„Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. maí 2019 19:45 Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. Sjá einnig: Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Biskup Íslands sendi séra Ólaf Jóhannesson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi sumarið 2017 vegna ásakana um ósæmilega hegðun hans í garð kvenna á kirkjulegum vettvangi og í desember veitti hún honum lausn frá embætti. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar og komst úrskurðar- og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu í nóvember í fyrra að Ólafur hefði framið siðferðisbrot gegn tveimur kvennannaÍ gær bárust svo fregnir af því að nefnd um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem skipuð var vegna málsins, hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun biskups um að veita Ólafi lausn frá embætti hafi ekki verið réttmæt. Ásakanir kvennanna, einar og sér, hafi ekki dugað til að upplýsa málið. Lögmaður Ólafs segir að málinu sé lokið og hann hafi tekið við embætti á ný. Þyrí Halla Steingrímsdóttir var lögmaður kvennanna sem kvörtuðu undan Ólafi. „Það er náttúrlega sú niðurstaða sem mínir umbjóðendur geta alls ekki sætt sig við að hann eigi bara að koma aftur til starfa sem sóknarprestur eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Þyrí. „Þar til bærir aðilar innan kirkjunnar hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi brotið gegn þeim og mér finnst bara alls ekki hægt að líta fram hjá því og mínir umbjóðendur telja það auðvitað alls ekki hægt.“ Með sameiningu prestakalla sem tekur gildi næstu mánaðarmót verður embætti Ólafs þó lagt niður og annar prestur hefur gegnt starfinu síðan hann var sendur í leyfi. Þyrí kveðst vona að biskupi takist að veita Ólafi lausn úr embætti. „Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma og það eru flóknar reglur og mikil vernd sem að umlykur opinbera starfsmenn, sérstaklega þá sem eru með skipað embætti eins og prestar hafa, og það er kannski sú flækja sem málið er búið að vera fast í undanfarna mánuði síðan að þessi niðurstaða áfrýjunarnefndar kom,“ segir Þyrí. Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Sjá meira
Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. Sjá einnig: Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Biskup Íslands sendi séra Ólaf Jóhannesson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi sumarið 2017 vegna ásakana um ósæmilega hegðun hans í garð kvenna á kirkjulegum vettvangi og í desember veitti hún honum lausn frá embætti. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar og komst úrskurðar- og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu í nóvember í fyrra að Ólafur hefði framið siðferðisbrot gegn tveimur kvennannaÍ gær bárust svo fregnir af því að nefnd um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem skipuð var vegna málsins, hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun biskups um að veita Ólafi lausn frá embætti hafi ekki verið réttmæt. Ásakanir kvennanna, einar og sér, hafi ekki dugað til að upplýsa málið. Lögmaður Ólafs segir að málinu sé lokið og hann hafi tekið við embætti á ný. Þyrí Halla Steingrímsdóttir var lögmaður kvennanna sem kvörtuðu undan Ólafi. „Það er náttúrlega sú niðurstaða sem mínir umbjóðendur geta alls ekki sætt sig við að hann eigi bara að koma aftur til starfa sem sóknarprestur eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Þyrí. „Þar til bærir aðilar innan kirkjunnar hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi brotið gegn þeim og mér finnst bara alls ekki hægt að líta fram hjá því og mínir umbjóðendur telja það auðvitað alls ekki hægt.“ Með sameiningu prestakalla sem tekur gildi næstu mánaðarmót verður embætti Ólafs þó lagt niður og annar prestur hefur gegnt starfinu síðan hann var sendur í leyfi. Þyrí kveðst vona að biskupi takist að veita Ólafi lausn úr embætti. „Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma og það eru flóknar reglur og mikil vernd sem að umlykur opinbera starfsmenn, sérstaklega þá sem eru með skipað embætti eins og prestar hafa, og það er kannski sú flækja sem málið er búið að vera fast í undanfarna mánuði síðan að þessi niðurstaða áfrýjunarnefndar kom,“ segir Þyrí.
Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“