Meiðsli halda Birni ekki frá oddaleiknum: „Ég vil taka þátt í svona bíói“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. maí 2019 09:15 Björn Viðar Björnsson var Íslandsmeistari með Fram árið 2013. vísir/bára Björn Viðar Björnsson, markvörður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, er klár í slaginn og verður með Eyjamönnum þegar að þeir mæta Haukum í oddaleik um sæti í lokaúrslitum á morgun klukkan 16.30 á Ásvöllum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun klukkan 15.45. Björn Viðar glímir við smá meiðsli eftir árekstur við Haukamanninn Adam Hauk Baumruk í fjórða leik liðanna á miðvikudaginn þar sem að ÍBV jafnaði metin í 2-2 með þriggja marka sigri, 30-27. „Ég fékk smá slink á hnéð og er með smá tognun aftan í hnénu en ég er að fara að spila þennan leik. Þetta er leikur upp á líf og dauða og ég vil taka þátt í svona bíói,“ segir Björn Viðar við Vísi. Þetta eru góðar fréttir fyrir Eyjamenn en Björn Viðar, sem ætlaði ekkert að spila handbolta í vetur, hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og verið besti markvörðurinn í henni með 35 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann kom til Vestmannaeyja með konu sinni Sunnu Jónsdóttur sem gekk í raðir kvennaliðs ÍBV en nokkur ár eru síðan að Björn Viðar spilaði handbolta á svona háu stigi. Hann var ekki í frábæru formi þegar að tímabilið fór af stað en hann hefur komist í betra stand og orðið betri og betri nánast með hverri viku. „Það var aldrei í kortunum að ég væri að fara að spila en svona hefur þetta bara þróast. Það kom mér í opna skjöldu þegar að leitað var til mín í haust og mér boðið að standa í markinu,“ segir Björn Viðar sem er ekki ókunnugur velgengni í úrslitakeppninni en hann varð Íslandsmeistari með Fram árið 2013. „Maður hefur upplifað þetta áður en það er annar fílingur að gera þetta með ÍBV. Þetta er allt svo miklu meira og fólk tekur meira eftir þér í svona litlu samfélagi. Þetta er helvíti gaman.“ Einu sinni sem oftar hafa stuðningsmenn ÍBV vakið mikla athygli í úrslitakeppninni en Eyjamenn fjölmenntu á leik þrjú í hafnarfirði og má búast við að eyjan tæmist á morgun þegar að oddaleikurinn fer fram. „Maður á ekki orð yfir þennan stuðning. Þetta var líka svona fyrir áramót þrátt fyrir að liðið hafi ekki verið að spila alveg nógu vel. Alltaf mætti fólkið samt á pallana,“ segir Björn Viðar Björnsson. Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Björn Viðar Björnsson, markvörður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, er klár í slaginn og verður með Eyjamönnum þegar að þeir mæta Haukum í oddaleik um sæti í lokaúrslitum á morgun klukkan 16.30 á Ásvöllum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun klukkan 15.45. Björn Viðar glímir við smá meiðsli eftir árekstur við Haukamanninn Adam Hauk Baumruk í fjórða leik liðanna á miðvikudaginn þar sem að ÍBV jafnaði metin í 2-2 með þriggja marka sigri, 30-27. „Ég fékk smá slink á hnéð og er með smá tognun aftan í hnénu en ég er að fara að spila þennan leik. Þetta er leikur upp á líf og dauða og ég vil taka þátt í svona bíói,“ segir Björn Viðar við Vísi. Þetta eru góðar fréttir fyrir Eyjamenn en Björn Viðar, sem ætlaði ekkert að spila handbolta í vetur, hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og verið besti markvörðurinn í henni með 35 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann kom til Vestmannaeyja með konu sinni Sunnu Jónsdóttur sem gekk í raðir kvennaliðs ÍBV en nokkur ár eru síðan að Björn Viðar spilaði handbolta á svona háu stigi. Hann var ekki í frábæru formi þegar að tímabilið fór af stað en hann hefur komist í betra stand og orðið betri og betri nánast með hverri viku. „Það var aldrei í kortunum að ég væri að fara að spila en svona hefur þetta bara þróast. Það kom mér í opna skjöldu þegar að leitað var til mín í haust og mér boðið að standa í markinu,“ segir Björn Viðar sem er ekki ókunnugur velgengni í úrslitakeppninni en hann varð Íslandsmeistari með Fram árið 2013. „Maður hefur upplifað þetta áður en það er annar fílingur að gera þetta með ÍBV. Þetta er allt svo miklu meira og fólk tekur meira eftir þér í svona litlu samfélagi. Þetta er helvíti gaman.“ Einu sinni sem oftar hafa stuðningsmenn ÍBV vakið mikla athygli í úrslitakeppninni en Eyjamenn fjölmenntu á leik þrjú í hafnarfirði og má búast við að eyjan tæmist á morgun þegar að oddaleikurinn fer fram. „Maður á ekki orð yfir þennan stuðning. Þetta var líka svona fyrir áramót þrátt fyrir að liðið hafi ekki verið að spila alveg nógu vel. Alltaf mætti fólkið samt á pallana,“ segir Björn Viðar Björnsson.
Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira