Alexandrea Rán Guðnýjardóttir vann til bronsverðlauna á HM í bekkpressu sem fram fer í Tókýó í Japan.
Alexandrea Rán keppir í -57kg flokki unglinga í klassískri bekkpressu.
Hún lyfti 72,5 kg í annari lyftu í dag og bætti sinn eigin árangur og Íslandsmetið um 2,5 kg. Í þriðju lyftu setti hún 75kg á stöngina og þau fóru upp.
Það dugði til bronsverðlauna og nýs Íslandsmets í greininni.
Alexandrea setti Íslandsmet og fékk bronsverðlaun á HM
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið






„Það var engin taktík“
Fótbolti


Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn

