Gunnar Magnússon þjálfari Hauka var svekktur með tap sinna manna og sagði að sóknarleikurinn hafi ekki verið nógu góður í kvöld.
„Við skorum 22 mörk í dag og það svona gerir gæfumuninn í dag. Fáum á okkur 27 mörk og varnarlega er ég nokkuð sáttur en við skorum ekki nóg og ég verð að hrósa Sölva, hann var frábær fyrir þá,” sagði Gunnar.
Haukar náðu þó yfirhöndinni um miðbik seinni hálfleiks en síðan fóru þeir að hiksta. Gunni sagði að það hefði verið vegna slæmrar færanýtingar.
„Það var bara það sama sem gerðist þá. Mjög oft í færum voru við ekki að klára nógu vel og við þurfum að gera betur þar. Þegar við vorum komnir inn í leikinn þá vorum við að klikka á dauðafærunum og það var það sem munaði í kvöld.”
Gunni sagði að lokum að þeir þyrftu að laga margt fyrir næsta leik en þó aðallega sóknarleikinn.
„Við þurfum að safna kröftum og vera klárir í Selfoss en fyrst og fremst þurfum við að skora meira en 22 mörk. Það segir sig sjálft,” sagði Gunnar Magnússon að lokum.
Gunni Magg: Þurfum fyrst og fremst að skora meira en 22 mörk
Guðlaugur Valgeirsson skrifar

Mest lesið

Kári reynir að hjálpa HK upp um deild
Íslenski boltinn

Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield
Enski boltinn

„Þeir standa fyrir eitthvað annað“
Fótbolti

Áhorfendum vísað út af Anfield
Enski boltinn

„Báðir endar vallarins mættu vera betri“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegra þegar vel gengur“
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana
Íslenski boltinn

