KR er komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir öruggan sigur á Dalvík/Reyni í dag.
Björgvin Stefánsson kom KR-ingum á bragðið með marki á fimmtu mínútu en KR hafði mikla yfirburði í leiknum strax frá upphafi.
Björgvin lagði svo upp annað mark KR-inga fyrir Alex Frey Hilmarsson, en Alex hafði lagt upp mark Björgvins í upphafi.
Staðan var 2-0 í hálfleik en strax í upphafi seinni hálfleiks skoraði Aron Bjarki Jósepsson úr vítaspyrnu. Kelvin Sarkorh fékk boltann í höndina innan vítateigs og víti dæmt.
Á 71. mínútu skoraði Ægir Jarl Jónasson fjórða mark KR eftir sendingu Pálma Rafns Pálmasonar. Pálmi var aftur á ferðinni á lokamínútunni, þá sendi hann boltann á Aron Bjarka sem skoraði sitt annað mark.
5-0 sigur KR staðreynd og Vesturbæingar fara áfram í keppninni en Norðanmenn eru úr leik.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Öruggt hjá KR
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn


Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti

„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn

„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti




