Við viljum vanda okkur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2019 08:45 Nú er föstumánuðurinn ramadan hjá aröbunum og bærinn fékk sýrlenskan kokk til að sjá um veislu, að sögn Guðrúnar Margrétar. Fréttablaðið/Anton Brink Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, mannfræðingur og verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, er á leið út á Keflavíkurflugvöll þegar ég næ sambandi við hana. Hún er að ná í hóp sem að stærstum hluta eignast heimili á Blönduósi og brunar beint þangað, en ein fjölskylda ætlar að setjast að í Árborg því þar hefur hún tengsl. Fyrsti hópurinn er kominn norður á Hvammstanga. Síðar bætist ein sex manna fjölskylda við á Blönduós. „Við erum búin að standsetja níu íbúðir, fjórar á Blönduósi og fimm á Hvammstanga, þannig að það er búið að vera nóg að gera,“ segir Guðrún Margrét glaðlega en tekur fram að hún sé aldeilis ekki ein í þessu. „Við fáum íbúðirnar frá bænum og vinnan við að standsetja þær hefur mikið lent á sjálfboðaliðum Rauða krossins fyrir norðan, þetta er búin að vera heilmikil vinna fyrir þá.“ Guðrún Margrét hóf störf við verkefnið 1. apríl. „Ég bý á Hvammstanga í ár og hef mest unnið þar, því við höfum haft dúndur sjálfboðaliða á Blönduósi, konu sem hefur búið í Gambíu og Haítí, verið sendifulltrúi og tekið þátt í alls konar verkefnum.“ Nú er Guðrún Margrét á ferð með Valdimari O. Hermannssyni, bæjarstjóra á Blönduósi, Þórunni Ólafsdóttur, sem ráðin var verkefnastjóri bæjarins vegna komu flóttamannanna, og Kinan Kadoni, túlki og menningarmiðlara. Guðrún Margrét kann arabísku og kveðst hafa verið túlkur á Vestfjörðum í fyrravetur þegar þar var tekið á móti flóttamönnum á Flateyri, Ísafirði og Súðavík. „Ég er svo hamingjusöm að þurfa ekki að vera túlkur núna, heldur bara geta talað arabísku en þurfa ekki að vita hvernig á að segja allt undir sólinni. Aröbum finnst alltaf fyndið þegar ljóshært fólk talar arabísku!“ Hún býst við að hópurinn verði seint kominn norður um kvöldið. Samt ætli stuðningsfjölskyldur flóttafólksins að bíða eftir því og bjóða það velkomið. Það sé mikilvægt. Þá verði tilfinningin betri fyrstu nóttina. „Ég tók viðtöl við allt flóttafólkið sem kom til Vestfjarða í fyrra og því fannst svo yndislegt að sjá vingjarnleg andlit strax og það kom í nýju heimkynnin.“ Stór matarveisla verður á mánudaginn fyrir flóttafólkið, sjálfboðaliðana og bæjarbúa, að sögn Guðrúnar. „Bærinn sér um veisluna og fékk sýrlenskan kokk til að sjá um hana. „Nú er föstumánuðurinn ramadan hjá aröbunum og hún er þeim svo þýðingarmikil, þeir eru vanir að vera með fjölskyldunni sinni þá. Þetta er eins og fyrir okkur að mæta einhvers staðar á aðfangadagskvöld. Rauði krossinn útbjó gjafakörfur til að gefa fjölskyldunum, með alls konar mat sem fólkið kannast við og er úr arabísku búðunum, Istanbúl Market og Jerusalem Market.“ Nú nálgast Guðrún flugvöllinn og brátt hefst móttakan þar. „Við viljum vanda okkur,“ segir hún. „Nína Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, og Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu, verða við landganginn að fagna fólkinu. Þær fóru einmitt til Líbanon að hitta það og taka viðtöl við það, þannig að fyrstu andlitin sem það sér þegar það kemur til Íslands verða kunnugleg. Það skiptir miklu máli.“ Árborg Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Sjá meira
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, mannfræðingur og verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, er á leið út á Keflavíkurflugvöll þegar ég næ sambandi við hana. Hún er að ná í hóp sem að stærstum hluta eignast heimili á Blönduósi og brunar beint þangað, en ein fjölskylda ætlar að setjast að í Árborg því þar hefur hún tengsl. Fyrsti hópurinn er kominn norður á Hvammstanga. Síðar bætist ein sex manna fjölskylda við á Blönduós. „Við erum búin að standsetja níu íbúðir, fjórar á Blönduósi og fimm á Hvammstanga, þannig að það er búið að vera nóg að gera,“ segir Guðrún Margrét glaðlega en tekur fram að hún sé aldeilis ekki ein í þessu. „Við fáum íbúðirnar frá bænum og vinnan við að standsetja þær hefur mikið lent á sjálfboðaliðum Rauða krossins fyrir norðan, þetta er búin að vera heilmikil vinna fyrir þá.“ Guðrún Margrét hóf störf við verkefnið 1. apríl. „Ég bý á Hvammstanga í ár og hef mest unnið þar, því við höfum haft dúndur sjálfboðaliða á Blönduósi, konu sem hefur búið í Gambíu og Haítí, verið sendifulltrúi og tekið þátt í alls konar verkefnum.“ Nú er Guðrún Margrét á ferð með Valdimari O. Hermannssyni, bæjarstjóra á Blönduósi, Þórunni Ólafsdóttur, sem ráðin var verkefnastjóri bæjarins vegna komu flóttamannanna, og Kinan Kadoni, túlki og menningarmiðlara. Guðrún Margrét kann arabísku og kveðst hafa verið túlkur á Vestfjörðum í fyrravetur þegar þar var tekið á móti flóttamönnum á Flateyri, Ísafirði og Súðavík. „Ég er svo hamingjusöm að þurfa ekki að vera túlkur núna, heldur bara geta talað arabísku en þurfa ekki að vita hvernig á að segja allt undir sólinni. Aröbum finnst alltaf fyndið þegar ljóshært fólk talar arabísku!“ Hún býst við að hópurinn verði seint kominn norður um kvöldið. Samt ætli stuðningsfjölskyldur flóttafólksins að bíða eftir því og bjóða það velkomið. Það sé mikilvægt. Þá verði tilfinningin betri fyrstu nóttina. „Ég tók viðtöl við allt flóttafólkið sem kom til Vestfjarða í fyrra og því fannst svo yndislegt að sjá vingjarnleg andlit strax og það kom í nýju heimkynnin.“ Stór matarveisla verður á mánudaginn fyrir flóttafólkið, sjálfboðaliðana og bæjarbúa, að sögn Guðrúnar. „Bærinn sér um veisluna og fékk sýrlenskan kokk til að sjá um hana. „Nú er föstumánuðurinn ramadan hjá aröbunum og hún er þeim svo þýðingarmikil, þeir eru vanir að vera með fjölskyldunni sinni þá. Þetta er eins og fyrir okkur að mæta einhvers staðar á aðfangadagskvöld. Rauði krossinn útbjó gjafakörfur til að gefa fjölskyldunum, með alls konar mat sem fólkið kannast við og er úr arabísku búðunum, Istanbúl Market og Jerusalem Market.“ Nú nálgast Guðrún flugvöllinn og brátt hefst móttakan þar. „Við viljum vanda okkur,“ segir hún. „Nína Helgadóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, og Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu, verða við landganginn að fagna fólkinu. Þær fóru einmitt til Líbanon að hitta það og taka viðtöl við það, þannig að fyrstu andlitin sem það sér þegar það kemur til Íslands verða kunnugleg. Það skiptir miklu máli.“
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Blönduós Flóttafólk á Íslandi Húnaþing vestra Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Sjá meira