Nýr kærasti Noregsprinsessu vék sér fimlega undan aðgangshörðum spurningum á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2019 16:14 Durek Verrett, Sölvi Tryggvason og Brynjar Örn Ellertsson á pallborðsumræðum árið 2016. Vísir Brynjar Örn Ellertsson, lífefnafræðingur og félagi í Vantrú, hefur ekki mikið álit á nýjum kærustu norsku prinsessunnar. Märtha Louise birti mynd af sér og kærasta sínum, Durek Verrett, á Instagram um liðna helgi. Sagðist Louise vera yfir sig ástfangin og alveg sama hvað öðrum finnst um það. Durek þessi heimsótti Ísland árið 2016 í boði Tveggja heima þar sem hann tók þátt í pallborðsumræðum. Brynjar Örn var fulltrúi Vantrúar í þeim pallborðsumræðum en Durek sagðist njóta aðstoðar ýmiskonar anda annarra heima við að laga vandamál fólks. „Ég veit fyrir víst að hann var að hringa í krabbameinssjúka eiginkonu vinar míns og bjóðast til að taka hana í skoðun fyrir 50 þúsund krónur,“ segir Brynjar um Durek. „Hann var að reyna að heila fatlaða stelpu sem var á þessum fundi. Sagðist geta læknað hana,“ sagði Brynjar.Hægt er að sjá brot úr þessum pallborðsumræðum í meðfylgjandi myndbandi.Brynjar segist hafa gagnrýnt Durek því hann sagðist geta læknað sjúkdóma. Brynjar reyndi að fá út úr Durek hvernig hann færi að því að lækna fólk en Brynjar segir Durek hafa vikið sér fimlega undan flestum spurningunum. „Hann er undarlegur maður. Kristilegur Shaman, sem talar við engla,“ segir Brynjar. Lengi vel var að finna á heimasíðu Durek að hann hefði erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni og gæti þannig talað við góða og illa anda. Í dag virðist Durek hafa hreinsað netslóð sína nokkuð vandlega að sögn Brynjars og margar greinar og myndbönd horfin sem áður voru aðgengileg. Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Brynjar Örn Ellertsson, lífefnafræðingur og félagi í Vantrú, hefur ekki mikið álit á nýjum kærustu norsku prinsessunnar. Märtha Louise birti mynd af sér og kærasta sínum, Durek Verrett, á Instagram um liðna helgi. Sagðist Louise vera yfir sig ástfangin og alveg sama hvað öðrum finnst um það. Durek þessi heimsótti Ísland árið 2016 í boði Tveggja heima þar sem hann tók þátt í pallborðsumræðum. Brynjar Örn var fulltrúi Vantrúar í þeim pallborðsumræðum en Durek sagðist njóta aðstoðar ýmiskonar anda annarra heima við að laga vandamál fólks. „Ég veit fyrir víst að hann var að hringa í krabbameinssjúka eiginkonu vinar míns og bjóðast til að taka hana í skoðun fyrir 50 þúsund krónur,“ segir Brynjar um Durek. „Hann var að reyna að heila fatlaða stelpu sem var á þessum fundi. Sagðist geta læknað hana,“ sagði Brynjar.Hægt er að sjá brot úr þessum pallborðsumræðum í meðfylgjandi myndbandi.Brynjar segist hafa gagnrýnt Durek því hann sagðist geta læknað sjúkdóma. Brynjar reyndi að fá út úr Durek hvernig hann færi að því að lækna fólk en Brynjar segir Durek hafa vikið sér fimlega undan flestum spurningunum. „Hann er undarlegur maður. Kristilegur Shaman, sem talar við engla,“ segir Brynjar. Lengi vel var að finna á heimasíðu Durek að hann hefði erft töfralækningahæfileika sína frá ömmu sinni og gæti þannig talað við góða og illa anda. Í dag virðist Durek hafa hreinsað netslóð sína nokkuð vandlega að sögn Brynjars og margar greinar og myndbönd horfin sem áður voru aðgengileg.
Kóngafólk Noregur Tengdar fréttir Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00 Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49 Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Sjá meira
Læknar með hjálp andanna Seiðskrattinn Shaman Durek kom til Íslands til að hjálpa fólki í veikindum. 26. febrúar 2016 14:00
Noregsprinsessa kynnir nýjan kærasta og lætur gagnrýnendur heyra það Ég vel mér ekki mann til að þóknast ykkur eða þeim veruleika sem þið sjáið fyrir ykkur, skrifar prinsessan. 13. maí 2019 13:49