Bjóða fólki að veðja á lokaþátt Game of Thrones Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2019 19:07 Meðal annars verður hægt að veðja á afdrif Daenerys. Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. Þátturinn verður sýndur klukkan eitt í nótt á Stöð 2.Þeim sem ekki hafa lokið við alla þætti GOT, að þeim síðasta undanskildum, er ráðlagt að lesa ekki lengra. Eðli málsins samkvæmt inniheldur þessi frétt spennuspilla sem kunna að draga úr þeirri ánægju sem fæst við áhorf á þættina.Þrenns konar markaðir eru í boði hjá Betsson þegar kemur að lokaþættinum. Hægt verður að veðja á hver mun standa uppi sem konungur Westeros, hver kemur til með að deyja fyrst í þættinum og hver mun eiga lokaorð þáttanna. Eðli málsins samkvæmt eru stuðlarnir á hvert atriði misháir eftir því hvað veðmálafyrirtækin telja líklegast. Þannig er stuðullinn á því að Bran Stark muni fara með völdin í Westeros aðeins 1.20. Veðji einhver á það fær sá hinn sami 120% af veðmálsupphæðinni til baka. Stuðullinn á því að Hot Pie, sem gegnt hefur heldur minna hlutverki en margir í þáttunum, standi uppi sem konungur er þannig 201. Alla veðmálamöguleika og stuðla má sjá hér. Martin Steen, markaðsstjóri Betsson, segir veðmálið að mörgu leyti óvenjulegt. Til þess að veðmál geti átt sér stað má niðurstaða þeirra ekki liggja fyrir áður en veðjað er. Auk þess verði þau að hafa óvéfengjanlega niðurstöðu og skýr tímamörk. Eins og flestum aðdáendum Game of Thrones ætti að vera ljóst lýkur þáttunum í kvöld og niðurstaðan því ljós innan nokkurra klukkustunda. Það er þó einnig alveg ljóst að einhverjir, það eru framleiðendur þáttanna, vita hvernig fer. Mikil leynd hefur þó ríkt yfir afdrifum þeirra sögupersóna sem eftir lifa og vel gætt að því að engir spillar leki úr herbúðum Game of Thrones. Betsson hefur því lagt traust sitt á þagnareið þeirra sem að gerð þáttanna koma og treyst sér til að bjóða upp á þetta óvenjulega veðmál. Game of Thrones Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. Þátturinn verður sýndur klukkan eitt í nótt á Stöð 2.Þeim sem ekki hafa lokið við alla þætti GOT, að þeim síðasta undanskildum, er ráðlagt að lesa ekki lengra. Eðli málsins samkvæmt inniheldur þessi frétt spennuspilla sem kunna að draga úr þeirri ánægju sem fæst við áhorf á þættina.Þrenns konar markaðir eru í boði hjá Betsson þegar kemur að lokaþættinum. Hægt verður að veðja á hver mun standa uppi sem konungur Westeros, hver kemur til með að deyja fyrst í þættinum og hver mun eiga lokaorð þáttanna. Eðli málsins samkvæmt eru stuðlarnir á hvert atriði misháir eftir því hvað veðmálafyrirtækin telja líklegast. Þannig er stuðullinn á því að Bran Stark muni fara með völdin í Westeros aðeins 1.20. Veðji einhver á það fær sá hinn sami 120% af veðmálsupphæðinni til baka. Stuðullinn á því að Hot Pie, sem gegnt hefur heldur minna hlutverki en margir í þáttunum, standi uppi sem konungur er þannig 201. Alla veðmálamöguleika og stuðla má sjá hér. Martin Steen, markaðsstjóri Betsson, segir veðmálið að mörgu leyti óvenjulegt. Til þess að veðmál geti átt sér stað má niðurstaða þeirra ekki liggja fyrir áður en veðjað er. Auk þess verði þau að hafa óvéfengjanlega niðurstöðu og skýr tímamörk. Eins og flestum aðdáendum Game of Thrones ætti að vera ljóst lýkur þáttunum í kvöld og niðurstaðan því ljós innan nokkurra klukkustunda. Það er þó einnig alveg ljóst að einhverjir, það eru framleiðendur þáttanna, vita hvernig fer. Mikil leynd hefur þó ríkt yfir afdrifum þeirra sögupersóna sem eftir lifa og vel gætt að því að engir spillar leki úr herbúðum Game of Thrones. Betsson hefur því lagt traust sitt á þagnareið þeirra sem að gerð þáttanna koma og treyst sér til að bjóða upp á þetta óvenjulega veðmál.
Game of Thrones Mest lesið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira