Chelsea í Evrópuúrslitaleikjum: Dramatík, Drogba og Terry rennur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2019 13:30 Hetjur Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2012; Petr Cech og Didier Drogba. Sá fyrrnefndi mætir sínu gamla félagi í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. vísir/getty Chelsea mætir Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í Aserbaídsjan í kvöld. Líkt og hjá Arsenal er þetta sjötti úrslitaleikur Chelsea í Evrópukeppni. Árangur Chelsea í Evrópuúrslitaleikjum er hins vegar öllu betri en árangur Arsenal. Tímabilið 1970-71 komst Chelsea í úrslit Evrópukeppni bikarhafa eftir sigur á Manchester City í undanúrslitunum, 2-0 samanlagt. Í úrslitaleiknum á Kariskakis vellinum í Aþenu mætti Chelsea Real Madrid. Peter Osgood kom Chelsea yfir á 56. mínútu en Ignacio Zoco jafnaði fyrir Real Madrid á lokamínútunni. Staðan var enn jöfn eftir framlengingu og því þurftu liðin að mætast öðru sinni tveimur dögum síðar. Þá vann Chelsea, 2-1, með mörkum Johns Dempsey og Osgoods.Leikmenn Chelsea sem unnu Evrópukeppni bikarhafa 1971.vísir/gettyChelsea mætti Stuttgart á Råsunda vellinum í Stokkhólmi í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1997-98. Gianfranco Zola tryggði Chelsea sigurinn þegar hann skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu, skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þjálfari Stuttgart á þessum tíma var Joachim Löw, núverandi þjálfari þýska landsliðsins. Gianluca Vialli var spilandi þjálfari Chelsea. Chelsea komst í fyrsta sinn í úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2007-08 undir stjórn Avrams Grant sem tók við liðinu af José Mourinho í byrjun tímabils. Í úrslitaleiknum á Luzhniki vellinum í Moskvu mætti Chelsea nýkrýndum Englandsmeisturum Manchester United. Cristiano Ronaldo kom United yfir á 26. mínútu en Frank Lampard jafnaði skömmu fyrir hálfleik. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Petr Cech varði frá Ronaldo og John Terry, fyrirliði Chelsea, fékk tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigurinn. En hann rann á rennblautum vellinum og skot hans fór í stöngina. Edwin van der Sar tryggði United svo sigurinn í bráðabana með því að verja víti frá Nicolas Anelka. Fjórum árum síðar komst Chelsea aftur í úrslit Meistaradeildarinnar og aftur undir stjórn bráðabirgðastjóra; Robertos Di Matteo. Og líkt og 2008 réðust úrslitin í vítakeppni. Í úrslitaleiknum mætti Chelsea Bayern München á þeirra heimavelli, Allianz Arena í München. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og komust yfir á 83. mínútu með marki Thomas Müller. En fimm mínútum síðar jafnaði Didier Drogba með skalla eftir hornspyrnu Juans Mata. Drogba tryggði Chelsea svo Evrópumeistaratitilinn með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins í vítakeppninni. Þetta var síðasti leikur hans fyrir Chelsea (í bili) og hann fékk uppreisn æru eftir að hafa verið rekinn út af í úrslitaleiknum gegn United fjórum árum fyrr. Cech varði tvær spyrnur frá leikmönnum Bayern í vítakeppninni og kórónaði stórleik sinn. Hann mun standa í marki Arsenal í leiknum í Bakú í kvöld en það er síðasti leikur Tékkans á ferlinum. Titilvörn Chelsea var hálf endaslepp og liðið komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni. Chelsea fór því í Evrópudeildina og vann hana. Í úrslitaleiknum á Amsterdam Arena vann Chelsea 2-1 sigur á Benfica. Fernando Torres kom Chelsea yfir á 60. mínútu en Óscar Cardozo jafnaði átta mínútum síðar. Branislav Ivanovic skoraði svo sigurmark Chelsea í uppbótartíma. Eins og 2008 og 2012 var með Chelsea með bráðabirgðastjóra í brúnni; Rafa Benítez. Leikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sarri rauk út af lokaæfingu Chelsea Spennan magnast innan herbúða Chelsa en knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri rauk út af æfingu Chelsea á Ólympíuleikvangnum í Bakú í Aserbaísjan í kvöld. 28. maí 2019 22:00 Komin dagsetning á hvenær Hazard verður kynntur hjá Real Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Eden Hazard gangi í raðir Real Madrid og spænska félagið hefur meira að segja ákveðið hvenær það ætli að kynna leikmanninn fyrir stuðningsmönnum sínum. 29. maí 2019 13:00 Sarri fundaði með Juventus en Chelsea ætlar ekki að reka hann Juventus vill fá Maurizio Sarri til þess að taka við stjórn liðsins en Chelsea ætlar ekki að reka Ítalann. Þetta segir fréttastofa Sky Sports. 28. maí 2019 06:00 Arsenal í Evrópuúrslitaleikjum: Nayim, misheppnuð víti og gleði og sorg á Parken Arsenal leikur í sjötta sinn til úrslita í Evrópukeppni þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. maí 2019 11:30 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Sjá meira
Chelsea mætir Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Bakú í Aserbaídsjan í kvöld. Líkt og hjá Arsenal er þetta sjötti úrslitaleikur Chelsea í Evrópukeppni. Árangur Chelsea í Evrópuúrslitaleikjum er hins vegar öllu betri en árangur Arsenal. Tímabilið 1970-71 komst Chelsea í úrslit Evrópukeppni bikarhafa eftir sigur á Manchester City í undanúrslitunum, 2-0 samanlagt. Í úrslitaleiknum á Kariskakis vellinum í Aþenu mætti Chelsea Real Madrid. Peter Osgood kom Chelsea yfir á 56. mínútu en Ignacio Zoco jafnaði fyrir Real Madrid á lokamínútunni. Staðan var enn jöfn eftir framlengingu og því þurftu liðin að mætast öðru sinni tveimur dögum síðar. Þá vann Chelsea, 2-1, með mörkum Johns Dempsey og Osgoods.Leikmenn Chelsea sem unnu Evrópukeppni bikarhafa 1971.vísir/gettyChelsea mætti Stuttgart á Råsunda vellinum í Stokkhólmi í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa tímabilið 1997-98. Gianfranco Zola tryggði Chelsea sigurinn þegar hann skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu, skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þjálfari Stuttgart á þessum tíma var Joachim Löw, núverandi þjálfari þýska landsliðsins. Gianluca Vialli var spilandi þjálfari Chelsea. Chelsea komst í fyrsta sinn í úrslit Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2007-08 undir stjórn Avrams Grant sem tók við liðinu af José Mourinho í byrjun tímabils. Í úrslitaleiknum á Luzhniki vellinum í Moskvu mætti Chelsea nýkrýndum Englandsmeisturum Manchester United. Cristiano Ronaldo kom United yfir á 26. mínútu en Frank Lampard jafnaði skömmu fyrir hálfleik. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Petr Cech varði frá Ronaldo og John Terry, fyrirliði Chelsea, fékk tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigurinn. En hann rann á rennblautum vellinum og skot hans fór í stöngina. Edwin van der Sar tryggði United svo sigurinn í bráðabana með því að verja víti frá Nicolas Anelka. Fjórum árum síðar komst Chelsea aftur í úrslit Meistaradeildarinnar og aftur undir stjórn bráðabirgðastjóra; Robertos Di Matteo. Og líkt og 2008 réðust úrslitin í vítakeppni. Í úrslitaleiknum mætti Chelsea Bayern München á þeirra heimavelli, Allianz Arena í München. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og komust yfir á 83. mínútu með marki Thomas Müller. En fimm mínútum síðar jafnaði Didier Drogba með skalla eftir hornspyrnu Juans Mata. Drogba tryggði Chelsea svo Evrópumeistaratitilinn með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins í vítakeppninni. Þetta var síðasti leikur hans fyrir Chelsea (í bili) og hann fékk uppreisn æru eftir að hafa verið rekinn út af í úrslitaleiknum gegn United fjórum árum fyrr. Cech varði tvær spyrnur frá leikmönnum Bayern í vítakeppninni og kórónaði stórleik sinn. Hann mun standa í marki Arsenal í leiknum í Bakú í kvöld en það er síðasti leikur Tékkans á ferlinum. Titilvörn Chelsea var hálf endaslepp og liðið komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni. Chelsea fór því í Evrópudeildina og vann hana. Í úrslitaleiknum á Amsterdam Arena vann Chelsea 2-1 sigur á Benfica. Fernando Torres kom Chelsea yfir á 60. mínútu en Óscar Cardozo jafnaði átta mínútum síðar. Branislav Ivanovic skoraði svo sigurmark Chelsea í uppbótartíma. Eins og 2008 og 2012 var með Chelsea með bráðabirgðastjóra í brúnni; Rafa Benítez. Leikur Chelsea og Arsenal hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Sarri rauk út af lokaæfingu Chelsea Spennan magnast innan herbúða Chelsa en knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri rauk út af æfingu Chelsea á Ólympíuleikvangnum í Bakú í Aserbaísjan í kvöld. 28. maí 2019 22:00 Komin dagsetning á hvenær Hazard verður kynntur hjá Real Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Eden Hazard gangi í raðir Real Madrid og spænska félagið hefur meira að segja ákveðið hvenær það ætli að kynna leikmanninn fyrir stuðningsmönnum sínum. 29. maí 2019 13:00 Sarri fundaði með Juventus en Chelsea ætlar ekki að reka hann Juventus vill fá Maurizio Sarri til þess að taka við stjórn liðsins en Chelsea ætlar ekki að reka Ítalann. Þetta segir fréttastofa Sky Sports. 28. maí 2019 06:00 Arsenal í Evrópuúrslitaleikjum: Nayim, misheppnuð víti og gleði og sorg á Parken Arsenal leikur í sjötta sinn til úrslita í Evrópukeppni þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. maí 2019 11:30 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Sjá meira
Sarri rauk út af lokaæfingu Chelsea Spennan magnast innan herbúða Chelsa en knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri rauk út af æfingu Chelsea á Ólympíuleikvangnum í Bakú í Aserbaísjan í kvöld. 28. maí 2019 22:00
Komin dagsetning á hvenær Hazard verður kynntur hjá Real Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Eden Hazard gangi í raðir Real Madrid og spænska félagið hefur meira að segja ákveðið hvenær það ætli að kynna leikmanninn fyrir stuðningsmönnum sínum. 29. maí 2019 13:00
Sarri fundaði með Juventus en Chelsea ætlar ekki að reka hann Juventus vill fá Maurizio Sarri til þess að taka við stjórn liðsins en Chelsea ætlar ekki að reka Ítalann. Þetta segir fréttastofa Sky Sports. 28. maí 2019 06:00
Arsenal í Evrópuúrslitaleikjum: Nayim, misheppnuð víti og gleði og sorg á Parken Arsenal leikur í sjötta sinn til úrslita í Evrópukeppni þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. 29. maí 2019 11:30
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn