Sambýliskona Gísla þakklát fyrir allan stuðninginn Birgir Olgeirsson skrifar 1. maí 2019 20:15 Gísli Þór Þórarinsson. Aðsend/Heiða Þórðar Elena Undeland, sambýliskona Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var myrtur í norska bænum Mehamn á laugardag, kveðst þakklát fyrir allan þann stuðning og velvild sem hún hefur fundið fyrir eftir andlát hans. Þetta kemur fram í viðtali við Elenu í héraðsmiðlinum iFinnmark. „Það hefur verið ljós í myrkrinu í þessari sorg að upplifa þennan frábæra stuðning,“ segir Elena. Hún segir bæði Íslendingasamfélagið í Mehamn, sem telur um 30 manns, og aðra íbúa bæjarins hafa veitt sér og börnum sínum ómetanlegan stuðning í þessari miklu sorg. „Fólk hjálpar til með bókstaflega allt. Fyrstu dagana hef ég fengið nokkra í heimsókn sem hafa haldið utan um mig og börnin. Fólk hefur eldað mat, tekið til og gist hjá mér. Þau hafa passað upp á að ég nái að sofa,“ útskýrir Elena í viðtalinu. Hún lýsir Gísla sem frábærum kærasta og góðum stjúpföður barna sinna. Hún kveðst reyna að forðast að fylgjast of mikið með því sem sagt er um málið í fjölmiðlum, en áreitið hafi verið mikið og hún vilji hlífa börnum sínum. Fréttaflutningur um málið geti tekið mikið á. Elena og fjölskylda Gísla Þórs hafa hafið undirbúning að útför hans en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Jarðneskar leifar Gísla verði sendar heim til Ísafjarðar og hann jarðsettur við hlið fjölskyldumeðlima. Minningarstund verði einnig haldin í Mehamn fyrir þá sem voru nákomnir Gísla en hafa ekki tök á að ferðast til Íslands til að vera viðstaddir útförina. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í vikunni er hafin söfnun til að standa straum af kostnaði við flutning Gísla heim til Íslands og segir Elena söfnunina hafa gengið vonum framar, það sem safnast muni umfram kostnað verði gefið til góðgerðarmála en söfnun stendur yfir bæði í Noregi og á Íslandi. „Til þessa hafa safnast 34 þúsund [norskar krónur]. Yfir 100 manns hafa lagt söfnuninni lið. Við erum afar þakklát,“ segir Elena. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01 Gunnar neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu Segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. 1. maí 2019 16:50 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Elena Undeland, sambýliskona Gísla Þórs Þórarinssonar, sem var myrtur í norska bænum Mehamn á laugardag, kveðst þakklát fyrir allan þann stuðning og velvild sem hún hefur fundið fyrir eftir andlát hans. Þetta kemur fram í viðtali við Elenu í héraðsmiðlinum iFinnmark. „Það hefur verið ljós í myrkrinu í þessari sorg að upplifa þennan frábæra stuðning,“ segir Elena. Hún segir bæði Íslendingasamfélagið í Mehamn, sem telur um 30 manns, og aðra íbúa bæjarins hafa veitt sér og börnum sínum ómetanlegan stuðning í þessari miklu sorg. „Fólk hjálpar til með bókstaflega allt. Fyrstu dagana hef ég fengið nokkra í heimsókn sem hafa haldið utan um mig og börnin. Fólk hefur eldað mat, tekið til og gist hjá mér. Þau hafa passað upp á að ég nái að sofa,“ útskýrir Elena í viðtalinu. Hún lýsir Gísla sem frábærum kærasta og góðum stjúpföður barna sinna. Hún kveðst reyna að forðast að fylgjast of mikið með því sem sagt er um málið í fjölmiðlum, en áreitið hafi verið mikið og hún vilji hlífa börnum sínum. Fréttaflutningur um málið geti tekið mikið á. Elena og fjölskylda Gísla Þórs hafa hafið undirbúning að útför hans en dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Jarðneskar leifar Gísla verði sendar heim til Ísafjarðar og hann jarðsettur við hlið fjölskyldumeðlima. Minningarstund verði einnig haldin í Mehamn fyrir þá sem voru nákomnir Gísla en hafa ekki tök á að ferðast til Íslands til að vera viðstaddir útförina. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í vikunni er hafin söfnun til að standa straum af kostnaði við flutning Gísla heim til Íslands og segir Elena söfnunina hafa gengið vonum framar, það sem safnast muni umfram kostnað verði gefið til góðgerðarmála en söfnun stendur yfir bæði í Noregi og á Íslandi. „Til þessa hafa safnast 34 þúsund [norskar krónur]. Yfir 100 manns hafa lagt söfnuninni lið. Við erum afar þakklát,“ segir Elena.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01 Gunnar neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu Segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. 1. maí 2019 16:50 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13
Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25
Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01
Gunnar neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu Segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. 1. maí 2019 16:50