Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. maí 2019 07:15 Steven Udvar-Hazy, stjórnarformaður Air Lease Corporation. NordicPhotos/Getty Dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og annarra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum eru meðal þeirra meðala sem beitt er í deilum bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC) og Isavia. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Eru erindrekar félagsins einnig sagðir gefa stjórnendum Isavia til kynna að spjótum kunni að verða beint að þeim persónulega vegna málsins. Málið varðar flugvél í eigu ALC sem WOW air hafði á leigu en Isavia hefur kyrrsett vegna vangoldinna lendingar- og annarra flugvallagjalda flugfélagsins. Pólitísk tengsl milljarðamæringsins Steven F. Udvar-Házy, stjórnarformanns og stofnanda ALC, eru sterk í Bandaríkjunum og ná allt til ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Udvar-Házy hefur ekki farið leynt með bræði sína vegna kyrrsetningar Isavia á vél ALC. Í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum fyrr í vikunni segir hann að allra leiða verði leitað til að fá kyrrsetningunni hnekkt og það muni valda miklum álitshnekki fyrir íslensk stjórnvöld. Segir hann meðal annars að leitað verði liðsinnis bandarískra stjórnvalda og stofnana Evrópusambandsins vegna málsins. Heimildir blaðsins herma að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hafi átt fundi hérlendis vegna málsins. Málið hefur þó ekki komið inn á borð utanríkisráðuneytisins samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. ALC hefur lagt fram aðfararbeiðni gegn Isavia og krefst afhendingar flugvélarinnar á þeim grunni meðal annars að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningunni enda um eign þriðja aðila að ræða. Þá er því meðal annars haldið fram að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningu vélarinnar þar sem flugfélagið hafi ekki haft umráð yfir vélinni þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Einnig er gagnrýnt að Isavia hafi ekki gripið fyrr í taumana vegna vanefnda á greiðslu gjaldanna. Með athafnaleysinu hafi Isavia farið í bága við eigin reglur. Hin vangoldnu gjöld sem kyrrsetning hinnar umdeildu vélar grundvallast á nema um það bil tveimur milljörðum króna, en þau varða ekki nema að litlu leyti þá tilteknu vél sem kyrrsett hefur verið heldur fjölda annarra flugvéla sem WOW air hafði á leigu. Eftir framlagningu aðfararbeiðninnar sendi ALC Isavia tilboð um sátt í málinu þess efnis að ALC greiddi þau gjöld sem rekja megi beint til notkunar þeirrar tilteknu vélar sem kyrrsett er, með þeim fyrirvara þó að félagið telji enga greiðsluskyldu hvíla á félaginu. Isavia hafnaði tilboðinu skömmu eftir fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Málið verður flutt munnlega í fyrramálið og úrskurðar um kröfu ALC er að vænta síðdegis á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og annarra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum eru meðal þeirra meðala sem beitt er í deilum bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC) og Isavia. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Eru erindrekar félagsins einnig sagðir gefa stjórnendum Isavia til kynna að spjótum kunni að verða beint að þeim persónulega vegna málsins. Málið varðar flugvél í eigu ALC sem WOW air hafði á leigu en Isavia hefur kyrrsett vegna vangoldinna lendingar- og annarra flugvallagjalda flugfélagsins. Pólitísk tengsl milljarðamæringsins Steven F. Udvar-Házy, stjórnarformanns og stofnanda ALC, eru sterk í Bandaríkjunum og ná allt til ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Udvar-Házy hefur ekki farið leynt með bræði sína vegna kyrrsetningar Isavia á vél ALC. Í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum fyrr í vikunni segir hann að allra leiða verði leitað til að fá kyrrsetningunni hnekkt og það muni valda miklum álitshnekki fyrir íslensk stjórnvöld. Segir hann meðal annars að leitað verði liðsinnis bandarískra stjórnvalda og stofnana Evrópusambandsins vegna málsins. Heimildir blaðsins herma að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hafi átt fundi hérlendis vegna málsins. Málið hefur þó ekki komið inn á borð utanríkisráðuneytisins samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. ALC hefur lagt fram aðfararbeiðni gegn Isavia og krefst afhendingar flugvélarinnar á þeim grunni meðal annars að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningunni enda um eign þriðja aðila að ræða. Þá er því meðal annars haldið fram að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningu vélarinnar þar sem flugfélagið hafi ekki haft umráð yfir vélinni þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Einnig er gagnrýnt að Isavia hafi ekki gripið fyrr í taumana vegna vanefnda á greiðslu gjaldanna. Með athafnaleysinu hafi Isavia farið í bága við eigin reglur. Hin vangoldnu gjöld sem kyrrsetning hinnar umdeildu vélar grundvallast á nema um það bil tveimur milljörðum króna, en þau varða ekki nema að litlu leyti þá tilteknu vél sem kyrrsett hefur verið heldur fjölda annarra flugvéla sem WOW air hafði á leigu. Eftir framlagningu aðfararbeiðninnar sendi ALC Isavia tilboð um sátt í málinu þess efnis að ALC greiddi þau gjöld sem rekja megi beint til notkunar þeirrar tilteknu vélar sem kyrrsett er, með þeim fyrirvara þó að félagið telji enga greiðsluskyldu hvíla á félaginu. Isavia hafnaði tilboðinu skömmu eftir fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Málið verður flutt munnlega í fyrramálið og úrskurðar um kröfu ALC er að vænta síðdegis á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent