Þorir þú að standa með okkur? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 17. maí 2019 11:53 Það krefst hugrekkis að vera öðruvísi. Fyrir rúmlega fjörutíu árum voru Samtökin ‘78 stofnuð, á tímum þar sem aðeins örfáir einstaklingar þorðu að stíga fram og segja frá kynhneigð sinni. Lýsingar eldri kynslóða af þöggun samfélagsins og þrúgandi andúð í garð hinsegin fólks á árdögum baráttunnar eru martraðarkenndar. Í opnara samfélagi nútímans fá fleiri blessunarlega að blómstra á eigin forsendum. Tíðarandinn hér á landi gerir það að verkum að yngra fólk kemur út úr skápnum en áður og eldra fólk, sem taldi sig ef til vill aldrei geta komið út, stígur skrefið. Mikinn margbreytileika má finna í bæði kynhneigð og kynvitund innan hinsegin samfélagsins á Íslandi, enda er aðgengi að upplýsingum stórbætt frá því sem áður var og fleiri fyrirmyndir til staðar. Á yfirborðinu er Ísland nálægt því að vera sannkölluð útópía fyrir hinsegin fólk. Því miður er þó oft ansi grunnt á fordómum í okkar garð. Trans fólk þarf ennþá sífellt að svara fyrir kynvitund sína og mætir skilningsleysi og andúð á ólíklegustu stöðum. Konur í samkynja samböndum verða ennþá reglulega fyrir kynferðislegri áreitni vegna kynhneigðar sinnar. Fólk sem ögrar viðteknum hugmyndum um kvenleika og karlmannleika er litið hornauga og hinsegin fólk sem ögrar þeim ekki fá hrós fyrir að vera „Bara alveg venjuleg!“. Ætlast er til að hinsegin foreldrar útskýri í smáatriðum fyrir bláókunnugu fólki hvernig þau eignuðust börnin sín. Niðrandi brandarar um hinsegin fólk eru ennþá sagðir við hin ýmsu tilefni og ungir hommar eru ennþá barðir í miðbæ Reykjavíkur. Það krefst hugrekkis að vera öðruvísi. Líka á Íslandi árið 2019. Þrátt fyrir þær stóru breytingar sem orðið hafa á samfélagi okkar, krauma undir niðri úreltar og óskrifaðar reglur um hvað er innan rammans og hvað ekki, hvað er nógu venjulegt til þess að hljóta samþykki og hvað ekki. Hinsegin fólk er allt í lagi, svo lengi sem við erum nógu þægileg fyrir meirihlutasamfélagið. Þessar óskrifuðu og oftast ómeðvituðu reglur grafa undan velferð og lífshamingju okkar. Þær fá farveg í fordómafullri hegðun, öráreitni, ofbeldi og mismunun. Þær birtast í því að sumum finnst nóg komið af baráttu hinsegin fólks á Íslandi. Kæri lesandi! Ef þér finnst sýnileiki hinsegin fólks orðinn of mikill, of allskonar og of óþægilegur, skaltu horfa inn á við. Hvað er svona óþægilegt? Hvaða viðhorf býr að baki tilfinningunni? Er það þess virði að þetta viðhorf valdi öðru fólki óhamingju? Ég hvet þig til að sýna hugrekki og taka afstöðu með fjölbreytileika mannlífsins. Það krefst nefnilega líka hugrekkis að standa með hinsegin fólki, jafnvel þótt maður skilji ekki alveg allt. Virðing fyrir náunganum krefst þess ekki að maður skilji allt. Velvild krefst þess ekki heldur. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Með þrotlausri baráttu og fræðslu hefur mikill árangur náðst síðan Samtökin ‘78 voru stofnuð, en gleymum því aldrei að við verðum ekki frjáls fyrr en við getum öll verið eins og við erum án þess að þurfa að vera á varðbergi gagnvart fordómum á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna. Við eigum ennþá langt í land, en ég veit að við komumst þangað saman. Það þarf bara smá hugrekki.Höfundur er formaður Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það krefst hugrekkis að vera öðruvísi. Fyrir rúmlega fjörutíu árum voru Samtökin ‘78 stofnuð, á tímum þar sem aðeins örfáir einstaklingar þorðu að stíga fram og segja frá kynhneigð sinni. Lýsingar eldri kynslóða af þöggun samfélagsins og þrúgandi andúð í garð hinsegin fólks á árdögum baráttunnar eru martraðarkenndar. Í opnara samfélagi nútímans fá fleiri blessunarlega að blómstra á eigin forsendum. Tíðarandinn hér á landi gerir það að verkum að yngra fólk kemur út úr skápnum en áður og eldra fólk, sem taldi sig ef til vill aldrei geta komið út, stígur skrefið. Mikinn margbreytileika má finna í bæði kynhneigð og kynvitund innan hinsegin samfélagsins á Íslandi, enda er aðgengi að upplýsingum stórbætt frá því sem áður var og fleiri fyrirmyndir til staðar. Á yfirborðinu er Ísland nálægt því að vera sannkölluð útópía fyrir hinsegin fólk. Því miður er þó oft ansi grunnt á fordómum í okkar garð. Trans fólk þarf ennþá sífellt að svara fyrir kynvitund sína og mætir skilningsleysi og andúð á ólíklegustu stöðum. Konur í samkynja samböndum verða ennþá reglulega fyrir kynferðislegri áreitni vegna kynhneigðar sinnar. Fólk sem ögrar viðteknum hugmyndum um kvenleika og karlmannleika er litið hornauga og hinsegin fólk sem ögrar þeim ekki fá hrós fyrir að vera „Bara alveg venjuleg!“. Ætlast er til að hinsegin foreldrar útskýri í smáatriðum fyrir bláókunnugu fólki hvernig þau eignuðust börnin sín. Niðrandi brandarar um hinsegin fólk eru ennþá sagðir við hin ýmsu tilefni og ungir hommar eru ennþá barðir í miðbæ Reykjavíkur. Það krefst hugrekkis að vera öðruvísi. Líka á Íslandi árið 2019. Þrátt fyrir þær stóru breytingar sem orðið hafa á samfélagi okkar, krauma undir niðri úreltar og óskrifaðar reglur um hvað er innan rammans og hvað ekki, hvað er nógu venjulegt til þess að hljóta samþykki og hvað ekki. Hinsegin fólk er allt í lagi, svo lengi sem við erum nógu þægileg fyrir meirihlutasamfélagið. Þessar óskrifuðu og oftast ómeðvituðu reglur grafa undan velferð og lífshamingju okkar. Þær fá farveg í fordómafullri hegðun, öráreitni, ofbeldi og mismunun. Þær birtast í því að sumum finnst nóg komið af baráttu hinsegin fólks á Íslandi. Kæri lesandi! Ef þér finnst sýnileiki hinsegin fólks orðinn of mikill, of allskonar og of óþægilegur, skaltu horfa inn á við. Hvað er svona óþægilegt? Hvaða viðhorf býr að baki tilfinningunni? Er það þess virði að þetta viðhorf valdi öðru fólki óhamingju? Ég hvet þig til að sýna hugrekki og taka afstöðu með fjölbreytileika mannlífsins. Það krefst nefnilega líka hugrekkis að standa með hinsegin fólki, jafnvel þótt maður skilji ekki alveg allt. Virðing fyrir náunganum krefst þess ekki að maður skilji allt. Velvild krefst þess ekki heldur. Í dag er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Með þrotlausri baráttu og fræðslu hefur mikill árangur náðst síðan Samtökin ‘78 voru stofnuð, en gleymum því aldrei að við verðum ekki frjáls fyrr en við getum öll verið eins og við erum án þess að þurfa að vera á varðbergi gagnvart fordómum á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar og kyneinkenna. Við eigum ennþá langt í land, en ég veit að við komumst þangað saman. Það þarf bara smá hugrekki.Höfundur er formaður Samtakanna '78.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun