Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 22:59 Ivey ríkisstjóri skrifar undir lögin. Þungunarrof verður nú með nær öllu bannað í Alabama. Vísir/AP Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama í Bandaríkjunum, staðfesti í kvöld ný lög um þungunarrof sem ríkisþingið samþykkti í gær. Þar með verður Alabama með ströngustu þungunarrofslöggjöf Bandaríkjanna sem bannar það í nær öllum tilfellum. Eina tilvikið þar sem konur mega gangast undir þungunarrof samkvæmt nýju lögunum er þegar líf þeirra er í verulegri hættu. Þingmenn repúblikana, sem eru með meirihluta í báðum deildum ríkisþings Alabama, höfnuðu því að hafa undaþágur í tilfellum sifjaspells eða nauðgana. Læknar sem framkvæma þungunarrof eiga jafnframt yfir höfði sér allt að 99 ára fangelsi. „Fyrir þeim mörgu stuðningsmönnum frumvarpsins eru þessi lög öflugt vitni um djúpstæða trú Alabamabúa á að hvert líf sé dýrmætt og að hvert líf sé heilög gjöf frá guði,“ sagði Ivey ríkisstjóri, sem einnig er repúblikani, eftir að hún staðfesti lögin með undirskrift sinni. Réttindasamtök hafa þegar boðað að þau muni reyna að fá lögin felld fyrir dómstólum. Fylgjendur laganna eru raunar taldir stóla á það þar sem þeir vilji að málið fari alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Þar treysta þeir á að íhaldssamir dómarar, sem mynda meirihluta í dómnum, snúi við dómafordæmi sem hefur verið grundvöllur réttar kvenna til þungunarrofs frá árinu 1974."To the bill's many supporters, this legislation stands as a powerful testament to Alabamians' deeply held belief that every life is precious and that every life is a sacred gift from God,” Gov. Kay Ivey said after signing near-total abortion ban into law. https://t.co/cI0aeREOyu pic.twitter.com/IVHyxZvEJ8— AL.com (@aldotcom) May 15, 2019 Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Sjá meira
Kay Ivey, ríkisstjóri Alabama í Bandaríkjunum, staðfesti í kvöld ný lög um þungunarrof sem ríkisþingið samþykkti í gær. Þar með verður Alabama með ströngustu þungunarrofslöggjöf Bandaríkjanna sem bannar það í nær öllum tilfellum. Eina tilvikið þar sem konur mega gangast undir þungunarrof samkvæmt nýju lögunum er þegar líf þeirra er í verulegri hættu. Þingmenn repúblikana, sem eru með meirihluta í báðum deildum ríkisþings Alabama, höfnuðu því að hafa undaþágur í tilfellum sifjaspells eða nauðgana. Læknar sem framkvæma þungunarrof eiga jafnframt yfir höfði sér allt að 99 ára fangelsi. „Fyrir þeim mörgu stuðningsmönnum frumvarpsins eru þessi lög öflugt vitni um djúpstæða trú Alabamabúa á að hvert líf sé dýrmætt og að hvert líf sé heilög gjöf frá guði,“ sagði Ivey ríkisstjóri, sem einnig er repúblikani, eftir að hún staðfesti lögin með undirskrift sinni. Réttindasamtök hafa þegar boðað að þau muni reyna að fá lögin felld fyrir dómstólum. Fylgjendur laganna eru raunar taldir stóla á það þar sem þeir vilji að málið fari alla leið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Þar treysta þeir á að íhaldssamir dómarar, sem mynda meirihluta í dómnum, snúi við dómafordæmi sem hefur verið grundvöllur réttar kvenna til þungunarrofs frá árinu 1974."To the bill's many supporters, this legislation stands as a powerful testament to Alabamians' deeply held belief that every life is precious and that every life is a sacred gift from God,” Gov. Kay Ivey said after signing near-total abortion ban into law. https://t.co/cI0aeREOyu pic.twitter.com/IVHyxZvEJ8— AL.com (@aldotcom) May 15, 2019
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Sjá meira
Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent