Claire Denis heiðursgestur RIFF Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2019 12:06 Claire Denis er þekkt frönsk kvikmyndagerðarkona. vísir/getty Franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis verður heiðursgestur RIFF í haust og hlýtur heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni en á meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin undanfarin ár eru Mads Mikkelsen, Susanne Bier og Jim Jarmusch. Denis er margverðlaunuð fyrir kvikmyndagerð sína og hlaut síðast hin virtu SACD verðlaun á Cannes fyrir myndina Un beau soleil intérieur. Þá situr hún í dómnefnd stuttmynd á Cannes-hátíðinni í ár. „Claire Denis er ein þekktasta kvikmyndagerðarkona í heiminum í dag og ein af skærustu stjörnum franskrar kvikmyndagerðar. Hún er einna þekktust fyrir kvikmynd sína Beau Travail sem talin er ein besta kvikmynd tíunda áratugarins. Síðasta mynd hennar High Life kom út í fyrra og skartaði þar stjörnum á borð við Robert Pattinson og Juliette Binoche; fékk hún ljómandi viðtökur um allan heim,“ segir í tilkynningu RIFF þar sem jafnframt er haft eftir Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda hátíðarinnar, að það sé mikill heiður að taka á móti Denis og kynna hana fyrir íslenskum áhorfendum og bransafólki. „Denis er þekkt fyrir áhugaverð sjónarhorn þar sem jaðarhópar og mismunandi menningarheimar fá vægi og rödd sína heyrða. Sjónheimurinn í myndum hennar er afar sterkur; samspil lita, hljóða, sjónarhorna og forma leika meðal annars lykilhlutverk í myndum hennar. Sögur hennar varpa ljósi á hið mannlega en hún er einstaklega næmur sagnasmiður og eru fáir með tærnar þar sem hún er með hælana. Líf hennar og bakgrunnur móta þar sérstaklega drifkraft sagna hennar en hún var alin upp í Afríku til fjórtán ára aldurs. Fyrsta mynd hennar Chocolat bar þess svo sannarlega merki en þar fjallar hún um áhrif nýlendustefnunnar á líf fólks í Vestur - Afríku árið 1950. Þar er aðalsöguhetjan einmitt ung, frönsk stúlka en hennar sjónarhorn skírskotar til líf Claire sjálfrar á yngri árum. Fyrir þá mynd hlaut hún tilnefningu til Gull pálmans á Cannes auk César verðlaunanna sem eru ein virtustu verðlaun Frakklands,“ segir í tilkynningu. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis verður heiðursgestur RIFF í haust og hlýtur heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni en á meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin undanfarin ár eru Mads Mikkelsen, Susanne Bier og Jim Jarmusch. Denis er margverðlaunuð fyrir kvikmyndagerð sína og hlaut síðast hin virtu SACD verðlaun á Cannes fyrir myndina Un beau soleil intérieur. Þá situr hún í dómnefnd stuttmynd á Cannes-hátíðinni í ár. „Claire Denis er ein þekktasta kvikmyndagerðarkona í heiminum í dag og ein af skærustu stjörnum franskrar kvikmyndagerðar. Hún er einna þekktust fyrir kvikmynd sína Beau Travail sem talin er ein besta kvikmynd tíunda áratugarins. Síðasta mynd hennar High Life kom út í fyrra og skartaði þar stjörnum á borð við Robert Pattinson og Juliette Binoche; fékk hún ljómandi viðtökur um allan heim,“ segir í tilkynningu RIFF þar sem jafnframt er haft eftir Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda hátíðarinnar, að það sé mikill heiður að taka á móti Denis og kynna hana fyrir íslenskum áhorfendum og bransafólki. „Denis er þekkt fyrir áhugaverð sjónarhorn þar sem jaðarhópar og mismunandi menningarheimar fá vægi og rödd sína heyrða. Sjónheimurinn í myndum hennar er afar sterkur; samspil lita, hljóða, sjónarhorna og forma leika meðal annars lykilhlutverk í myndum hennar. Sögur hennar varpa ljósi á hið mannlega en hún er einstaklega næmur sagnasmiður og eru fáir með tærnar þar sem hún er með hælana. Líf hennar og bakgrunnur móta þar sérstaklega drifkraft sagna hennar en hún var alin upp í Afríku til fjórtán ára aldurs. Fyrsta mynd hennar Chocolat bar þess svo sannarlega merki en þar fjallar hún um áhrif nýlendustefnunnar á líf fólks í Vestur - Afríku árið 1950. Þar er aðalsöguhetjan einmitt ung, frönsk stúlka en hennar sjónarhorn skírskotar til líf Claire sjálfrar á yngri árum. Fyrir þá mynd hlaut hún tilnefningu til Gull pálmans á Cannes auk César verðlaunanna sem eru ein virtustu verðlaun Frakklands,“ segir í tilkynningu.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira