Kompany hefur verið hjá City síðan 2008 og fyrirliði síðan 2011.
Á þessum ellefu árum hjá City hefur Kompany fjórum sinnum orðið Englandsmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari og fjórum sinnum deildarbikarmeistari.
Kompany lék alls 360 leiki fyrir City og skoraði 20 mörk. Síðasta mark hans fyrir City tryggði liðinu sigur á Leicester City, 1-0, í næstsíðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
„Það er kominn tími fyrir mig að fara,“ skrifaði Kompany í opnu bréfi á Facebook. „Þótt þetta sé yfirþyrmandi finn ég ekki fyrir neinu nema þakklæti. Ég er þakklátur öllum sem hafa stutt mig á þessari einstöku vegferð hjá einstöku félagi.“