Landverði við Fjaðrárgljúfur boðnar mútur fyrir aðgang Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2019 14:00 Hanna Jóhansdóttir, landvörður. AP/Egill Bjarnason Ferðamenn bjóða Hönnu Jóhansdóttur, landverði, reglulega mútur og vilja í staðinn fá að fara inn á svæðið við Fjaðrárgljúfur til að virða Bieber-slóðir fyrir sér. Tónlistarmaðurinn Justin Bieber gerði gljúfrið heimsfrægt þegar hann tók upp myndband við lagið I‘ll Show You sem birt var í nóvember 2015. Síðan þá hefur ágangur á svæðið aukist til muna og er farið að sjá verulega á umhverfinu. Því var gripið til þess ráðs að loka svæðinu. Mögulega verður það opnað aftur ef hann helst nægilega þurr. Blaðamaður AP fréttaveitunnar sótti svæðið heim nýverið og ræddi þar við Hönnu og ferðamenn. Þar kemur fram að þrátt fyrir sýnileg skilti um að svæðið sé lokað keyri fjöldi ferðamanna að gljúfrinu og reyni að komast inn á svæðið.Sjá einnig: Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir BieberMargir ferðamenn reyna að tala Hönnu til og fá að fara inn á svæðið og bjóða sumir mútur. Hann segir að í flestum tilfellum sé henni boðinn matur frá heimalandi viðkomandi en nefnir þó að hún hafi nýverið hafnað ókeypis ferð til Dubai, í skiptum fyrir það að hleypa ferðamönnum að Fjaðrárgljúfri. Einnig var rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem segir erfitt það mikla einföldun að kenna Bieber einum um ástandið. Hann kom Bieber til varnar og sagði að ekki hafi verið búið að koma upp girðingum til að sýna hvað fólk mætti gera og ekki. Guðmundur vill þó biðla til áhrifaríks fólks að íhuga afleiðingar gjörða sinna. Þegar blaðamaður AP var á ferðinni sáu hann og Hanna fótspor í drullunni við Fjaðrárgljúfur og var greinilegt að einhver hefði stolist inn á svæðið um nóttina. Hann þóttist líka fullviss um að fleiri myndu hunsa merkingarnar eftir að hún yfirgæfi svæðið, sem reyndist rétt. Eftir að hún fór beið blaðamaður á svæðinu en hann þurfti ekki að bíða lengi. Á innan við hálftíma voru ferðamenn farnir að stelast inn á svæðið. Þrír ferðamenn frá Rússlandi sögðust hafa komið vegna Justin Timberlake en leiðréttu sig fljótt og sögðu Justin Bieber.Hér að neðan má sjá myndefni AP. Hafið í huga að það er ótextað. Þar að neðan má svo sjá myndband Justin Bieber. Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15 Fjaðrárgljúfri lokað til 1. júní Svæðið umhverfis hið vinsæla Fjaðrárgljúfur verður lokað til 1. júní næstkomandi svo að það geti jafnað sig, eftir mikinn ágang ferðamanna. 12. mars 2019 14:45 Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ferðamenn bjóða Hönnu Jóhansdóttur, landverði, reglulega mútur og vilja í staðinn fá að fara inn á svæðið við Fjaðrárgljúfur til að virða Bieber-slóðir fyrir sér. Tónlistarmaðurinn Justin Bieber gerði gljúfrið heimsfrægt þegar hann tók upp myndband við lagið I‘ll Show You sem birt var í nóvember 2015. Síðan þá hefur ágangur á svæðið aukist til muna og er farið að sjá verulega á umhverfinu. Því var gripið til þess ráðs að loka svæðinu. Mögulega verður það opnað aftur ef hann helst nægilega þurr. Blaðamaður AP fréttaveitunnar sótti svæðið heim nýverið og ræddi þar við Hönnu og ferðamenn. Þar kemur fram að þrátt fyrir sýnileg skilti um að svæðið sé lokað keyri fjöldi ferðamanna að gljúfrinu og reyni að komast inn á svæðið.Sjá einnig: Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir BieberMargir ferðamenn reyna að tala Hönnu til og fá að fara inn á svæðið og bjóða sumir mútur. Hann segir að í flestum tilfellum sé henni boðinn matur frá heimalandi viðkomandi en nefnir þó að hún hafi nýverið hafnað ókeypis ferð til Dubai, í skiptum fyrir það að hleypa ferðamönnum að Fjaðrárgljúfri. Einnig var rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem segir erfitt það mikla einföldun að kenna Bieber einum um ástandið. Hann kom Bieber til varnar og sagði að ekki hafi verið búið að koma upp girðingum til að sýna hvað fólk mætti gera og ekki. Guðmundur vill þó biðla til áhrifaríks fólks að íhuga afleiðingar gjörða sinna. Þegar blaðamaður AP var á ferðinni sáu hann og Hanna fótspor í drullunni við Fjaðrárgljúfur og var greinilegt að einhver hefði stolist inn á svæðið um nóttina. Hann þóttist líka fullviss um að fleiri myndu hunsa merkingarnar eftir að hún yfirgæfi svæðið, sem reyndist rétt. Eftir að hún fór beið blaðamaður á svæðinu en hann þurfti ekki að bíða lengi. Á innan við hálftíma voru ferðamenn farnir að stelast inn á svæðið. Þrír ferðamenn frá Rússlandi sögðust hafa komið vegna Justin Timberlake en leiðréttu sig fljótt og sögðu Justin Bieber.Hér að neðan má sjá myndefni AP. Hafið í huga að það er ótextað. Þar að neðan má svo sjá myndband Justin Bieber.
Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15 Fjaðrárgljúfri lokað til 1. júní Svæðið umhverfis hið vinsæla Fjaðrárgljúfur verður lokað til 1. júní næstkomandi svo að það geti jafnað sig, eftir mikinn ágang ferðamanna. 12. mars 2019 14:45 Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15
Fjaðrárgljúfri lokað til 1. júní Svæðið umhverfis hið vinsæla Fjaðrárgljúfur verður lokað til 1. júní næstkomandi svo að það geti jafnað sig, eftir mikinn ágang ferðamanna. 12. mars 2019 14:45
Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15
Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent