Útlit fyrir lykilstöðu Græningja og ALDE eftir Evrópuþingskosningarnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2019 23:30 Mikil spenna var í aðdraganda kosninganna. Vísir/Getty Líklegt er að Græningjar og ALDE, samtök frjálslyndra stjórnmálaflokka í Evrópu, verði í lykilstöðu eftir að búið verði að telja að öll atkvæði í Evrópuþingskosningunum sem luku í dag, vilji stjórnmálabandalögin sem leitt hafa þingið undanfarin ár halda völdum. Kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en kosningarnar fóru fram í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. Stærstu bandalögin tvö á þingi, EPP - Bandalag hófsamra hægri flokka á Evrópuþinginu og PES - bandalag Sósíaldemókrata, Sósíalista og annara slíkra flokka, hafa undanfarna áratugi ráðið ferðinni á þinginu, frá árinu 2014 með hjálp ALDE. Útlit er hins vegar að EPP og PES hafi bæði tapað fjölda þingmanna, útgönguspár gera ráð fyrir að þingmönnum EPP fækki úr 221 í 178 og PES missir 38 þingsæti, fer úr 191 í 152 sæti. Í frétt Guardian segir að vilji bandalögin tvö halda völdum á þinginu þurfi þau líklega að leita til Græninga og ALDE, sem bættu við sig töluverðu fylgi frá síðustu kosningum. Gert er ráð fyrir að ALDE bæti sig við 28 sætum og verði þriðja stærsta bandalagið á Evrópuþinginu með 105 þingmenn. Græningar sóttu einnig víða í sig veðrið og gera útgönguspár fyrir að þingmenn Græningja verði 67 og bæta þeir þá við sig 17 sætum.Popúlistar á siglingu Líklegt er að hægri þjóðernisflokkar hafi bætt við sig fylgi í kosningunum en þeim hafði verið spáð góðu gengi. Í Frakklandi lýsti Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar yfir sigri en flokkur hennar er meðlimur í MENF-bandalaginu. Útlit er fyrir að það fái 54 sæti og bæti við sig sex sætum.Farage var sáttur með kosningu eigin flokks.Vísir/Getty.EDFF-bandalagið sem leitt er af Nigel Farage, leiðtoga Brexit-flokksins í Bretlandi, fær 57 sæti samkvæmt útgönguspám og því. Útlit er fyrir að Brexit-flokkurinn verði stærsti einstaki flokkurinn á Evrópuþinginu með á þriðja tug þingmanna. Þrátt fyrir að hægri þjóðernisflokkar muni bæta við sig fylgi er ekki búist við öðru en að EPP og PES myndi áfram meirihluta en nú með aðstoð Græningja og ALDE. Það kom í það minnsta fram í máli Manfred Weber, leiðtoga EPP og frambjóðandi bandalagsins til forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Við í EPP finnum ekki fyrir mikilli sigurtilfinningu vegna þess að við erum að tapa sætum. Við erum samt ánægð með að vera stærsto hópurinn á Evrópuþinginu,“ sagði Weber og bætti við að hann myndi fljótlega hefja viðræður við Græningja og ALDE um að mynda meirihluta á þinginu. Ekki er gert ráð fyrir að úrslit liggi endanlega fyrir fyrr en á morgun en fyrir áhugasama má fylgjast með gangi mála á vef Guardian og á vef BBC. Evrópusambandið Tengdar fréttir Popúlistar vonast eftir sigri í Evrópuþingkosningum í kvöld Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. 26. maí 2019 19:55 Farage og félagar á feikimiklu flugi Brexitflokkurinn mælist langstærstur fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í Bretlandi í dag. Flokkurinn vill með sigri senda skýr skilaboð um útgöngumálið. 23. maí 2019 06:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Líklegt er að Græningjar og ALDE, samtök frjálslyndra stjórnmálaflokka í Evrópu, verði í lykilstöðu eftir að búið verði að telja að öll atkvæði í Evrópuþingskosningunum sem luku í dag, vilji stjórnmálabandalögin sem leitt hafa þingið undanfarin ár halda völdum. Kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en kosningarnar fóru fram í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. Stærstu bandalögin tvö á þingi, EPP - Bandalag hófsamra hægri flokka á Evrópuþinginu og PES - bandalag Sósíaldemókrata, Sósíalista og annara slíkra flokka, hafa undanfarna áratugi ráðið ferðinni á þinginu, frá árinu 2014 með hjálp ALDE. Útlit er hins vegar að EPP og PES hafi bæði tapað fjölda þingmanna, útgönguspár gera ráð fyrir að þingmönnum EPP fækki úr 221 í 178 og PES missir 38 þingsæti, fer úr 191 í 152 sæti. Í frétt Guardian segir að vilji bandalögin tvö halda völdum á þinginu þurfi þau líklega að leita til Græninga og ALDE, sem bættu við sig töluverðu fylgi frá síðustu kosningum. Gert er ráð fyrir að ALDE bæti sig við 28 sætum og verði þriðja stærsta bandalagið á Evrópuþinginu með 105 þingmenn. Græningar sóttu einnig víða í sig veðrið og gera útgönguspár fyrir að þingmenn Græningja verði 67 og bæta þeir þá við sig 17 sætum.Popúlistar á siglingu Líklegt er að hægri þjóðernisflokkar hafi bætt við sig fylgi í kosningunum en þeim hafði verið spáð góðu gengi. Í Frakklandi lýsti Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar yfir sigri en flokkur hennar er meðlimur í MENF-bandalaginu. Útlit er fyrir að það fái 54 sæti og bæti við sig sex sætum.Farage var sáttur með kosningu eigin flokks.Vísir/Getty.EDFF-bandalagið sem leitt er af Nigel Farage, leiðtoga Brexit-flokksins í Bretlandi, fær 57 sæti samkvæmt útgönguspám og því. Útlit er fyrir að Brexit-flokkurinn verði stærsti einstaki flokkurinn á Evrópuþinginu með á þriðja tug þingmanna. Þrátt fyrir að hægri þjóðernisflokkar muni bæta við sig fylgi er ekki búist við öðru en að EPP og PES myndi áfram meirihluta en nú með aðstoð Græningja og ALDE. Það kom í það minnsta fram í máli Manfred Weber, leiðtoga EPP og frambjóðandi bandalagsins til forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Við í EPP finnum ekki fyrir mikilli sigurtilfinningu vegna þess að við erum að tapa sætum. Við erum samt ánægð með að vera stærsto hópurinn á Evrópuþinginu,“ sagði Weber og bætti við að hann myndi fljótlega hefja viðræður við Græningja og ALDE um að mynda meirihluta á þinginu. Ekki er gert ráð fyrir að úrslit liggi endanlega fyrir fyrr en á morgun en fyrir áhugasama má fylgjast með gangi mála á vef Guardian og á vef BBC.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Popúlistar vonast eftir sigri í Evrópuþingkosningum í kvöld Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. 26. maí 2019 19:55 Farage og félagar á feikimiklu flugi Brexitflokkurinn mælist langstærstur fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í Bretlandi í dag. Flokkurinn vill með sigri senda skýr skilaboð um útgöngumálið. 23. maí 2019 06:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Popúlistar vonast eftir sigri í Evrópuþingkosningum í kvöld Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. 26. maí 2019 19:55
Farage og félagar á feikimiklu flugi Brexitflokkurinn mælist langstærstur fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í Bretlandi í dag. Flokkurinn vill með sigri senda skýr skilaboð um útgöngumálið. 23. maí 2019 06:00