Ísland eitt fárra landa í Vestur-Evrópu án aðlögunaráætlunar vegna loftslagsbreytinga Sighvatur Jónsson skrifar 16. maí 2019 12:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði við upphaf ráðstefnunnar í morgun að það kalli á nýjan hugsunarhátt að leiða hugann að aðlögun loftslagsbreytinga. Vísir/Vilhelm Ísland er eitt fárra landa í vestanverðri Evrópu sem hefur ekki sett saman aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga. Þetta kom fram í erindi forstjóra Veðurstofu Íslands á ráðstefnu loftslagsráðs um aðlögun Íslands að breytingum á loftslagi. Hann segir næstu skref vera að setja á fót svokallað loftslagssetur hér á landi. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipað loftslagsráð fyrir einu ári. Ráðið á að veita stjórnvöldum aðhald með ráðgjöf varðandi stefnu í loftslagsmálum á Íslandi. Loftslagsráð er sjálfstætt og á að leiða saman krafta ríkis, sveitarfélaga, atvinnulífs, vísindasamfélagsins og almennings. Ráðið boðaði til ráðstefnunnar „Erum við viðbúin“, þar sem fjallað var um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á ráðstefnu loftslagsráðs í morgun.Vísir/VilhelmGuðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði við upphaf ráðstefnunnar í morgun að það kalli á nýjan hugsunarhátt að leiða hugann að aðlögun loftslagsbreytinga. Þannig sé sjónum beint að forvörnum gegn breytingum á loftslagi. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í erindi um næstu skref aðlögunaráætlunar loftslagsbreytinga að setja yrði á fót loftslagssetur sem yrði samráðsvettvangur um loftslagsmál. „Það er fyrst og fremst að skapa samráð við gerð rannsóknaráætlunar um vísindalegar forsendur aðgerðaáætlunar um útlosun og aðlögun og forgangsraða þar verkefnum. Þetta er þá samhæfingarhlutverk gagnvart rannsóknum og eftirliti á náttúrufarsbreytingum en auðvitað samfélagslegum breytingum líka, vinna við gerð sviðsmynda sem er mjög mikilvægt að sé í mjög skýrum farvegi, vinna að úttekt á rannsókn á vöktunarþörf og þá í samvinnu við hagsmunaaðila, samræma og sinna mati á áhrifum og áhættu, eins og við höfum talað um áður, og síðan að miðla upplýsingum mjög markvisst.“Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, á ráðstefnu um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum.Vísir/VilhelmÁrni sagði að málið væri einnig til skoðunar hjá fleiri löndum Vestur-Evrópu. „Hvað varðar Vestur-Evrópu, þá er hægt að segja að öll lönd, nema kannski við, af þessum hópi, hafa sett einhverjar reglur eða lög um einhverja stefnu um aðlögun landsins,“ sagði Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands. Umhverfismál Veður Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Ísland er eitt fárra landa í vestanverðri Evrópu sem hefur ekki sett saman aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga. Þetta kom fram í erindi forstjóra Veðurstofu Íslands á ráðstefnu loftslagsráðs um aðlögun Íslands að breytingum á loftslagi. Hann segir næstu skref vera að setja á fót svokallað loftslagssetur hér á landi. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipað loftslagsráð fyrir einu ári. Ráðið á að veita stjórnvöldum aðhald með ráðgjöf varðandi stefnu í loftslagsmálum á Íslandi. Loftslagsráð er sjálfstætt og á að leiða saman krafta ríkis, sveitarfélaga, atvinnulífs, vísindasamfélagsins og almennings. Ráðið boðaði til ráðstefnunnar „Erum við viðbúin“, þar sem fjallað var um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á ráðstefnu loftslagsráðs í morgun.Vísir/VilhelmGuðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði við upphaf ráðstefnunnar í morgun að það kalli á nýjan hugsunarhátt að leiða hugann að aðlögun loftslagsbreytinga. Þannig sé sjónum beint að forvörnum gegn breytingum á loftslagi. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, sagði í erindi um næstu skref aðlögunaráætlunar loftslagsbreytinga að setja yrði á fót loftslagssetur sem yrði samráðsvettvangur um loftslagsmál. „Það er fyrst og fremst að skapa samráð við gerð rannsóknaráætlunar um vísindalegar forsendur aðgerðaáætlunar um útlosun og aðlögun og forgangsraða þar verkefnum. Þetta er þá samhæfingarhlutverk gagnvart rannsóknum og eftirliti á náttúrufarsbreytingum en auðvitað samfélagslegum breytingum líka, vinna við gerð sviðsmynda sem er mjög mikilvægt að sé í mjög skýrum farvegi, vinna að úttekt á rannsókn á vöktunarþörf og þá í samvinnu við hagsmunaaðila, samræma og sinna mati á áhrifum og áhættu, eins og við höfum talað um áður, og síðan að miðla upplýsingum mjög markvisst.“Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, á ráðstefnu um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum.Vísir/VilhelmÁrni sagði að málið væri einnig til skoðunar hjá fleiri löndum Vestur-Evrópu. „Hvað varðar Vestur-Evrópu, þá er hægt að segja að öll lönd, nema kannski við, af þessum hópi, hafa sett einhverjar reglur eða lög um einhverja stefnu um aðlögun landsins,“ sagði Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands.
Umhverfismál Veður Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira