Handbolti

Selfoss og Haukar mættust skýjum ofar í boltaþraut | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Nökkvi Dan og Orri Freyr á 20. hæð að gera sig klára.
Nökkvi Dan og Orri Freyr á 20. hæð að gera sig klára. mynd/skjáskot
Annar leikurinn í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta fer fram í kvöld í Hleðsluhöllinni á Selfossi klukkan 19.30 en upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 18.45 á Stöð 2 Sport HD.

Til að kynda aðeins undir einvíginu kallaði Olís á þá Nökkva Dan Elliðason úr Selfossi og Haukamanninn Orra Frey Þorkelsson í litla Olís-þraut en þeir fengu að kasta bolta ofan af Höfðaturninum.

Fyrst voru tekin nokkur skot af sjöundu hæðinni en eftir það var farið efst upp á þak 20. hæðarinnar og reynt að hitta mark á jörðinni þaðan.

Þessa skemmtilegu þraut má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Fleiri þurfa að stíga upp hjá Haukum

Selfoss og Haukar mætast öðru sinni í úrslitaeinvígi sínu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað kvöld. Einar Andri Einarsson segir Hauka verða að nýta tækifæri sín ef þeir ætli að hafa betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×