Dúx Borgarholtsskóla fór beint frá Silfurbergi á Smáþjóðaleikana í Svartfjallalandi Andri Eysteinsson skrifar 29. maí 2019 11:30 Magnús Gauti ásamt Kristjáni Ara Arasyni, sviðsstjóra bóknáms við útskriftarathöfnina síðasta laugardag. Mynd/Kristín Bogadóttir „Það var enginn tími til afslöppunar eftir útskriftina, ég fór beint út daginn eftir,“ sagði dúx Borgarholtsskóla, Magnús Gauti Úlfarsson, sem var staddur á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi þegar Vísir náði af honum tali. Magnúsi er greinilega margt til lista lagt en auk þess að vera afburða námsmaður er hann einn fremsti borðtennisspilari Íslands. Magnús er einn sex fulltrúa Íslands í borðtenniskeppni Smáþjóðaleikanna og keppir í liðakeppninni og í einliðaleik. Hér á Íslandi leikur Magnús með liði Badmintonfélags Hafnarfjarðar sem varð Íslandsmeistari karla í apríl síðastliðnum og hefur sjálfur orðið Íslandsmeistari í einliðaleik síðustu tvö ár, 2018 og 2019. Með sigrinum 2018 varð Magnús fyrsti Íslandsmeistarinn, sem ekki kom úr röðum Víkings frá árinu 1993. Þá varð Magnús einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla í ár ásamt félaga sínum Birgi Ívarssyni. Borðtennis skipar því stóran sess í lífi Magnúsar en Magnús lagði sig allan fram við að sinna bæði leik og námi vel. „Það fór lítill tími í annað en æfingar og nám, ég æfi yfir 20 klukkustundir á viku og síðan þarf að læra vel, sérstaklega ef það eru próf eða verkefnaskil á döfinni. En það truflaði mig ekkert, enda eru flestir af mínum bestu vinum innan borðtennishreyfingarinnar,“ segir Magnús.Heldur til Norðurlanda og heillast af Lyfjafræði Magnús segist ekki hafa stefnt á að dúxa í framhaldsskóla fyrr en að tvær annir voru eftir, „ég hugsaði bara, af hverju ekki og gaf allt í botn til þess að ná markmiðinu,“ sagði Magnús Gauti. „Lykillinn fyrir mig er að læra þangað til maður skilur efnið. Aldrei hætta að lesa fyrir próf fyrr en allt er komið á hreint, þá flýgur maður í gegnum prófin og þarf ekkert að stressa sig á hlutunum, segir Magnús og bætir við að forvitni og áhugi geri allt svo miklu einfaldara. Aðferðir Magnúsar skiluðu honum 9,51 í meðaleinkunn sem tilkynnt var við útskriftina í Silfurbergi í Hörpu, síðasta laugardag.Magnús hélt eins og áður sagði rakleitt til Svartfjallalands eftir útskrift en seinna í sumar heldur hann ásamt félögum sínum í þeirra eigin útskriftarferð til Ítalíu. Þegar Ítalíuförinni lýkur stefnir Magnús á að halda til Norðurlandanna til æfinga og stefnir hann þar á nám í Lyfjafræði samhliða borðtennisæfingum.Spurður um heilræði fyrir nemendur sem dreymir um að dúxa stendur ekki á svörum hjá borðtenniskappanum. „ Vertu ábyrgur, ekki sleppa verkefni sama hversu lítið það gildir. Auk þess er mikilvægt að gera hlutina sjálfur og ekki treysta á að aðrir geri þá fyrir þig. Spurðu ef þú skilur ekki og síðast en ekki síst þarf að eiga sér líf utan lærdómsins,“ sagði Magnús Gauti Úlfarsson, margfaldur Íslandsmeistari í Borðtennis, keppandi á Smáþjóðaleikunum og dúx Borgarholtsskóla vorið 2019. Borðtennis Reykjavík Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
„Það var enginn tími til afslöppunar eftir útskriftina, ég fór beint út daginn eftir,“ sagði dúx Borgarholtsskóla, Magnús Gauti Úlfarsson, sem var staddur á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi þegar Vísir náði af honum tali. Magnúsi er greinilega margt til lista lagt en auk þess að vera afburða námsmaður er hann einn fremsti borðtennisspilari Íslands. Magnús er einn sex fulltrúa Íslands í borðtenniskeppni Smáþjóðaleikanna og keppir í liðakeppninni og í einliðaleik. Hér á Íslandi leikur Magnús með liði Badmintonfélags Hafnarfjarðar sem varð Íslandsmeistari karla í apríl síðastliðnum og hefur sjálfur orðið Íslandsmeistari í einliðaleik síðustu tvö ár, 2018 og 2019. Með sigrinum 2018 varð Magnús fyrsti Íslandsmeistarinn, sem ekki kom úr röðum Víkings frá árinu 1993. Þá varð Magnús einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla í ár ásamt félaga sínum Birgi Ívarssyni. Borðtennis skipar því stóran sess í lífi Magnúsar en Magnús lagði sig allan fram við að sinna bæði leik og námi vel. „Það fór lítill tími í annað en æfingar og nám, ég æfi yfir 20 klukkustundir á viku og síðan þarf að læra vel, sérstaklega ef það eru próf eða verkefnaskil á döfinni. En það truflaði mig ekkert, enda eru flestir af mínum bestu vinum innan borðtennishreyfingarinnar,“ segir Magnús.Heldur til Norðurlanda og heillast af Lyfjafræði Magnús segist ekki hafa stefnt á að dúxa í framhaldsskóla fyrr en að tvær annir voru eftir, „ég hugsaði bara, af hverju ekki og gaf allt í botn til þess að ná markmiðinu,“ sagði Magnús Gauti. „Lykillinn fyrir mig er að læra þangað til maður skilur efnið. Aldrei hætta að lesa fyrir próf fyrr en allt er komið á hreint, þá flýgur maður í gegnum prófin og þarf ekkert að stressa sig á hlutunum, segir Magnús og bætir við að forvitni og áhugi geri allt svo miklu einfaldara. Aðferðir Magnúsar skiluðu honum 9,51 í meðaleinkunn sem tilkynnt var við útskriftina í Silfurbergi í Hörpu, síðasta laugardag.Magnús hélt eins og áður sagði rakleitt til Svartfjallalands eftir útskrift en seinna í sumar heldur hann ásamt félögum sínum í þeirra eigin útskriftarferð til Ítalíu. Þegar Ítalíuförinni lýkur stefnir Magnús á að halda til Norðurlandanna til æfinga og stefnir hann þar á nám í Lyfjafræði samhliða borðtennisæfingum.Spurður um heilræði fyrir nemendur sem dreymir um að dúxa stendur ekki á svörum hjá borðtenniskappanum. „ Vertu ábyrgur, ekki sleppa verkefni sama hversu lítið það gildir. Auk þess er mikilvægt að gera hlutina sjálfur og ekki treysta á að aðrir geri þá fyrir þig. Spurðu ef þú skilur ekki og síðast en ekki síst þarf að eiga sér líf utan lærdómsins,“ sagði Magnús Gauti Úlfarsson, margfaldur Íslandsmeistari í Borðtennis, keppandi á Smáþjóðaleikunum og dúx Borgarholtsskóla vorið 2019.
Borðtennis Reykjavík Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira