Koepka varði risatitilinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. maí 2019 22:42 Brooks Koepka hélt út þrátt fyrir slæman dag vísir/getty Brooks Koepka varði titil sinn á PGA meistaramótinu í golfi, öðru risamóti ársins í karlagolfinu. Koepka leiddi allt mótið og það nokkuð örugglega en hann átti slæman kafla í dag sem hefði getað reynst honum dýr ef ekki hefði verið fyrir forystuna. Bandaríkjamaðurinn byrjaði á skolla en jafnaði hann út með fugli á fjórðu holu. Hann lék nokkuð stöðugt golf fyrstu holurnar og sótti sér svo annan fugl á tíundu holu. Þá fór heldur betur að halla undir fæti og hann fékk fjóra skolla í röð. Þá minnkaði forysta hans all verulega því landi hans Dustin Johnson átti mjög góðan hring og var á þremur höggum undir pari á meðan Koepka brást bogalistin. Munurinn varð minnst eitt högg. Koepka náði hins vegar í mikilvæg pör á lokametrunum á meðan Johnson fékk tvo skolla undir lokin og sigldi Koepka sigrinum heim..@DJohnsonPGA has trimmed Koepka's 7-shot lead. He now trails by only TWO. #LiveUnderParpic.twitter.com/A4sPcpEcwz — PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2019 Þeir Jordan Spieth, Patrick Cantlay og Matt Wallace enduðu jafnir í þriðja sæti á tveimur höggum undir pari. Lucas Bjerregaard átti eitt af augnablikum dagsins þegar hann sló holu í höggi á sautjándu braut. Það var hins vegar í eina skiptið sem Daninn fór undir parið á hringnum í dag, hann endaði á þremur yfir pari jafn í 18. sætiOne hop and in for the hole-in-one! A major moment for @LBjerregaard. pic.twitter.com/C2ONnrcUVq — PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2019 Golf Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Brooks Koepka varði titil sinn á PGA meistaramótinu í golfi, öðru risamóti ársins í karlagolfinu. Koepka leiddi allt mótið og það nokkuð örugglega en hann átti slæman kafla í dag sem hefði getað reynst honum dýr ef ekki hefði verið fyrir forystuna. Bandaríkjamaðurinn byrjaði á skolla en jafnaði hann út með fugli á fjórðu holu. Hann lék nokkuð stöðugt golf fyrstu holurnar og sótti sér svo annan fugl á tíundu holu. Þá fór heldur betur að halla undir fæti og hann fékk fjóra skolla í röð. Þá minnkaði forysta hans all verulega því landi hans Dustin Johnson átti mjög góðan hring og var á þremur höggum undir pari á meðan Koepka brást bogalistin. Munurinn varð minnst eitt högg. Koepka náði hins vegar í mikilvæg pör á lokametrunum á meðan Johnson fékk tvo skolla undir lokin og sigldi Koepka sigrinum heim..@DJohnsonPGA has trimmed Koepka's 7-shot lead. He now trails by only TWO. #LiveUnderParpic.twitter.com/A4sPcpEcwz — PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2019 Þeir Jordan Spieth, Patrick Cantlay og Matt Wallace enduðu jafnir í þriðja sæti á tveimur höggum undir pari. Lucas Bjerregaard átti eitt af augnablikum dagsins þegar hann sló holu í höggi á sautjándu braut. Það var hins vegar í eina skiptið sem Daninn fór undir parið á hringnum í dag, hann endaði á þremur yfir pari jafn í 18. sætiOne hop and in for the hole-in-one! A major moment for @LBjerregaard. pic.twitter.com/C2ONnrcUVq — PGA TOUR (@PGATOUR) May 19, 2019
Golf Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira