Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Birgir Olgeirsson skrifar 27. maí 2019 20:27 Frá vettvangi í Mehamn í Norður-Noregi. TV2/Christoffer Robin Jensen Gísli Þór Þórarinsson og kærasta hans höfðu tilkynnt lögreglu um morðhótanir áður en hann var myrtur á hemili sínu í Mehamn í norður Noregi í apríl síðastliðnum. Þetta er fullyrt á vef norska ríkisútvarpsins NRK en þar er spurt hvort að lögreglan hafi gert það sem í hennar valdi stóð til að vernda Gísla og kærustu hans eftir að hálfbróðir Gísla, Gunnar Jóhann Gunnarsson, braut nálgunarbann gegn þeim tveimur dögum áður en Gísli var myrtur. Gunnar Jóhann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór til bana 27. apríl síðastliðinn. Kærasta Gísla, sem átti í sambandi við Gunnar áður, ræðir við NRK í dag þar sem hún gagnrýnir lögreglu. Hún segir Gunnar hafa hótað sér og Gísla. Fóru Gísli og kærasta hans fram á nálgunarbann gegn Gunnari sem var samþykkt 17. apríl og honum meinað að eiga í nokkurs konar samskiptum við Gísla og kærustu hans. Kærasta Gísla, sem óskar nafnleyndar í viðtali við norska ríkisútvarpið, segir við NRK að Gunnar hafi brotið gegn nálgunarbanninu skömmu síðar með því að berja á hurð á íbúðar hennar og senda henni ítrekuð skilaboð. Hún segist hafa gert lögreglu viðvart en heldur því fram að lögreglan hafi ekki tekið því alvarlega. Tveimur dögum áður en Gísli var myrtur hafi Gunnar haft samband við hana en kærastan lýsir því að hún hafi þurft að bíða lengi eftir að ná sambandi við lögreglu.Greindu lögreglu frá skotvopni NRK greinir frá því að Gísli og kærasta hans hefðu frétt að Gunnar hefði komist yfir skotvopn sem væri ekki hans eigið og óttuðust að hann myndi nota það. NRK segir þau hafa greint lögreglu frá því en lögreglan hafi ekki séð þetta sem nægjanlega ástæðu til að leita á heimili Gunnars. Rætt er við saksóknarann Önju M. Indbjjør sem segir að rætt hafi verið við parið um vopnið þegar farið var fram á nálgunarbann. Parið hafi nefnt að skotvopn hefði horfið úr vörslu þriðja aðila og að mögulega hefði Gunnar komist yfir það. Lögreglan ræddi við þennan þriðja aðila sem sagðist ekki sakna skotvopns. Saksóknarinn segir lögreglu þurfa að hafa rökstuddan grun til að réttlæta húsleit. Indbjør segir Gunnar hafa yfirgefið Mehamn þegar hann var úrskurðaður í nálgunarbann. Er talið að hann hafi ekki verið í bænum þegar hann braut gegn banninu og því var ekki mikil hætta talin á ferðum. Lögreglan fór þó að heimili Gunnars en þegar þeir komu að tómum kofa var hringt í Gunnar og hann beðinn um að mæta á lögreglustöðina í Kjøllefjord mánudaginn 29. apríl. Tveimur dögum áður en hann átti að mæta lögreglustöðina var Gísli hins vegar myrtur.Bæjarstjórinn segir viðbrögð lögreglu grafalvarleg Bæjarstjóri Gamvik, Trond Einar Olaussen, lítur málið hins vegar alvarlegum augum. Hann segir að þarna hafi verið um ofbeldi í nánu sambandi að ræða, fólk hafi beðið um vernd en ekki fengið hana. „Þetta er grafalvarlegt,“ hefur NRK eftir bæjarstjóranum en Mehamn tilheyrir sveitarfélaginu Gamvik. Í grein NRK er því haldið fram að lögreglan geri oft á tíðum ekkert í brotum gegn nálgunarbanni. Er rifjað upp óhugnanlegt atvik sem átti sér stað í Kirkenes fyrir þremur árum þegar 59 ára gamall maður skaut konu sína og son til bana áður en hann reyndi að fyrirfara sér. NRK segir konu mannsins hafa beðið lögregluna um hjálp en skotvopnið hafi ekki verið tekið af manninum þrátt fyrir ákall hennar. Bæjarstjórinn í Gamvik segir bæjaryfirvöld hafa farið fram á það í þó nokkurn tíma að lögreglan reyni að sporna gegn glæpum. „Við höfum bent á að meiri harka er komin í samfélagið sem fylgir ofbeldi og eiturlyfjum,“ er haft eftir Trond Einar Olaussen. Lögreglan er sögð ætla í rannsókn á því hvort hún hefði geta staðið sig í betur í viðbrögðum við beiðnum Gísla og kærustu hans. Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gísli Þór Þórarinsson og kærasta hans höfðu tilkynnt lögreglu um morðhótanir áður en hann var myrtur á hemili sínu í Mehamn í norður Noregi í apríl síðastliðnum. Þetta er fullyrt á vef norska ríkisútvarpsins NRK en þar er spurt hvort að lögreglan hafi gert það sem í hennar valdi stóð til að vernda Gísla og kærustu hans eftir að hálfbróðir Gísla, Gunnar Jóhann Gunnarsson, braut nálgunarbann gegn þeim tveimur dögum áður en Gísli var myrtur. Gunnar Jóhann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór til bana 27. apríl síðastliðinn. Kærasta Gísla, sem átti í sambandi við Gunnar áður, ræðir við NRK í dag þar sem hún gagnrýnir lögreglu. Hún segir Gunnar hafa hótað sér og Gísla. Fóru Gísli og kærasta hans fram á nálgunarbann gegn Gunnari sem var samþykkt 17. apríl og honum meinað að eiga í nokkurs konar samskiptum við Gísla og kærustu hans. Kærasta Gísla, sem óskar nafnleyndar í viðtali við norska ríkisútvarpið, segir við NRK að Gunnar hafi brotið gegn nálgunarbanninu skömmu síðar með því að berja á hurð á íbúðar hennar og senda henni ítrekuð skilaboð. Hún segist hafa gert lögreglu viðvart en heldur því fram að lögreglan hafi ekki tekið því alvarlega. Tveimur dögum áður en Gísli var myrtur hafi Gunnar haft samband við hana en kærastan lýsir því að hún hafi þurft að bíða lengi eftir að ná sambandi við lögreglu.Greindu lögreglu frá skotvopni NRK greinir frá því að Gísli og kærasta hans hefðu frétt að Gunnar hefði komist yfir skotvopn sem væri ekki hans eigið og óttuðust að hann myndi nota það. NRK segir þau hafa greint lögreglu frá því en lögreglan hafi ekki séð þetta sem nægjanlega ástæðu til að leita á heimili Gunnars. Rætt er við saksóknarann Önju M. Indbjjør sem segir að rætt hafi verið við parið um vopnið þegar farið var fram á nálgunarbann. Parið hafi nefnt að skotvopn hefði horfið úr vörslu þriðja aðila og að mögulega hefði Gunnar komist yfir það. Lögreglan ræddi við þennan þriðja aðila sem sagðist ekki sakna skotvopns. Saksóknarinn segir lögreglu þurfa að hafa rökstuddan grun til að réttlæta húsleit. Indbjør segir Gunnar hafa yfirgefið Mehamn þegar hann var úrskurðaður í nálgunarbann. Er talið að hann hafi ekki verið í bænum þegar hann braut gegn banninu og því var ekki mikil hætta talin á ferðum. Lögreglan fór þó að heimili Gunnars en þegar þeir komu að tómum kofa var hringt í Gunnar og hann beðinn um að mæta á lögreglustöðina í Kjøllefjord mánudaginn 29. apríl. Tveimur dögum áður en hann átti að mæta lögreglustöðina var Gísli hins vegar myrtur.Bæjarstjórinn segir viðbrögð lögreglu grafalvarleg Bæjarstjóri Gamvik, Trond Einar Olaussen, lítur málið hins vegar alvarlegum augum. Hann segir að þarna hafi verið um ofbeldi í nánu sambandi að ræða, fólk hafi beðið um vernd en ekki fengið hana. „Þetta er grafalvarlegt,“ hefur NRK eftir bæjarstjóranum en Mehamn tilheyrir sveitarfélaginu Gamvik. Í grein NRK er því haldið fram að lögreglan geri oft á tíðum ekkert í brotum gegn nálgunarbanni. Er rifjað upp óhugnanlegt atvik sem átti sér stað í Kirkenes fyrir þremur árum þegar 59 ára gamall maður skaut konu sína og son til bana áður en hann reyndi að fyrirfara sér. NRK segir konu mannsins hafa beðið lögregluna um hjálp en skotvopnið hafi ekki verið tekið af manninum þrátt fyrir ákall hennar. Bæjarstjórinn í Gamvik segir bæjaryfirvöld hafa farið fram á það í þó nokkurn tíma að lögreglan reyni að sporna gegn glæpum. „Við höfum bent á að meiri harka er komin í samfélagið sem fylgir ofbeldi og eiturlyfjum,“ er haft eftir Trond Einar Olaussen. Lögreglan er sögð ætla í rannsókn á því hvort hún hefði geta staðið sig í betur í viðbrögðum við beiðnum Gísla og kærustu hans.
Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira