Grípa verður til aðgerða vegna metfjölda flóttamanna Heimsljós kynnir 13. maí 2019 09:15 © UNHCR/Roger Arnold Filippo Grandi flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna brýndi fyrir öryggisráðinu í síðustu viku að grípa til aðgerða vegna metfjölda vegalausra einstaklinga. Hann minnti þjóðarleiðtoga á að þeir gegni lykilhlutverki í því að bregðast við neyðarástandinu sem ríkir vegna flótta- og farandfólks, nú þegar hatursorðræða gegn því færist sífellt í aukana. „Að mínu mati er ekki rétt að tala um þetta sem neyðarástand á heimsvísu sem ekki er hægt að takast á við,“ sagði hann. „Með pólitískum vilja, og þið hér eruð ein öflugasta birtingarmynd hans, og með því að bregðast við í auknum mæli eins og kveðið er á um í alþjóðasamningi um flóttafólk sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í desember, er mögulegt og nauðsynlegt að bregðast við þessu neyðarástandi. Þar eruð þið í öryggisráðinu í lykilhlutverki.“ Rúmlega 68,5 milljónir einstaklinga um allan heim hafa neyðst til að flýja heimili sín. Þar á meðal eru um 25,4 milljónir flóttamanna og meira en helmingur þeirra er yngri en 18 ára. Mikill meirihluti flóttafólks dvelur í þróunarríkjum. „85 prósent af flóttafólki í heiminum er í fátækum löndum eða meðaltekjulöndum. Það er þar sem neyðarástandið ríkir“. Flóttamannastjóri SÞ hvatti meðal annars öryggisráðið til að vinna saman að því að takast á við ófrið og skort á öryggi, sem er undirliggjandi orsök neyðarástandsins.„Af næstum því 70 miljónum einstaklinga sem eru vegalausir eða flóttafólk eru flestir að flýja vopnuð átök,“ benti hann á. „Ef komið væri í veg fyrir slík átök, eða leyst úr þeim, myndi það draga að miklu leyti úr fjölda flóttafólks. Engu að síður virðist friðargæsla unnin með ómarkvissum hætti sem nægir ekki til að byggja upp frið.“ Fulltrúar öryggisráðsins tóku undir áhyggjur Grandi varðandi mikinn fjölda vegalausra einstaklinga og ítrekuðu ákvörðun sína um að styðja við þau samfélög sem það hefur áhrif á. Þeir áttuðu sig á tengslum átaka og fólksflutninga og hversu mikilvægt það væri að vinna markvisst að því að vinna úr grundvallarorsökum átaka. Fulltrúar fjölda aðildarríkja lýstu yfir von um að alþjóðasamningurinn um flóttafólk myndi hvetja til aukinnar alþjóðlegrar samvinnu til að bregðast við landflótta og stuðla að þátttöku nýrra aðila úr þróunar- og einkageiranum. Margir tóku einnig undir orð Grandi um rétt flóttafólks til að snúa aftur til síns heimalands sjálfviljugt, upplýst og með mannlegri reisn. Lengri grein upp úr ræðu flóttamannastjóra Sameinuðu þjóðanna er að finna á íslensku á vef Flóttamannastofnunar SÞ, UNHCR. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent
Filippo Grandi flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna brýndi fyrir öryggisráðinu í síðustu viku að grípa til aðgerða vegna metfjölda vegalausra einstaklinga. Hann minnti þjóðarleiðtoga á að þeir gegni lykilhlutverki í því að bregðast við neyðarástandinu sem ríkir vegna flótta- og farandfólks, nú þegar hatursorðræða gegn því færist sífellt í aukana. „Að mínu mati er ekki rétt að tala um þetta sem neyðarástand á heimsvísu sem ekki er hægt að takast á við,“ sagði hann. „Með pólitískum vilja, og þið hér eruð ein öflugasta birtingarmynd hans, og með því að bregðast við í auknum mæli eins og kveðið er á um í alþjóðasamningi um flóttafólk sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í desember, er mögulegt og nauðsynlegt að bregðast við þessu neyðarástandi. Þar eruð þið í öryggisráðinu í lykilhlutverki.“ Rúmlega 68,5 milljónir einstaklinga um allan heim hafa neyðst til að flýja heimili sín. Þar á meðal eru um 25,4 milljónir flóttamanna og meira en helmingur þeirra er yngri en 18 ára. Mikill meirihluti flóttafólks dvelur í þróunarríkjum. „85 prósent af flóttafólki í heiminum er í fátækum löndum eða meðaltekjulöndum. Það er þar sem neyðarástandið ríkir“. Flóttamannastjóri SÞ hvatti meðal annars öryggisráðið til að vinna saman að því að takast á við ófrið og skort á öryggi, sem er undirliggjandi orsök neyðarástandsins.„Af næstum því 70 miljónum einstaklinga sem eru vegalausir eða flóttafólk eru flestir að flýja vopnuð átök,“ benti hann á. „Ef komið væri í veg fyrir slík átök, eða leyst úr þeim, myndi það draga að miklu leyti úr fjölda flóttafólks. Engu að síður virðist friðargæsla unnin með ómarkvissum hætti sem nægir ekki til að byggja upp frið.“ Fulltrúar öryggisráðsins tóku undir áhyggjur Grandi varðandi mikinn fjölda vegalausra einstaklinga og ítrekuðu ákvörðun sína um að styðja við þau samfélög sem það hefur áhrif á. Þeir áttuðu sig á tengslum átaka og fólksflutninga og hversu mikilvægt það væri að vinna markvisst að því að vinna úr grundvallarorsökum átaka. Fulltrúar fjölda aðildarríkja lýstu yfir von um að alþjóðasamningurinn um flóttafólk myndi hvetja til aukinnar alþjóðlegrar samvinnu til að bregðast við landflótta og stuðla að þátttöku nýrra aðila úr þróunar- og einkageiranum. Margir tóku einnig undir orð Grandi um rétt flóttafólks til að snúa aftur til síns heimalands sjálfviljugt, upplýst og með mannlegri reisn. Lengri grein upp úr ræðu flóttamannastjóra Sameinuðu þjóðanna er að finna á íslensku á vef Flóttamannastofnunar SÞ, UNHCR. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent