Haukar áttu aukakast úti við hliðarlínu þegar tíminn var við það að renna út og staðan jöfn. Heimir Óli Heimisson tók aukakastið hratt, sendi beint á Daníel sem skaut strax á markið fyrir miðju og söng boltinn í netinu.
Haukar fóru því með 27-26 sigur, jöfnuðu einvígið í 1-1 og tóku heimaleikjaréttinn aftur.
Þetta ótrúlega mark má sjá hér.