Forseti FIBA Europe hvatti fólk til að kjósa Hannes ekki: „Óheiðarleg vinnubrögð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2019 08:27 Hannes náði ekki endurkjöri í stjórn FIBA Europe. vísir/vilhelm Hannes S. Jónsson, formann KKÍ, vantaði aðeins eitt atkvæði til að ná halda sæti sínu í stjórn FIBA Europe. Í færslu á Facebook segir Hannes drullufúlt að hafa ekki náð kjöri vegna óheiðarlegra vinnubragða forseta FIBA Europe, Tyrkjans Turgay Demirel. Hannes segir að Demirel hafi unnið gegn sér og sent skilaboð á hluta aðildarlandanna hverja ætti ekki að kjósa í stjórn FIBA Europe. Formaður KKÍ var á þeim lista og Demirel varð að ósk sinni þegar Hannes var ekki kjörinn í stjórn.Turgay Demirel hefur verið forseti FIBA Europe frá 2014.vísir/gettyHannes segir að málflutningur Demirels sé ekki í samræmi við vinnubrögð hans. „Forseti sem talaði um lýðræði, einingu í Evrópu og traust á milli aðila í ræðu sinni fyrir endurkjöri ætti hið minnsta að reyna að vinna eftir því. Hann aftur á móti sendir skilaboð á hluta aðildarlandanna um hverja á EKKI að kjósa. Hann má alveg hafa lista yfir þá sem hann myndi vilja fá inn í stjórnina. En að hafa lista yfir nöfn nokkurra einstaklinga sem þú sem forseti í alþjóðlegum samtökum villt EKKI hafa í stjórninni er bara eitthvað svo galið. FIBA og FIBA Europe eru samtök sem setja leikreglur fyrir fallegstu íþrótt í heimi hafa nú forseta FIBA Europe sem svífst einskis að fara á bakvið fólk og lofa embættum fyrir atkvæði er í minun huga fáranlegt,“ skrifar Hannes. „Mikið þakka ég fyrir það að við hjá KKÍ getum borið höfuðið hátt enda tjáum við okkur, segjum okkar skoðun og það sem við meinum á faglegan hátt með hagsmuni körfuboltans að leiðarljósi. Þetta snýst ekki um það að ég hafi ekki náð kjöri heldur vinnubrögð, þannig að einn maður geti haft "sitt" fólk í kringum sig.“ Í færslunni segir Hannes að Ísland hafi ekki stutt Demirel í kosningum en ekki látið það trufla samstarfið við hann. Hannes segir jafnframt að KKÍ hafi stutt Belgann Cyriel Coomans, fráfarandi varaforseta, til forseta FIBA Europe. Coomans fékk 23 atkvæði í kjöri til forseta FIBA Europe á móti 27 atkvæðum Demirels. Kjörtímabils forseta FIBA Europe er fjögur ár. Færslu Hannesar má sjá hér fyrir neðan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formann KKÍ, vantaði aðeins eitt atkvæði til að ná halda sæti sínu í stjórn FIBA Europe. Í færslu á Facebook segir Hannes drullufúlt að hafa ekki náð kjöri vegna óheiðarlegra vinnubragða forseta FIBA Europe, Tyrkjans Turgay Demirel. Hannes segir að Demirel hafi unnið gegn sér og sent skilaboð á hluta aðildarlandanna hverja ætti ekki að kjósa í stjórn FIBA Europe. Formaður KKÍ var á þeim lista og Demirel varð að ósk sinni þegar Hannes var ekki kjörinn í stjórn.Turgay Demirel hefur verið forseti FIBA Europe frá 2014.vísir/gettyHannes segir að málflutningur Demirels sé ekki í samræmi við vinnubrögð hans. „Forseti sem talaði um lýðræði, einingu í Evrópu og traust á milli aðila í ræðu sinni fyrir endurkjöri ætti hið minnsta að reyna að vinna eftir því. Hann aftur á móti sendir skilaboð á hluta aðildarlandanna um hverja á EKKI að kjósa. Hann má alveg hafa lista yfir þá sem hann myndi vilja fá inn í stjórnina. En að hafa lista yfir nöfn nokkurra einstaklinga sem þú sem forseti í alþjóðlegum samtökum villt EKKI hafa í stjórninni er bara eitthvað svo galið. FIBA og FIBA Europe eru samtök sem setja leikreglur fyrir fallegstu íþrótt í heimi hafa nú forseta FIBA Europe sem svífst einskis að fara á bakvið fólk og lofa embættum fyrir atkvæði er í minun huga fáranlegt,“ skrifar Hannes. „Mikið þakka ég fyrir það að við hjá KKÍ getum borið höfuðið hátt enda tjáum við okkur, segjum okkar skoðun og það sem við meinum á faglegan hátt með hagsmuni körfuboltans að leiðarljósi. Þetta snýst ekki um það að ég hafi ekki náð kjöri heldur vinnubrögð, þannig að einn maður geti haft "sitt" fólk í kringum sig.“ Í færslunni segir Hannes að Ísland hafi ekki stutt Demirel í kosningum en ekki látið það trufla samstarfið við hann. Hannes segir jafnframt að KKÍ hafi stutt Belgann Cyriel Coomans, fráfarandi varaforseta, til forseta FIBA Europe. Coomans fékk 23 atkvæði í kjöri til forseta FIBA Europe á móti 27 atkvæðum Demirels. Kjörtímabils forseta FIBA Europe er fjögur ár. Færslu Hannesar má sjá hér fyrir neðan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira