ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Sighvatur Jónsson skrifar 17. maí 2019 18:45 Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. Þota ALC hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í 50 daga. Flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, ALC, hefur haldið því fram að félagið tapi tugum milljóna króna á meðan Isavia heldur vélinni TF-GPA á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum hafði ALC samið um áframhaldandi leigu þotunnar til annars flugfélags þegar Isavia kyrrsetti hana. Bandaríska félagið segir að WOW air hafi ætlað að skila vélinni sama dag og átti að afhenda hana nýjum leigutaka.Tímalína málsins frá kyrrsetningu vélarinnar við gjaldþrot WOW air.Vísir/TótlaMálið hófst með kyrrsetningu vélarinnar við gjaldþrot WOW air 28. mars síðastliðinn. 24. apríl átti að afhenda þotuna öðrum leigutaka. 2. maí úrskurðaði héraðsdómur að Isavia mætti halda vélinni en eingöngu vegna gjalda sem henni tengjast, ekki vegna samtals tveggja milljarða skuldar WOW air við Isavia. 3. maí kærði Isavia þann úrskurð til Landsréttar.6. maí greiddi ALC 87 milljóna króna skuld við Isavia vegna vélarinnar. Þá mat ALC tap vegna kyrrsetningarinnar á 49 milljónir króna. Félagið segist tapa um 1.800.000 krónur á dag vegna málsins. Síðan eru liðnir tíu dagar og hafa um 18 milljónir bæst við reikningsdæmi ALC. Félagið segist hafa tapað 67 milljónum króna. Eftir tíu daga til viðbótar muni tapið nema sömu upphæð og skuld WOW air við Isavia vegna vélarinnar. Í greinargerð Isavia til Landsréttar er bent á að ALC hafi mátt vera kunnugt um að vélin yrði kyrrsett þar sem ákvæði um slíkt er í leigusamningi WOW air og ALC vegna vélarinnar. Málflutningur Isavia byggir á því að samkvæmt leigusamningi skipti ekki máli hvort um ræði gjöld vegna þotunnar eða annarra véla WOW air. Deilur ISAVIA og ALC Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. Þota ALC hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í 50 daga. Flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation, ALC, hefur haldið því fram að félagið tapi tugum milljóna króna á meðan Isavia heldur vélinni TF-GPA á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum hafði ALC samið um áframhaldandi leigu þotunnar til annars flugfélags þegar Isavia kyrrsetti hana. Bandaríska félagið segir að WOW air hafi ætlað að skila vélinni sama dag og átti að afhenda hana nýjum leigutaka.Tímalína málsins frá kyrrsetningu vélarinnar við gjaldþrot WOW air.Vísir/TótlaMálið hófst með kyrrsetningu vélarinnar við gjaldþrot WOW air 28. mars síðastliðinn. 24. apríl átti að afhenda þotuna öðrum leigutaka. 2. maí úrskurðaði héraðsdómur að Isavia mætti halda vélinni en eingöngu vegna gjalda sem henni tengjast, ekki vegna samtals tveggja milljarða skuldar WOW air við Isavia. 3. maí kærði Isavia þann úrskurð til Landsréttar.6. maí greiddi ALC 87 milljóna króna skuld við Isavia vegna vélarinnar. Þá mat ALC tap vegna kyrrsetningarinnar á 49 milljónir króna. Félagið segist tapa um 1.800.000 krónur á dag vegna málsins. Síðan eru liðnir tíu dagar og hafa um 18 milljónir bæst við reikningsdæmi ALC. Félagið segist hafa tapað 67 milljónum króna. Eftir tíu daga til viðbótar muni tapið nema sömu upphæð og skuld WOW air við Isavia vegna vélarinnar. Í greinargerð Isavia til Landsréttar er bent á að ALC hafi mátt vera kunnugt um að vélin yrði kyrrsett þar sem ákvæði um slíkt er í leigusamningi WOW air og ALC vegna vélarinnar. Málflutningur Isavia byggir á því að samkvæmt leigusamningi skipti ekki máli hvort um ræði gjöld vegna þotunnar eða annarra véla WOW air.
Deilur ISAVIA og ALC Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira