Fótbolti

Sigur hjá Arnóri og félögum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór Ingvi fagnar marki með Malmö.
Arnór Ingvi fagnar marki með Malmö. vísir/getty
Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö styrktu stöðu sína á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með sigri á Sundsvall í kvöld.

Arnór Ingvi spilaði allan leikinn fyrir Malmö sem vann 2-1.

Gestirnir frá Sundsvall komust yfir eftir hálftíma leik með marki frá Pa Konate. Það var svo leikmaður Sundsvall sem gerði jöfnunarmarkið, en Carlos Moros lenti í því óláni að skora sjálfsmark stuttu fyrir hálfleik.

Á 78. mínútu leiksins skoraði Anders Christiansen sigurmark Malmö en þetta er þriðji deildarleikurinn í röð sem hann skorar í.

Malmö er með 27 stig eftir 12 leiki og er með sex stiga forskot á toppi deildarinnar. Þetta var hins vegar fyrsti leikur 12. umferðar svo öll hin liðin eiga leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×