„Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. maí 2019 19:45 Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. Sjá einnig: Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Biskup Íslands sendi séra Ólaf Jóhannesson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi sumarið 2017 vegna ásakana um ósæmilega hegðun hans í garð kvenna á kirkjulegum vettvangi og í desember veitti hún honum lausn frá embætti. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar og komst úrskurðar- og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu í nóvember í fyrra að Ólafur hefði framið siðferðisbrot gegn tveimur kvennannaÍ gær bárust svo fregnir af því að nefnd um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem skipuð var vegna málsins, hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun biskups um að veita Ólafi lausn frá embætti hafi ekki verið réttmæt. Ásakanir kvennanna, einar og sér, hafi ekki dugað til að upplýsa málið. Lögmaður Ólafs segir að málinu sé lokið og hann hafi tekið við embætti á ný. Þyrí Halla Steingrímsdóttir var lögmaður kvennanna sem kvörtuðu undan Ólafi. „Það er náttúrlega sú niðurstaða sem mínir umbjóðendur geta alls ekki sætt sig við að hann eigi bara að koma aftur til starfa sem sóknarprestur eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Þyrí. „Þar til bærir aðilar innan kirkjunnar hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi brotið gegn þeim og mér finnst bara alls ekki hægt að líta fram hjá því og mínir umbjóðendur telja það auðvitað alls ekki hægt.“ Með sameiningu prestakalla sem tekur gildi næstu mánaðarmót verður embætti Ólafs þó lagt niður og annar prestur hefur gegnt starfinu síðan hann var sendur í leyfi. Þyrí kveðst vona að biskupi takist að veita Ólafi lausn úr embætti. „Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma og það eru flóknar reglur og mikil vernd sem að umlykur opinbera starfsmenn, sérstaklega þá sem eru með skipað embætti eins og prestar hafa, og það er kannski sú flækja sem málið er búið að vera fast í undanfarna mánuði síðan að þessi niðurstaða áfrýjunarnefndar kom,“ segir Þyrí. Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Það er óásættanleg niðurstaða ef prestur, sem fundinn hefur verið sekur um siðferðisbrot, getur starfað áfram innan kirkjunnar óáreittur. Þetta segir lögmaður kvenna, sem sökuðu sóknarprest um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun í þeirra garð. Sjá einnig: Segir séra Ólaf loksins að finna fyrir afleiðingum gjörða sinna Biskup Íslands sendi séra Ólaf Jóhannesson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi sumarið 2017 vegna ásakana um ósæmilega hegðun hans í garð kvenna á kirkjulegum vettvangi og í desember veitti hún honum lausn frá embætti. Fimm konur kvörtuðu undan honum til kirkjunnar og komst úrskurðar- og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar að þeirri niðurstöðu í nóvember í fyrra að Ólafur hefði framið siðferðisbrot gegn tveimur kvennannaÍ gær bárust svo fregnir af því að nefnd um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem skipuð var vegna málsins, hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun biskups um að veita Ólafi lausn frá embætti hafi ekki verið réttmæt. Ásakanir kvennanna, einar og sér, hafi ekki dugað til að upplýsa málið. Lögmaður Ólafs segir að málinu sé lokið og hann hafi tekið við embætti á ný. Þyrí Halla Steingrímsdóttir var lögmaður kvennanna sem kvörtuðu undan Ólafi. „Það er náttúrlega sú niðurstaða sem mínir umbjóðendur geta alls ekki sætt sig við að hann eigi bara að koma aftur til starfa sem sóknarprestur eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Þyrí. „Þar til bærir aðilar innan kirkjunnar hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi brotið gegn þeim og mér finnst bara alls ekki hægt að líta fram hjá því og mínir umbjóðendur telja það auðvitað alls ekki hægt.“ Með sameiningu prestakalla sem tekur gildi næstu mánaðarmót verður embætti Ólafs þó lagt niður og annar prestur hefur gegnt starfinu síðan hann var sendur í leyfi. Þyrí kveðst vona að biskupi takist að veita Ólafi lausn úr embætti. „Þessi starfsmannalög eru dálítið barn síns tíma og það eru flóknar reglur og mikil vernd sem að umlykur opinbera starfsmenn, sérstaklega þá sem eru með skipað embætti eins og prestar hafa, og það er kannski sú flækja sem málið er búið að vera fast í undanfarna mánuði síðan að þessi niðurstaða áfrýjunarnefndar kom,“ segir Þyrí.
Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira