WOW námu rúmum 500 milljónum króna í júni árið 2018 og höfðu tvöfaldast mánuði síðar. „Af því má ráð að staða WOW hafi verið orðin nokkuð þung áður en skuldabréfaútboð félagsins hófst,“ segir í Viðskiptablaðinu, en WOW safnaði 60 milljónum evra í umræddu útboði. Áætlunin kvað á um að fyrsta greiðslan yrði framkvæmd þann 1. nóvember 2018 og sú síðasta ári síðar. Fyrstu sjö mánuðina skyldi WOW greiða 30 milljónir mánaðarlega, auk vaxta, en frá og með júní 2019 myndi mánaðargreiðslan nema 145 milljónum. Ársvextir voru 9 prósent. Í Viðskiptablaðinu segir jafnframt að á stjórnarfundi ISAVIA, mánuði áður en greint var frá fyrrnefndu útboði WOW, hafi verið samþykkt heimild til að taka tveggja milljarða króna „rekstrarlánalínu og/eða yfirdráttarlán." Tilefni lántökunnar er hins vegar ekki tilgreind í fundargerðinni. Haft er eftir Oddi Ástráðssyni, lögmanni leigusala WOW, að hann telji mögulegt að heimfæra fyrirgreiðslu stjórnenda Isavia til WOW undir umboðssvik. Isavia hafi farið langt út fyrir umboð sitt með endurgreiðslusamkomulagi sínu við WOW. Tjón Air Lease Corporation (ALC) af kyrrsetningu Isavia á vél WOW í eigu ALC nemi tugum milljóna á mánuði.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Erindrekar bandarísks félags sagðir hóta íslenskum félögum vandræðum vestanhafs vegna kyrrsetningar Isavia á flugvél sem WOW air leigði af félaginu. Fyrirtækið hafnaði sáttatilboði félagsins. 1. maí 2019 07:15 Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. 1. maí 2019 12:30 Hneykslaðir á fordæmalausum sérsamningi WOW air við Isavia Air Lease Corporation (ALC) segir að forsvarsmenn WOW air hafi samþykkt að afhenda Airbus farþegaþotu í apríl áður en til gjaldþrots íslenska flugfélagsins kom. 26. apríl 2019 15:23 Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Erindrekar bandarísks félags sagðir hóta íslenskum félögum vandræðum vestanhafs vegna kyrrsetningar Isavia á flugvél sem WOW air leigði af félaginu. Fyrirtækið hafnaði sáttatilboði félagsins. 1. maí 2019 07:15
Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. 1. maí 2019 12:30
Hneykslaðir á fordæmalausum sérsamningi WOW air við Isavia Air Lease Corporation (ALC) segir að forsvarsmenn WOW air hafi samþykkt að afhenda Airbus farþegaþotu í apríl áður en til gjaldþrots íslenska flugfélagsins kom. 26. apríl 2019 15:23