Uppbygging í Bláfjöllum geti hæglega endað í katastrófu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. maí 2019 06:45 Snjóframleiðsla í Bláfjöllum mun fjölga opnunardögum og áætlað er að heildaraðsókn aukist um 50 prósent. Aukin bílaumferð eykur líkur á slysum og skapar þar með ógn við vatnsvernd. Fréttablaðið/Anton Brink Forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. óttast að verið sé að bjóða hættunni heim með framkvæmdum á Bláfjallasvæðinu. Slys af völdum aukinnar umferðar geti endað í katastrófu fyrir vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Margir umsagnaraðilar lýstu áhyggjum af þessum uppbyggingaráformum með tilliti til vatnsverndarsjónarmiða. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að framkvæmdirnar hefðu ekki í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og þyrfti því ekki að fara í umhverfismat. Til hefur staðið lengi að ráðast í uppbyggingu á skíðasvæðinu sem felur í sér skíðabrekkur, skíðalyftur, skíðagöngusvæði og snjóframleiðslu sem áætlað er að muni auka heildaraðsókn um 50 prósent og gestafjöldi verði um 60 þúsund að meðaltali á ári. Það er þessi aukning, með tilheyrandi umferð um lélega vegi yfir grunnvatnsstrauma höfuðborgarsvæðisins sem Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. hefur alvarlegar áhyggjur af. „Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af þessari umferð sem mun fylgja uppbyggingunni og hvernig skýrslan sem ákvörðunin er byggð á er unnin. Grunnvatnsstraumar eru ekki algjörlega þekktir þarna og því ákveðin hætta að byggja upp áður en það liggur til grundvallar,“ segir Arndís og bætir við að Veitur hafi skilað umsögn en þótt skrýtið að vera ekki umsagnaraðili í málinu miðað við hlutverk sitt í vatnsveitu til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Brýnar úrbætur þurfi á Bláfjallavegi og bílastæði svæðisins.Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. Fréttablaðið/Arnþór„Báðir grunnvatnsstraumar sem veita vatni til Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs liggja í gegnum þennan veg og uppbyggingarsvæðið sjálf. Ég hef ekki miklar áhyggjur af snjóframleiðslu og mannvirkjagerð. Það er þessi umferð. Vegaáætlun þarf að vera komin og í mínum huga þarf fyrst að vera búið að tryggja að vegurinn verði bættur og horft til vatnsverndarsjónarmiða áður en farið er í uppbyggingu.“ Sú staðreynd að verkið þurfi ekki í umhverfismat segir Arndís að þýði að hægt sé að hefja uppbygginguna í Bláfjöllum. „En engu að síður er ekki búið að negla niður í vegaáætlun uppbyggingu á vegum sem þýðir að þeir fara bara af stað með lélegan veg og það gæti bara endað mjög katastrófískt.“ Hún varar við að enn þurfi miklar rannsóknir á svæðinu til, meðal annars á grunnvatnsstraumunum og hvar vatnaskil liggi. „Við verðum að horfa margar kynslóðir fram í tímann og ef við lendum í olíumengun þá getum við eyðilagt vatnsból. Við verðum að passa upp á þetta mikla fjöregg sem við eigum. Það er ekki hlaupið að því að finna ný vatnsból.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. óttast að verið sé að bjóða hættunni heim með framkvæmdum á Bláfjallasvæðinu. Slys af völdum aukinnar umferðar geti endað í katastrófu fyrir vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Margir umsagnaraðilar lýstu áhyggjum af þessum uppbyggingaráformum með tilliti til vatnsverndarsjónarmiða. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að framkvæmdirnar hefðu ekki í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og þyrfti því ekki að fara í umhverfismat. Til hefur staðið lengi að ráðast í uppbyggingu á skíðasvæðinu sem felur í sér skíðabrekkur, skíðalyftur, skíðagöngusvæði og snjóframleiðslu sem áætlað er að muni auka heildaraðsókn um 50 prósent og gestafjöldi verði um 60 þúsund að meðaltali á ári. Það er þessi aukning, með tilheyrandi umferð um lélega vegi yfir grunnvatnsstrauma höfuðborgarsvæðisins sem Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. hefur alvarlegar áhyggjur af. „Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af þessari umferð sem mun fylgja uppbyggingunni og hvernig skýrslan sem ákvörðunin er byggð á er unnin. Grunnvatnsstraumar eru ekki algjörlega þekktir þarna og því ákveðin hætta að byggja upp áður en það liggur til grundvallar,“ segir Arndís og bætir við að Veitur hafi skilað umsögn en þótt skrýtið að vera ekki umsagnaraðili í málinu miðað við hlutverk sitt í vatnsveitu til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Brýnar úrbætur þurfi á Bláfjallavegi og bílastæði svæðisins.Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. Fréttablaðið/Arnþór„Báðir grunnvatnsstraumar sem veita vatni til Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs liggja í gegnum þennan veg og uppbyggingarsvæðið sjálf. Ég hef ekki miklar áhyggjur af snjóframleiðslu og mannvirkjagerð. Það er þessi umferð. Vegaáætlun þarf að vera komin og í mínum huga þarf fyrst að vera búið að tryggja að vegurinn verði bættur og horft til vatnsverndarsjónarmiða áður en farið er í uppbyggingu.“ Sú staðreynd að verkið þurfi ekki í umhverfismat segir Arndís að þýði að hægt sé að hefja uppbygginguna í Bláfjöllum. „En engu að síður er ekki búið að negla niður í vegaáætlun uppbyggingu á vegum sem þýðir að þeir fara bara af stað með lélegan veg og það gæti bara endað mjög katastrófískt.“ Hún varar við að enn þurfi miklar rannsóknir á svæðinu til, meðal annars á grunnvatnsstraumunum og hvar vatnaskil liggi. „Við verðum að horfa margar kynslóðir fram í tímann og ef við lendum í olíumengun þá getum við eyðilagt vatnsból. Við verðum að passa upp á þetta mikla fjöregg sem við eigum. Það er ekki hlaupið að því að finna ný vatnsból.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira