Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu hefst þann 7. júní og það vekur nokkra athygli að Barcelona skuli eiga flesta leikmenn á mótinu.
Barca mun alls eiga 15 fulltrúa á mótinu en það er met á HM. Evrópumeistarar Lyon eiga næstflesta fulltrúa eða 14.
Chelsea og Man. City eiga 12 leikmenn á mótinu og kóreska liðið Hyundai Steel Red Angels á 11.
Flestir leikmenn Barca eru að sjálfsögðu í spænska landsliðinu eða 10. Hinir leikmennirnir spila með Hollandi, Brasilíu, Englandi og Nígeríu.
Barcelona á flesta leikmenn á HM kvenna
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
