Fjölmiðlafrumvarpið stendur í Sjálfstæðisflokknum Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2019 15:18 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. Frumvarp hennar um fjölmiðla stendur í nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur haft áform uppi um að mæla fyrir frumvarpi um fjölmiðla en afar ólíklegt er að frumvarpið verði að lögum á vorþinginu. Atriði í frumvarpinu eru seig undir tönn og erfiður biti fyrir nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins að kyngja. Fjölmiðlafrumvarpið er stjórnarmál og hefur ríkisstjórnin samþykkt það fyrir sína parta. Þaðan er svo málinu vísað til þingflokkanna og hafa þingflokkar VG og Framsóknarflokks samþykkt það. Hins vegar stendur frumvarpið í nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa gefið það út að ekki sé unnt að afgreiða það vegna þess að formaður flokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefur verið staddur erlendis. En, víst er að ef málið væri óumdeilt og runnið ljúflega niður hefði það ekki verið fyrirstaða í sjálfu sér. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að miðlar á frjálsum markaði verði styrktir. Upphæðin sem nefnd hefur verið í því sambandi er 350 milljónir króna. Víst er að það mun ekki bylta erfiðri rekstrarstöðu íslenskra fjölmiðla sem lengi hafa átt á brattann að sækja, nema þá hugsanlega smærri miðlum. Má í því samhengi benda á að bókaútgáfa í landinu, sem er umtalsvert minni atvinnugrein, var styrkt um 400 milljónir árlega með nýlegum lögum. En, í prinsippinu þykir nokkrum þingmönnum það skjóta skökku við að miðlar á markaði njóti ríkisstyrkja. Þá segja heimildir Vísis að þeim þyki frumvarpið til þess fallið að ekki sé tekið með afgerandi hætti á stöðu Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði. Þó er gert er ráð fyrir því að þingflokkur Sjálfstæðiflokksins afgreiði málið fyrir sitt leyti á mánudag. Þá hugsanlega með fyrirvörum. Ekki er gert ráð fyrir því að frumvarpið verði að lögum á vorþinginu. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpið rætt á ríkisstjórnarfundi á föstudag og lagt fram á vorþingi Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt fram fjölmiðlafrumvarp á vorþingi. 30. apríl 2019 16:20 Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur haft áform uppi um að mæla fyrir frumvarpi um fjölmiðla en afar ólíklegt er að frumvarpið verði að lögum á vorþinginu. Atriði í frumvarpinu eru seig undir tönn og erfiður biti fyrir nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins að kyngja. Fjölmiðlafrumvarpið er stjórnarmál og hefur ríkisstjórnin samþykkt það fyrir sína parta. Þaðan er svo málinu vísað til þingflokkanna og hafa þingflokkar VG og Framsóknarflokks samþykkt það. Hins vegar stendur frumvarpið í nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa gefið það út að ekki sé unnt að afgreiða það vegna þess að formaður flokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefur verið staddur erlendis. En, víst er að ef málið væri óumdeilt og runnið ljúflega niður hefði það ekki verið fyrirstaða í sjálfu sér. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að miðlar á frjálsum markaði verði styrktir. Upphæðin sem nefnd hefur verið í því sambandi er 350 milljónir króna. Víst er að það mun ekki bylta erfiðri rekstrarstöðu íslenskra fjölmiðla sem lengi hafa átt á brattann að sækja, nema þá hugsanlega smærri miðlum. Má í því samhengi benda á að bókaútgáfa í landinu, sem er umtalsvert minni atvinnugrein, var styrkt um 400 milljónir árlega með nýlegum lögum. En, í prinsippinu þykir nokkrum þingmönnum það skjóta skökku við að miðlar á markaði njóti ríkisstyrkja. Þá segja heimildir Vísis að þeim þyki frumvarpið til þess fallið að ekki sé tekið með afgerandi hætti á stöðu Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði. Þó er gert er ráð fyrir því að þingflokkur Sjálfstæðiflokksins afgreiði málið fyrir sitt leyti á mánudag. Þá hugsanlega með fyrirvörum. Ekki er gert ráð fyrir því að frumvarpið verði að lögum á vorþinginu.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjölmiðlafrumvarpið rætt á ríkisstjórnarfundi á föstudag og lagt fram á vorþingi Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt fram fjölmiðlafrumvarp á vorþingi. 30. apríl 2019 16:20 Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28 Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið rætt á ríkisstjórnarfundi á föstudag og lagt fram á vorþingi Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt fram fjölmiðlafrumvarp á vorþingi. 30. apríl 2019 16:20
Ríkisstjórnin samþykkti fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra Stjórnarflokkarnir eiga enn eftir að afgreiða frumvarpið áður en hægt verður að leggja það fyrir á þingi. Kveðið er á um styrki til einkarekinna fjölmiðla. 3. maí 2019 14:28
Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. 9. maí 2019 06:15
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent