Hrottalegt morð á ungri konu vekur óhug og reiði í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2019 08:33 Courtney Herron var 25 ára gömul þegar hún var myrt á hrottafenginn hátt. lögreglan í viktoríu Hrottalegt morð á ungri, heimilislausri konu í Melbourne í Ástralíu hefur vakið óhug og reiði almennings í landinu og endurvakið umræðuna um ofbeldi gegn konum. Courtney Herron var 25 ára þegar hún var myrt. Fjölskylda hennar segir að hún hafi átt við geðræn vandamál að stríða og fíknivanda og er talið að hún hafi verið heimilislau um tíma. Lögreglan hefur handtekið 27 ára gamlan, heimilislausan mann, Henry Hammond, og hefur hann verið ákærður fyrir morð. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og kemur næst fyrir dóm í september. Verjandi Hammond segir að hann glíma við geðræn vandamál. „Hún dó eftir að hafa orðið fyrir hrottafenginni árás, það er engin önnur leið til að lýsa því,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn Andrew Stamper.Segja ofbeldi gegn konum snúast um hegðun karlmanna Lík Herron fannst í almenningsgarði, ekki langt frá öðrum garði þar sem talið er að leikkonunni Eurydice Dixon hafi verið nauðgað og hún svo myrt af ókunnugum manni í júní síðastliðnum. Lögreglan telur að Herron hafi verið myrt snemma á laugardagsmorgni og síðan hafi Hammond reynt að fela lík hennar. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar benda ekki til þess að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi að því er fram kemur á vef BBC. Á blaðamannafundi í gær sagði Luke Cornelius, aðstoðarlögreglustjóri í Melbourne, að borgin væri almennt örugg en viðhorf karlmanna til kvenna þyrfti að breytast. „Ofbeldi gegn konum snýst að öllu leyti um hegðun karlmanna,“ sagði Cornelius. Fylkisstjóri Viktoríu-fylkis, Daniel Andrews, tók í sama streng en hann hefur áður gagnrýnt viðhorf sem gera kynjunum mishátt undir höfði í tengslum við önnur morð á konum. „Ofbeldi gegn konum snýst ekki um það hvernig konur haga sér… að öllum líkindum snýst þetta um hvernig menn haga sér,“ sagði Andrews. Samkvæmt rannsóknum hefur ein af hverjum fimm konum í Ástralíu orðið fyrir kynferðisofbeldi eða hótunum þar um fyrir fimmtán ára aldur og einn af hverjum tuttugu karlmönnum. Ástralía Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Sjá meira
Hrottalegt morð á ungri, heimilislausri konu í Melbourne í Ástralíu hefur vakið óhug og reiði almennings í landinu og endurvakið umræðuna um ofbeldi gegn konum. Courtney Herron var 25 ára þegar hún var myrt. Fjölskylda hennar segir að hún hafi átt við geðræn vandamál að stríða og fíknivanda og er talið að hún hafi verið heimilislau um tíma. Lögreglan hefur handtekið 27 ára gamlan, heimilislausan mann, Henry Hammond, og hefur hann verið ákærður fyrir morð. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og kemur næst fyrir dóm í september. Verjandi Hammond segir að hann glíma við geðræn vandamál. „Hún dó eftir að hafa orðið fyrir hrottafenginni árás, það er engin önnur leið til að lýsa því,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn Andrew Stamper.Segja ofbeldi gegn konum snúast um hegðun karlmanna Lík Herron fannst í almenningsgarði, ekki langt frá öðrum garði þar sem talið er að leikkonunni Eurydice Dixon hafi verið nauðgað og hún svo myrt af ókunnugum manni í júní síðastliðnum. Lögreglan telur að Herron hafi verið myrt snemma á laugardagsmorgni og síðan hafi Hammond reynt að fela lík hennar. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar benda ekki til þess að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi að því er fram kemur á vef BBC. Á blaðamannafundi í gær sagði Luke Cornelius, aðstoðarlögreglustjóri í Melbourne, að borgin væri almennt örugg en viðhorf karlmanna til kvenna þyrfti að breytast. „Ofbeldi gegn konum snýst að öllu leyti um hegðun karlmanna,“ sagði Cornelius. Fylkisstjóri Viktoríu-fylkis, Daniel Andrews, tók í sama streng en hann hefur áður gagnrýnt viðhorf sem gera kynjunum mishátt undir höfði í tengslum við önnur morð á konum. „Ofbeldi gegn konum snýst ekki um það hvernig konur haga sér… að öllum líkindum snýst þetta um hvernig menn haga sér,“ sagði Andrews. Samkvæmt rannsóknum hefur ein af hverjum fimm konum í Ástralíu orðið fyrir kynferðisofbeldi eða hótunum þar um fyrir fimmtán ára aldur og einn af hverjum tuttugu karlmönnum.
Ástralía Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Sjá meira