Semenya tapaði og testosterónregla IAAF stendur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. maí 2019 11:23 Semenya er Ólympíu- og heimsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna vísir/getty Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. Íþróttadómstóllinn Cas (e. Court of Arbitration for Sport) opinberaði niðurstöðu sína í máli Semenya gegn IAAF í dag, en málsmeðferð hefur staðið yfir síðustu mánuði. IAAF tilkynnti á síðasta ári um nýja reglugerð sem takmarkaði leyfilegt magn karlhormónsins testosterón í blóði kvenkyns hlaupara í vegalengdum frá 400 metrum upp í eina mílu, sem er um 1,6 kílómetri. Semenya, sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi, sagði reglurnar vera „ósanngjarnar,“ og að hún vildi geta „hlaupið eðlilega.“ Þar sem reglan fær að standa þarf Semenya að taka inn lyf sem halda testosterónmagninu í blóði hennar niðri, eða hlaupa í öðrum vegalengdum. Þá mætti hún enn hlaupa í keppnum sem ekki eru á vegum IAAF. Niðurstaða Cas í málinu sagði að reglan fæli vissulega í sér mismunun gegn íþróttakonum með náttúrulega mikið testosterónmagn, en sú mismunun væri „nauðsynleg, sanngjörn og í hófi“ og „verndaði heiðarleika kvennaíþrótta.“ Hins vegar sagðist Cas hafa áhyggjur af ýmsu varðandi framkvæmd reglunnar og biðlaði til IAAF að fresta því að setja hana á fyrir 1500 metra hlaup þar til frekari rannsóknir hafa verið gerðar.pic.twitter.com/FHmm10npfx — Caster Semenya (@caster800m) May 1, 2019 Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Tengdar fréttir Hópur kvenna fær ekki að keppa í hlaupagreinum án lyfja Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf 26. apríl 2018 15:30 „Ekki nokkur vafi á því að Semenya er kona“ Alþjóða frjálsíþróttasambandið er sagt ætla að halda því fram að samkvæmt líffræðinni sé Caster Semenya karl en ekki kona. 15. febrúar 2019 10:00 Semenya er tvíkynja Suður-afríska frjálsíþróttamanneskjan Caster Semenya hefur átt undir högg að sækja síðan hún keppti á frjálsíþróttamótinu í Berlín fyrr í sumar en þá komu upp getgátur um að hún væri alls ekki kona. Caster hefur þurft að gangast undir læknisrannsóknir vegna málsins en opinberlega hefur hún staðið við sitt kyn. 10. september 2009 21:58 Mikið testosteron í líkama Semenya Þau tíðindi láku út í dag að magn testosteróns í líkama hlaupakonunnar Caster Semenya væri þrisvar sinnum meira en eðlilegt er í líkama kvenmanns. 25. ágúst 2009 14:24 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira
Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. Íþróttadómstóllinn Cas (e. Court of Arbitration for Sport) opinberaði niðurstöðu sína í máli Semenya gegn IAAF í dag, en málsmeðferð hefur staðið yfir síðustu mánuði. IAAF tilkynnti á síðasta ári um nýja reglugerð sem takmarkaði leyfilegt magn karlhormónsins testosterón í blóði kvenkyns hlaupara í vegalengdum frá 400 metrum upp í eina mílu, sem er um 1,6 kílómetri. Semenya, sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi, sagði reglurnar vera „ósanngjarnar,“ og að hún vildi geta „hlaupið eðlilega.“ Þar sem reglan fær að standa þarf Semenya að taka inn lyf sem halda testosterónmagninu í blóði hennar niðri, eða hlaupa í öðrum vegalengdum. Þá mætti hún enn hlaupa í keppnum sem ekki eru á vegum IAAF. Niðurstaða Cas í málinu sagði að reglan fæli vissulega í sér mismunun gegn íþróttakonum með náttúrulega mikið testosterónmagn, en sú mismunun væri „nauðsynleg, sanngjörn og í hófi“ og „verndaði heiðarleika kvennaíþrótta.“ Hins vegar sagðist Cas hafa áhyggjur af ýmsu varðandi framkvæmd reglunnar og biðlaði til IAAF að fresta því að setja hana á fyrir 1500 metra hlaup þar til frekari rannsóknir hafa verið gerðar.pic.twitter.com/FHmm10npfx — Caster Semenya (@caster800m) May 1, 2019
Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Tengdar fréttir Hópur kvenna fær ekki að keppa í hlaupagreinum án lyfja Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf 26. apríl 2018 15:30 „Ekki nokkur vafi á því að Semenya er kona“ Alþjóða frjálsíþróttasambandið er sagt ætla að halda því fram að samkvæmt líffræðinni sé Caster Semenya karl en ekki kona. 15. febrúar 2019 10:00 Semenya er tvíkynja Suður-afríska frjálsíþróttamanneskjan Caster Semenya hefur átt undir högg að sækja síðan hún keppti á frjálsíþróttamótinu í Berlín fyrr í sumar en þá komu upp getgátur um að hún væri alls ekki kona. Caster hefur þurft að gangast undir læknisrannsóknir vegna málsins en opinberlega hefur hún staðið við sitt kyn. 10. september 2009 21:58 Mikið testosteron í líkama Semenya Þau tíðindi láku út í dag að magn testosteróns í líkama hlaupakonunnar Caster Semenya væri þrisvar sinnum meira en eðlilegt er í líkama kvenmanns. 25. ágúst 2009 14:24 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira
Hópur kvenna fær ekki að keppa í hlaupagreinum án lyfja Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf 26. apríl 2018 15:30
„Ekki nokkur vafi á því að Semenya er kona“ Alþjóða frjálsíþróttasambandið er sagt ætla að halda því fram að samkvæmt líffræðinni sé Caster Semenya karl en ekki kona. 15. febrúar 2019 10:00
Semenya er tvíkynja Suður-afríska frjálsíþróttamanneskjan Caster Semenya hefur átt undir högg að sækja síðan hún keppti á frjálsíþróttamótinu í Berlín fyrr í sumar en þá komu upp getgátur um að hún væri alls ekki kona. Caster hefur þurft að gangast undir læknisrannsóknir vegna málsins en opinberlega hefur hún staðið við sitt kyn. 10. september 2009 21:58
Mikið testosteron í líkama Semenya Þau tíðindi láku út í dag að magn testosteróns í líkama hlaupakonunnar Caster Semenya væri þrisvar sinnum meira en eðlilegt er í líkama kvenmanns. 25. ágúst 2009 14:24