Séra Ólafur hunsar óskir biskups og snýr aftur til starfa Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2019 17:31 Sr. Ólafur var leystur úr embætti tímabundið í byrjun desember. Sú brottvísun var metin ólögmæt en þó er ljóst að Ólafur gerðist sekur um siðabrot gagnvart tveimur konum. Fréttablaðið/Eyþór Séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju hyggst ekki verða við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til starfa út mánuðinn, eða þangað til embætti hans verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. Þá á eftir að ákveða hvernig biskup muni bregðast við siðabrotum Ólafs gegn tveimur konum og einnig ákvörðun nefndar um að brottvísun Ólafs úr embætti vegna málsins hafi verið ólögmæt.„Það er, eins og maður segir, agabrot“ Kristján Björnsson settur biskup Íslands segir í samtali við Vísi að biskup hafi óskað eftir því að Ólafur kæmi ekki til starfa út maímánuð, og þá einkum vegna þess að settur hafi verið prestur í embætti sóknarprests Grensáskirkju í hans stað. Séra María Ágústsdóttir hefur gegnt embættinu undanfarna mánuði og mun hún gegna því áfram þangað til það verður lagt niður með sameiningu Grensásprestakalls og Bústaðaprestakalls um mánaðamótin. Lögmaður Ólafs hafi hins vegar sent biskupi bréf um að Ólafur hyggist ekki virða ósk biskups um að snúa ekki aftur. „Það er, eins og maður segir, agabrot,“ segir Kristján. „Hann er þá að ákveða það meðvitað að verða ekki við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til baka í þennan hálfa mánuð sem eftir er af tímabili hans sem sóknarprestur.“ Embætti sóknarprests Grensáskirkju verður lagt niður með sameiningu prestakallanna. Eftir 1. júní næstkomandi verður Ólafur því ekki lengur prestur í þjóðkirkjunni og þarf hann því að sækja um stöðu prests í kallinu, vilji hann starfa sem slíkur, að sögn Kristjáns. Þrír prestar munu starfa við nýtt Fossvogsprestakall, sóknarprestur séra Pálmi Matthíasson, og tveir prestar. Stöður þeirra verða auglýstar til umsóknar. Hefur fengið tiltal Þá ítrekar Kristján að siðabrot Ólafs gagnvart tveimur konum séu staðfest, bæði í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og úrskurðar- og áfrýjunarnefndum þjóðkirkjunnar. Biskup eigi þannig bæði eftir að bregðast við siðabrotum Ólafs og því áliti nefndarinnar að tímabundin brottvísun Ólafs hafi verið ólögmæt. Inntur eftir því hvort Ólafur muni koma til greina sem prestur í nýju prestakalli segir Kristján að kjörnefndir velji prestana úr hópi umsækjenda. „Það tengist framtíðarþjónustu hans að hann hefur einu sinni fengið tiltal og það er oft undanfari áminningar og það er óafgreitt hvaða afleiðingar það hefur að hann hefur brotið siðferðilega gegn tveimur konum.“ Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Séra Ólafur Jóhannsson sóknarprestur í Grensáskirkju hyggst ekki verða við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til starfa út mánuðinn, eða þangað til embætti hans verður lagt niður með sameiningu prestakalla í Fossvogi. Þá á eftir að ákveða hvernig biskup muni bregðast við siðabrotum Ólafs gegn tveimur konum og einnig ákvörðun nefndar um að brottvísun Ólafs úr embætti vegna málsins hafi verið ólögmæt.„Það er, eins og maður segir, agabrot“ Kristján Björnsson settur biskup Íslands segir í samtali við Vísi að biskup hafi óskað eftir því að Ólafur kæmi ekki til starfa út maímánuð, og þá einkum vegna þess að settur hafi verið prestur í embætti sóknarprests Grensáskirkju í hans stað. Séra María Ágústsdóttir hefur gegnt embættinu undanfarna mánuði og mun hún gegna því áfram þangað til það verður lagt niður með sameiningu Grensásprestakalls og Bústaðaprestakalls um mánaðamótin. Lögmaður Ólafs hafi hins vegar sent biskupi bréf um að Ólafur hyggist ekki virða ósk biskups um að snúa ekki aftur. „Það er, eins og maður segir, agabrot,“ segir Kristján. „Hann er þá að ákveða það meðvitað að verða ekki við ósk biskups Íslands um að snúa ekki til baka í þennan hálfa mánuð sem eftir er af tímabili hans sem sóknarprestur.“ Embætti sóknarprests Grensáskirkju verður lagt niður með sameiningu prestakallanna. Eftir 1. júní næstkomandi verður Ólafur því ekki lengur prestur í þjóðkirkjunni og þarf hann því að sækja um stöðu prests í kallinu, vilji hann starfa sem slíkur, að sögn Kristjáns. Þrír prestar munu starfa við nýtt Fossvogsprestakall, sóknarprestur séra Pálmi Matthíasson, og tveir prestar. Stöður þeirra verða auglýstar til umsóknar. Hefur fengið tiltal Þá ítrekar Kristján að siðabrot Ólafs gagnvart tveimur konum séu staðfest, bæði í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og úrskurðar- og áfrýjunarnefndum þjóðkirkjunnar. Biskup eigi þannig bæði eftir að bregðast við siðabrotum Ólafs og því áliti nefndarinnar að tímabundin brottvísun Ólafs hafi verið ólögmæt. Inntur eftir því hvort Ólafur muni koma til greina sem prestur í nýju prestakalli segir Kristján að kjörnefndir velji prestana úr hópi umsækjenda. „Það tengist framtíðarþjónustu hans að hann hefur einu sinni fengið tiltal og það er oft undanfari áminningar og það er óafgreitt hvaða afleiðingar það hefur að hann hefur brotið siðferðilega gegn tveimur konum.“
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00 Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04 Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Segja mikilvægast að stöðva prestinn Konurnar fimm, sem kærðu sr. Ólaf Jóhannsson til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar vegna áreitni í sinn garð, segja veturinn hafa verið erfiðan. Því hafi það verið áfall að sögunum öllum hafi ekki verið trúað. 29. mars 2018 09:00
Biskupi var ekki heimilt að víkja séra Ólafi úr embætti Ákvörðun biskups Íslands um að veita séra Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, lausn frá embætti um stundarsakir var ekki réttmæt. Þetta kemur fram í áliti nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem skipuð var vegna málsins. 14. maí 2019 13:04
Séra Ólafur nýtur ekki lengur óskerts trausts Sr. Ólafur Jóhannesson braut gegn konum á kirkjulegum vettvangi. Áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar hefur komist að þessari niðurstöðu. Biskup ætlar að kanna stöðu gerandans. Sleikti kinnar kvenna og gaf fótanudd án samþykkis. 24. nóvember 2018 08:00