Fyrrverandi Fugees rappari ákærður fyrir 2,6 milljarða króna fjársvik Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 12. maí 2019 09:59 Rapparinn og leikarinn Pras. getty/Vincent Sandoval Prakazrel „Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. Frá þesu þessu er greint á vef Deadline. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti á föstudag að ákæran væri í fjórum liðum og fælist hún í því að Michel, ásamt malasíska viðskiptamanninum Low Taek Jho, einnig þekktur sem Jho Low, hafi skipulagt að söfnun og dreifingu fjármuna, sem þeir leyndu, sem notaðir voru til að styrkja ónefnt forsetaframboð í Bandaríkjunum árið 2012. Í ákærunni kom fram að Michel og Low hafi báðir verið ákærðir fyrir að hafa skipulagt að svíkja fé af Bandaríska ríkinu, að hafa gefið kosningaherferð erlenda fjármuni sem þeir leyndu. Michel hefur einnig verið ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um að leyna staðreyndum um fjármunina og tveir ákæruliðir um skjalafals í tengslum við samsærið. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir Low hafa millifært 2,6 milljarða íslenskra króna á reikninga Michel í þeim tilgangi að veita peningunum í forsetaframboð í Bandaríkjunum undir því yfirskini að fjárveitingarnar væru löglegar. Samkvæmt lögum Bandaríkjanna mega erlendir ríkisborgarar ekki styrkja frambjóðendur í kosningabaráttu sinni. Í ákærunni kemur fram að Michel eigi að hafa dreift 106 milljónum króna á milli 20 annarra einstaklinga sem áttu svo að gefa peninganna til forsetaframboðsins óþekkta. Saksóknarar segja Michel einnig hafa gefið um 120 milljónir króna til samtaka sem hjálpuðu til við framboð óþekkta frambjóðandans árið 2012. Michel mætti fyrir dóm í Washington D.C. á föstudag og hélt þar fram sakleysi sínu. Barry Pollack, lögmaður Michel, sagði í viðtali við The Associated Press að „hr. Michel er saklaus og hlakkar til að kviðdómur heyri framsögu á málinu.“ Low, sem er útlagi frá Malasíu, hefur áður verið ákærður fyrir fjárþvott og er málinu ekki enn lokið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Prakazrel „Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli. Frá þesu þessu er greint á vef Deadline. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti á föstudag að ákæran væri í fjórum liðum og fælist hún í því að Michel, ásamt malasíska viðskiptamanninum Low Taek Jho, einnig þekktur sem Jho Low, hafi skipulagt að söfnun og dreifingu fjármuna, sem þeir leyndu, sem notaðir voru til að styrkja ónefnt forsetaframboð í Bandaríkjunum árið 2012. Í ákærunni kom fram að Michel og Low hafi báðir verið ákærðir fyrir að hafa skipulagt að svíkja fé af Bandaríska ríkinu, að hafa gefið kosningaherferð erlenda fjármuni sem þeir leyndu. Michel hefur einnig verið ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin um að leyna staðreyndum um fjármunina og tveir ákæruliðir um skjalafals í tengslum við samsærið. Alríkislögregla Bandaríkjanna segir Low hafa millifært 2,6 milljarða íslenskra króna á reikninga Michel í þeim tilgangi að veita peningunum í forsetaframboð í Bandaríkjunum undir því yfirskini að fjárveitingarnar væru löglegar. Samkvæmt lögum Bandaríkjanna mega erlendir ríkisborgarar ekki styrkja frambjóðendur í kosningabaráttu sinni. Í ákærunni kemur fram að Michel eigi að hafa dreift 106 milljónum króna á milli 20 annarra einstaklinga sem áttu svo að gefa peninganna til forsetaframboðsins óþekkta. Saksóknarar segja Michel einnig hafa gefið um 120 milljónir króna til samtaka sem hjálpuðu til við framboð óþekkta frambjóðandans árið 2012. Michel mætti fyrir dóm í Washington D.C. á föstudag og hélt þar fram sakleysi sínu. Barry Pollack, lögmaður Michel, sagði í viðtali við The Associated Press að „hr. Michel er saklaus og hlakkar til að kviðdómur heyri framsögu á málinu.“ Low, sem er útlagi frá Malasíu, hefur áður verið ákærður fyrir fjárþvott og er málinu ekki enn lokið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira