Kuldinn bítur ekki á brimbrettakappa við Íslandsstrendur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. maí 2019 10:30 Sé búnaðurinn réttur og félagsskapurinn góður er ekki jafn kalt og ætla mætti að stunda brimbrettaiðkun við Íslandsstrendur. Við fylgdumst með nokkrum brimbrettaköppum stíga sín fyrstu skref í öldunum. Það var ekki mjög sumarlegt á nyrsta enda Tröllaskaga þegar fréttamaður hitti nokkra brimbrettakappa sem voru þar við æfingar. Sjórinn var kaldur, kalt í lofti og það örlaði á snjókomu en það stoppaði ekki brimbrettakappana. Áður en að haldið var út í sjóinn lagði brimbrettakappinn Ingó Ólsen línurnar, kynntu undirstöðuatriðin og hvernig mætti koma í veg fyrir að kuldinn myndi bíta. „Það er búið að komast að því að það er hægt gera þetta á kaldari stöðum. Það er búið að þróa búnaðinn í gegnum árin þannig að þetta er auðveldara. Þetta þarf ekkert að vera kalt ef maður hefur bara réttu rútínuna og búnað,“ segir Ingó.Spáð í öldurnar.Vísir/Tryggvi PállVíða á Íslandi eru góðir staðir til brimbrettaiðkunar en mikilvægt er að sækja sér leiðsögn áður en hoppað er út í öldurnar. „Síðan snýst þetta bara um að eyða tíma í sjónum. Klárlega er gott að fá leiðsögn til að byrja með, kynnast búnaðinum, brettunum og hvað maður þarf að hafa í huga. Síðan þarf maður bara að vera duglegur að fara og djöflast,“ segir Ingó.Er þetta hættulegt?„Þetta þarf ekki að vera hættulegt en þetta getur klárlega verið hættulegt. ísland er ekki mjög byrjendavænn staður en það geta verið mjög fínir dagar. Maður þarf bara að velja þá rétt eins og við gerðum hér í dag.“Ingólfur, til hægri, var brimbrettaköppunum innan handar.Vísir/Tryggvi Páll.Og þau sem mættu voru hæstánægð. „Þetta er geðveikt, algjörlega geðveikt. Ég er að gera þetta í fyrsta skipti og þetta er algjörlega truflað,“ segir Halldór Ingvason.Er þetta ekkert kalt?„Nei, ekki vitund.“ „Maður finnur að í hvert skipti verður þetta meir og meira gaman. Maður lærir meira og meira,“ segir Jónas Stefánsson.Það er æfingin sem skapar meistarann? „Algjörlega, það er bara svoleiðis.“ Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Tengdar fréttir Sjórinn er leikvöllur Skjótt var brugðist við á sunnudaginn þegar tilkynnt var um mann í sjónum við Seltjarnarnes. Útkallið var þó dregið til baka þegar í ljós kom að á ferðinni var brimbrettakappinn Steinarr Lár. 12. mars 2019 07:45 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Sé búnaðurinn réttur og félagsskapurinn góður er ekki jafn kalt og ætla mætti að stunda brimbrettaiðkun við Íslandsstrendur. Við fylgdumst með nokkrum brimbrettaköppum stíga sín fyrstu skref í öldunum. Það var ekki mjög sumarlegt á nyrsta enda Tröllaskaga þegar fréttamaður hitti nokkra brimbrettakappa sem voru þar við æfingar. Sjórinn var kaldur, kalt í lofti og það örlaði á snjókomu en það stoppaði ekki brimbrettakappana. Áður en að haldið var út í sjóinn lagði brimbrettakappinn Ingó Ólsen línurnar, kynntu undirstöðuatriðin og hvernig mætti koma í veg fyrir að kuldinn myndi bíta. „Það er búið að komast að því að það er hægt gera þetta á kaldari stöðum. Það er búið að þróa búnaðinn í gegnum árin þannig að þetta er auðveldara. Þetta þarf ekkert að vera kalt ef maður hefur bara réttu rútínuna og búnað,“ segir Ingó.Spáð í öldurnar.Vísir/Tryggvi PállVíða á Íslandi eru góðir staðir til brimbrettaiðkunar en mikilvægt er að sækja sér leiðsögn áður en hoppað er út í öldurnar. „Síðan snýst þetta bara um að eyða tíma í sjónum. Klárlega er gott að fá leiðsögn til að byrja með, kynnast búnaðinum, brettunum og hvað maður þarf að hafa í huga. Síðan þarf maður bara að vera duglegur að fara og djöflast,“ segir Ingó.Er þetta hættulegt?„Þetta þarf ekki að vera hættulegt en þetta getur klárlega verið hættulegt. ísland er ekki mjög byrjendavænn staður en það geta verið mjög fínir dagar. Maður þarf bara að velja þá rétt eins og við gerðum hér í dag.“Ingólfur, til hægri, var brimbrettaköppunum innan handar.Vísir/Tryggvi Páll.Og þau sem mættu voru hæstánægð. „Þetta er geðveikt, algjörlega geðveikt. Ég er að gera þetta í fyrsta skipti og þetta er algjörlega truflað,“ segir Halldór Ingvason.Er þetta ekkert kalt?„Nei, ekki vitund.“ „Maður finnur að í hvert skipti verður þetta meir og meira gaman. Maður lærir meira og meira,“ segir Jónas Stefánsson.Það er æfingin sem skapar meistarann? „Algjörlega, það er bara svoleiðis.“
Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Tengdar fréttir Sjórinn er leikvöllur Skjótt var brugðist við á sunnudaginn þegar tilkynnt var um mann í sjónum við Seltjarnarnes. Útkallið var þó dregið til baka þegar í ljós kom að á ferðinni var brimbrettakappinn Steinarr Lár. 12. mars 2019 07:45 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Sjórinn er leikvöllur Skjótt var brugðist við á sunnudaginn þegar tilkynnt var um mann í sjónum við Seltjarnarnes. Útkallið var þó dregið til baka þegar í ljós kom að á ferðinni var brimbrettakappinn Steinarr Lár. 12. mars 2019 07:45
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent