Segja Netflix sýna íslenskri kvikmynd mikinn áhuga Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2019 13:36 Aðalhluverkin í Eden eru í höndum Telmu Huldar Jóhannesdóttur og Hansel Eagle. Streymisveitan Netflix hefur sýnt nýrri íslenskri mynd mikinn áhuga. Þetta kom fram í spjalli Heimis Karlssonar og Gunnlaugs Helgasonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þeir ræddu við aðstandendur myndarinnar Eden. Myndin var frumsýnd í síðustu viku en hún segir frá parinu Lóu og Ólíver sem á sér stóra drauma en neyðist til að selja eiturlyf á götunni til að framfleyta sér. Um er að ræða klassíska sögu um elskendur á flótta, í ætt við Bonnie og Clyde og True Romance, en handritshöfundur og leikstjóri hennar, Snævar Sölvi Sölvason, sagðist hafa snúið hlutverkunum á hvolf. Hægt er að hlusta á spjall við þá Snævar Sölva og Hansel Eagle, annan af aðalleikurum myndarinnar, í Bítinu hér fyrir neðan.Í hinni hefðbundnu sögu um elskendur á flótta er það oftast karlinn sem er smákrimmi og konan hoppar á vagninn með honum, en í þessari mynd er það konan sem fer fyrir framgangi þeirra í undirheimunum. Er um að ræða spennumynd með afar gamansömu ívafi. Þeir sögðu viðtökurnar hér á landi með ágætum en þeirra maður í Los Angeles hefði þó tjáð þeim að myndin hefði vakið áhuga streymisveiturisans Netflix. Þá hafa aðrar streymisveitur einnig sýnt myndinni mikinn áhuga, sem gæti þýtt að myndin muni ná inn á Bandaríkja- og Kínamarkað. Hægt er að sjá stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Netflix Tengdar fréttir Á flótta með 60 milljónir Parið Lóa og Óliver ákveður að taka málin í sínar hendur þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin. 27. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Streymisveitan Netflix hefur sýnt nýrri íslenskri mynd mikinn áhuga. Þetta kom fram í spjalli Heimis Karlssonar og Gunnlaugs Helgasonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þeir ræddu við aðstandendur myndarinnar Eden. Myndin var frumsýnd í síðustu viku en hún segir frá parinu Lóu og Ólíver sem á sér stóra drauma en neyðist til að selja eiturlyf á götunni til að framfleyta sér. Um er að ræða klassíska sögu um elskendur á flótta, í ætt við Bonnie og Clyde og True Romance, en handritshöfundur og leikstjóri hennar, Snævar Sölvi Sölvason, sagðist hafa snúið hlutverkunum á hvolf. Hægt er að hlusta á spjall við þá Snævar Sölva og Hansel Eagle, annan af aðalleikurum myndarinnar, í Bítinu hér fyrir neðan.Í hinni hefðbundnu sögu um elskendur á flótta er það oftast karlinn sem er smákrimmi og konan hoppar á vagninn með honum, en í þessari mynd er það konan sem fer fyrir framgangi þeirra í undirheimunum. Er um að ræða spennumynd með afar gamansömu ívafi. Þeir sögðu viðtökurnar hér á landi með ágætum en þeirra maður í Los Angeles hefði þó tjáð þeim að myndin hefði vakið áhuga streymisveiturisans Netflix. Þá hafa aðrar streymisveitur einnig sýnt myndinni mikinn áhuga, sem gæti þýtt að myndin muni ná inn á Bandaríkja- og Kínamarkað. Hægt er að sjá stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
Netflix Tengdar fréttir Á flótta með 60 milljónir Parið Lóa og Óliver ákveður að taka málin í sínar hendur þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin. 27. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Á flótta með 60 milljónir Parið Lóa og Óliver ákveður að taka málin í sínar hendur þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin. 27. febrúar 2019 09:00
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein