Spá efnahagssamdrætti í fyrsta sinn frá 2011 Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2019 13:26 Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á þessu ári eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011. Frá þessu er greint þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans fyrir árin 2019-2021 sem birtist í morgun. Hagfræðideild Landsbankans hafði gert ráð fyrir 2,6% hagvexti á þessu ári en vegna áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi, gjaldþroti WOW air og loðnubrests, er nú gert ráð fyrir 0,5% samdrætti á þessu ári. Hagfræðingar Landsbankans reikna með að samdrátturinn vari stutt og á næsta ári megi gera ráð fyrir um 2,5% hagvexti. Byggist þessi spá á auknum fjárfestingum hins opinbera, íbúðafjárfestingu, einkaneyslu og hægfara viðsnúningi í ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fækki um 14 prósent á þessu ári en að þeim fjölgi svo aftur um 5 prósent á næsta ári og um 8,7 prósent á árinu 2021. Ef sú spá gengur eftir verður fjöldi ferðamanna árið 2021 svipaður og hann var í fyrra. Verðbólgan á fyrsta ársfjórðungi þessa árs mældist 3,1 prósent en hagfræðingar Landsbankans reikna með að hún nái hámarki á fyrstu sex mánuðum næsta árs og verði þá 3,6 prósent. Búist er við að verðbólga muni leita aftur niður á við og fara niður í verðbólgumarkmiðið, 2,5%, á öðrum ársfjórðungi 2021. Efnahagsmál Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á þessu ári eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011. Frá þessu er greint þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans fyrir árin 2019-2021 sem birtist í morgun. Hagfræðideild Landsbankans hafði gert ráð fyrir 2,6% hagvexti á þessu ári en vegna áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi, gjaldþroti WOW air og loðnubrests, er nú gert ráð fyrir 0,5% samdrætti á þessu ári. Hagfræðingar Landsbankans reikna með að samdrátturinn vari stutt og á næsta ári megi gera ráð fyrir um 2,5% hagvexti. Byggist þessi spá á auknum fjárfestingum hins opinbera, íbúðafjárfestingu, einkaneyslu og hægfara viðsnúningi í ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fækki um 14 prósent á þessu ári en að þeim fjölgi svo aftur um 5 prósent á næsta ári og um 8,7 prósent á árinu 2021. Ef sú spá gengur eftir verður fjöldi ferðamanna árið 2021 svipaður og hann var í fyrra. Verðbólgan á fyrsta ársfjórðungi þessa árs mældist 3,1 prósent en hagfræðingar Landsbankans reikna með að hún nái hámarki á fyrstu sex mánuðum næsta árs og verði þá 3,6 prósent. Búist er við að verðbólga muni leita aftur niður á við og fara niður í verðbólgumarkmiðið, 2,5%, á öðrum ársfjórðungi 2021.
Efnahagsmál Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira