Fyrrverandi Fugees rappari ákærður fyrir 2,6 milljarða króna fjársvik Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 12. maí 2019 09:59 Rapparinn og leikarinn Pras. getty/Vincent Sandoval Prakazrel „Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. Frá þesu þessu er greint á vef Deadline. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti á föstudag að ákæran væri í fjórum liðum og fælist hún í því að Michel, ásamt malasíska viðskiptamanninum Low Taek Jho, einnig þekktur sem Jho Low, hafi skipulagt að söfnun og dreifingu fjármuna, sem þeir leyndu, sem notaðir voru til að styrkja ónefnt forsetaframboð í Bandaríkjunum árið 2012. Í ákærunni kom fram að Michel og Low hafi báðir verið ákærðir fyrir að hafa skipulagt að svíkja fé af Bandaríska ríkinu, að hafa gefið kosningaherferð erlenda fjármuni sem þeir leyndu. Michel hefur einnig verið ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um að leyna staðreyndum um fjármunina og tveir ákæruliðir um skjalafals í tengslum við samsærið. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir Low hafa millifært 2,6 milljarða íslenskra króna á reikninga Michel í þeim tilgangi að veita peningunum í forsetaframboð í Bandaríkjunum undir því yfirskini að fjárveitingarnar væru löglegar. Samkvæmt lögum Bandaríkjanna mega erlendir ríkisborgarar ekki styrkja frambjóðendur í kosningabaráttu sinni. Í ákærunni kemur fram að Michel eigi að hafa dreift 106 milljónum króna á milli 20 annarra einstaklinga sem áttu svo að gefa peninganna til forsetaframboðsins óþekkta. Saksóknarar segja Michel einnig hafa gefið um 120 milljónir króna til samtaka sem hjálpuðu til við framboð óþekkta frambjóðandans árið 2012. Michel mætti fyrir dóm í Washington D.C. á föstudag og hélt þar fram sakleysi sínu. Barry Pollack, lögmaður Michel, sagði í viðtali við The Associated Press að „hr. Michel er saklaus og hlakkar til að kviðdómur heyri framsögu á málinu.“ Low, sem er útlagi frá Malasíu, hefur áður verið ákærður fyrir fjárþvott og er málinu ekki enn lokið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira
Prakazrel „Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. Frá þesu þessu er greint á vef Deadline. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti á föstudag að ákæran væri í fjórum liðum og fælist hún í því að Michel, ásamt malasíska viðskiptamanninum Low Taek Jho, einnig þekktur sem Jho Low, hafi skipulagt að söfnun og dreifingu fjármuna, sem þeir leyndu, sem notaðir voru til að styrkja ónefnt forsetaframboð í Bandaríkjunum árið 2012. Í ákærunni kom fram að Michel og Low hafi báðir verið ákærðir fyrir að hafa skipulagt að svíkja fé af Bandaríska ríkinu, að hafa gefið kosningaherferð erlenda fjármuni sem þeir leyndu. Michel hefur einnig verið ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um að leyna staðreyndum um fjármunina og tveir ákæruliðir um skjalafals í tengslum við samsærið. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir Low hafa millifært 2,6 milljarða íslenskra króna á reikninga Michel í þeim tilgangi að veita peningunum í forsetaframboð í Bandaríkjunum undir því yfirskini að fjárveitingarnar væru löglegar. Samkvæmt lögum Bandaríkjanna mega erlendir ríkisborgarar ekki styrkja frambjóðendur í kosningabaráttu sinni. Í ákærunni kemur fram að Michel eigi að hafa dreift 106 milljónum króna á milli 20 annarra einstaklinga sem áttu svo að gefa peninganna til forsetaframboðsins óþekkta. Saksóknarar segja Michel einnig hafa gefið um 120 milljónir króna til samtaka sem hjálpuðu til við framboð óþekkta frambjóðandans árið 2012. Michel mætti fyrir dóm í Washington D.C. á föstudag og hélt þar fram sakleysi sínu. Barry Pollack, lögmaður Michel, sagði í viðtali við The Associated Press að „hr. Michel er saklaus og hlakkar til að kviðdómur heyri framsögu á málinu.“ Low, sem er útlagi frá Malasíu, hefur áður verið ákærður fyrir fjárþvott og er málinu ekki enn lokið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira