Meiðsli halda Birni ekki frá oddaleiknum: „Ég vil taka þátt í svona bíói“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. maí 2019 09:15 Björn Viðar Björnsson var Íslandsmeistari með Fram árið 2013. vísir/bára Björn Viðar Björnsson, markvörður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, er klár í slaginn og verður með Eyjamönnum þegar að þeir mæta Haukum í oddaleik um sæti í lokaúrslitum á morgun klukkan 16.30 á Ásvöllum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun klukkan 15.45. Björn Viðar glímir við smá meiðsli eftir árekstur við Haukamanninn Adam Hauk Baumruk í fjórða leik liðanna á miðvikudaginn þar sem að ÍBV jafnaði metin í 2-2 með þriggja marka sigri, 30-27. „Ég fékk smá slink á hnéð og er með smá tognun aftan í hnénu en ég er að fara að spila þennan leik. Þetta er leikur upp á líf og dauða og ég vil taka þátt í svona bíói,“ segir Björn Viðar við Vísi. Þetta eru góðar fréttir fyrir Eyjamenn en Björn Viðar, sem ætlaði ekkert að spila handbolta í vetur, hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og verið besti markvörðurinn í henni með 35 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann kom til Vestmannaeyja með konu sinni Sunnu Jónsdóttur sem gekk í raðir kvennaliðs ÍBV en nokkur ár eru síðan að Björn Viðar spilaði handbolta á svona háu stigi. Hann var ekki í frábæru formi þegar að tímabilið fór af stað en hann hefur komist í betra stand og orðið betri og betri nánast með hverri viku. „Það var aldrei í kortunum að ég væri að fara að spila en svona hefur þetta bara þróast. Það kom mér í opna skjöldu þegar að leitað var til mín í haust og mér boðið að standa í markinu,“ segir Björn Viðar sem er ekki ókunnugur velgengni í úrslitakeppninni en hann varð Íslandsmeistari með Fram árið 2013. „Maður hefur upplifað þetta áður en það er annar fílingur að gera þetta með ÍBV. Þetta er allt svo miklu meira og fólk tekur meira eftir þér í svona litlu samfélagi. Þetta er helvíti gaman.“ Einu sinni sem oftar hafa stuðningsmenn ÍBV vakið mikla athygli í úrslitakeppninni en Eyjamenn fjölmenntu á leik þrjú í hafnarfirði og má búast við að eyjan tæmist á morgun þegar að oddaleikurinn fer fram. „Maður á ekki orð yfir þennan stuðning. Þetta var líka svona fyrir áramót þrátt fyrir að liðið hafi ekki verið að spila alveg nógu vel. Alltaf mætti fólkið samt á pallana,“ segir Björn Viðar Björnsson. Olís-deild karla Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira
Björn Viðar Björnsson, markvörður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, er klár í slaginn og verður með Eyjamönnum þegar að þeir mæta Haukum í oddaleik um sæti í lokaúrslitum á morgun klukkan 16.30 á Ásvöllum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun klukkan 15.45. Björn Viðar glímir við smá meiðsli eftir árekstur við Haukamanninn Adam Hauk Baumruk í fjórða leik liðanna á miðvikudaginn þar sem að ÍBV jafnaði metin í 2-2 með þriggja marka sigri, 30-27. „Ég fékk smá slink á hnéð og er með smá tognun aftan í hnénu en ég er að fara að spila þennan leik. Þetta er leikur upp á líf og dauða og ég vil taka þátt í svona bíói,“ segir Björn Viðar við Vísi. Þetta eru góðar fréttir fyrir Eyjamenn en Björn Viðar, sem ætlaði ekkert að spila handbolta í vetur, hefur farið á kostum í úrslitakeppninni og verið besti markvörðurinn í henni með 35 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann kom til Vestmannaeyja með konu sinni Sunnu Jónsdóttur sem gekk í raðir kvennaliðs ÍBV en nokkur ár eru síðan að Björn Viðar spilaði handbolta á svona háu stigi. Hann var ekki í frábæru formi þegar að tímabilið fór af stað en hann hefur komist í betra stand og orðið betri og betri nánast með hverri viku. „Það var aldrei í kortunum að ég væri að fara að spila en svona hefur þetta bara þróast. Það kom mér í opna skjöldu þegar að leitað var til mín í haust og mér boðið að standa í markinu,“ segir Björn Viðar sem er ekki ókunnugur velgengni í úrslitakeppninni en hann varð Íslandsmeistari með Fram árið 2013. „Maður hefur upplifað þetta áður en það er annar fílingur að gera þetta með ÍBV. Þetta er allt svo miklu meira og fólk tekur meira eftir þér í svona litlu samfélagi. Þetta er helvíti gaman.“ Einu sinni sem oftar hafa stuðningsmenn ÍBV vakið mikla athygli í úrslitakeppninni en Eyjamenn fjölmenntu á leik þrjú í hafnarfirði og má búast við að eyjan tæmist á morgun þegar að oddaleikurinn fer fram. „Maður á ekki orð yfir þennan stuðning. Þetta var líka svona fyrir áramót þrátt fyrir að liðið hafi ekki verið að spila alveg nógu vel. Alltaf mætti fólkið samt á pallana,“ segir Björn Viðar Björnsson.
Olís-deild karla Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sjá meira