Sport

Nýliðinn Skúli Kristjánsson heimsmeistari í torfæru

Bragi Þórðarson skrifar
Skúli Kristjánsson á Simba stóð uppi sem sigurvegari í Noregi
Skúli Kristjánsson á Simba stóð uppi sem sigurvegari í Noregi Heiða Björg Jónasdóttir
Norðurlandamótið í torfæru fór fram um helgina í Noregi en mótið jafngildir heimsmeistaramóti. Skúli Kristjánsson stóð uppi sem sigurvegari eftir tveggja daga keppni.

Skúli ók nýsmíðaða bíl sínum, Simba, til sigurs. Þetta var aðeins önnur keppni Skúla á nýsmíðuðum bíl. Fyrir tímabilið hafði hann aðeins keppt í tveimur torfærukeppnum en þó aldrei í flokki sérútbúinna bíla.

Alls voru 17 bílar skráðir til leiks í keppninni í Noregi, þar af átta íslenskir. Alls voru eknar tólf brautir yfir tvo daga en keppni lauk á sunnudaginn.

Eftir fyrsta dag voru allir Íslendingarnir í eitthverjum af tíu efstu sætunum, þar af voru bara Íslendingar í efstu fimm sætunum.

Að lokum stóðu þrír Íslendingar á verðlaunapallinum, Tor-Egil Thorland var efstur Norðmanna í fjórða sæti.

Skúli Kristjánsson ók bíl sínum með glæsibrag báða dagana og sýndi mikinn aga í bröttum brekkunum í Honefoss.

Annar í keppninni varð Haukur Viðar Einarsson á Heklu. Haukur var í þriðja sæti eftir fyrsta dag en sýndi yfirburðaakstur á öðrum degi og náði silfri.

Í þriðja sæti í norðurlandamótinu kom Ingólfur Guðvarðarson á Guttanum Reborn en Ingólfur leiddi eftir fyrsta dag. Hér að neðan er myndband frá Jakobi Cecil Hafsteinssyni sem sýnir þau gríðarlegu tilþrif sem ökumenn sýndu um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×