Bjarkey: Óásættanlegt að einn þingflokkur haldi lýðræðinu í uppnámi Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 20:00 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, skaut föstum skotum á þingflokk Miðflokksins vegna málþófs þeirra í umræðum um þriðja orkupakkann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. „Það er óásættanlegt að einn þingflokkur taki sér þá stöðu að halda löggjafanum og þar með lýðræðinu í uppnámi. Slíkt á ekki að líðast,“ sagði Bjarkey.Talað í tvær vikur Bjarkey útlistaði fjölda þeirra mála sem bíða afgreiðslu og óljóst er hvort takist að ljúka fyrir þinglok vegna málþófs þingmanna Miðflokks. Nefndi hún meðal annars Heilbrigðisstefnu til ársins 2030, þingsályktunartillögu um áætlun gegn ofbeldi og afleiðingum þess, frumvarp félagsmálaráðherra um sérstaka uppbót vegna framfærslu og meðferð atvinnutekna, lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og frumvarp um rétt barna sem aðstandendur þegar foreldri glímir við alvarleg veikindi eða fellur frá.Kominn tími til að uppskera „En það er alls óvíst hvort og þá hvenær þessi mál fá hér fram að ganga vegna þeirrar stöðu sem við stöndum nú frammi fyrir. Vegna þess að einn þingflokkur hefur tekið það að sér að tala hér í tæpar tvær vikur, á milli þess sem hann sannfærir þing og þjóð um að þeir séu alls ekki að stunda málþóf. Á meðan bíðum við hin 54 sem eigum sæti hér á Alþingi, eftir því að geta tekið þessi góðu og þörfu mál til umræðu og afgreiðslu,“ sagði Bjarkey. Þingmaðurinn sagði að yfirstandandi þing hafi verið starfssamt og afkastamikið og nú sé komið að því að uppskera. „Þannig virkar Alþingi, þingið okkar í lýðræðissamfélagi. Það er óásættanlegt að einn þingflokkur taki sér þá stöðu að halda löggjafanum og þar með lýðræðinu í uppnámi. Slíkt á ekki að líðast. Forseti, meirihluti Alþingis vill ljúka 149. þingi með afgreiðslu mála eins og lög gera ráð fyrir. Á þessum bjarta degi er full ástæða fyrir sóknarhug og bjartsýni. Samfélagið á það skilið að við höldum áfram að sækja fram, fyrir alla landsmenn og framtíðina,“ sagði Bjarkey. Alþingi Vinstri græn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, skaut föstum skotum á þingflokk Miðflokksins vegna málþófs þeirra í umræðum um þriðja orkupakkann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. „Það er óásættanlegt að einn þingflokkur taki sér þá stöðu að halda löggjafanum og þar með lýðræðinu í uppnámi. Slíkt á ekki að líðast,“ sagði Bjarkey.Talað í tvær vikur Bjarkey útlistaði fjölda þeirra mála sem bíða afgreiðslu og óljóst er hvort takist að ljúka fyrir þinglok vegna málþófs þingmanna Miðflokks. Nefndi hún meðal annars Heilbrigðisstefnu til ársins 2030, þingsályktunartillögu um áætlun gegn ofbeldi og afleiðingum þess, frumvarp félagsmálaráðherra um sérstaka uppbót vegna framfærslu og meðferð atvinnutekna, lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og frumvarp um rétt barna sem aðstandendur þegar foreldri glímir við alvarleg veikindi eða fellur frá.Kominn tími til að uppskera „En það er alls óvíst hvort og þá hvenær þessi mál fá hér fram að ganga vegna þeirrar stöðu sem við stöndum nú frammi fyrir. Vegna þess að einn þingflokkur hefur tekið það að sér að tala hér í tæpar tvær vikur, á milli þess sem hann sannfærir þing og þjóð um að þeir séu alls ekki að stunda málþóf. Á meðan bíðum við hin 54 sem eigum sæti hér á Alþingi, eftir því að geta tekið þessi góðu og þörfu mál til umræðu og afgreiðslu,“ sagði Bjarkey. Þingmaðurinn sagði að yfirstandandi þing hafi verið starfssamt og afkastamikið og nú sé komið að því að uppskera. „Þannig virkar Alþingi, þingið okkar í lýðræðissamfélagi. Það er óásættanlegt að einn þingflokkur taki sér þá stöðu að halda löggjafanum og þar með lýðræðinu í uppnámi. Slíkt á ekki að líðast. Forseti, meirihluti Alþingis vill ljúka 149. þingi með afgreiðslu mála eins og lög gera ráð fyrir. Á þessum bjarta degi er full ástæða fyrir sóknarhug og bjartsýni. Samfélagið á það skilið að við höldum áfram að sækja fram, fyrir alla landsmenn og framtíðina,“ sagði Bjarkey.
Alþingi Vinstri græn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira