Útlit fyrir lykilstöðu Græningja og ALDE eftir Evrópuþingskosningarnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2019 23:30 Mikil spenna var í aðdraganda kosninganna. Vísir/Getty Líklegt er að Græningjar og ALDE, samtök frjálslyndra stjórnmálaflokka í Evrópu, verði í lykilstöðu eftir að búið verði að telja að öll atkvæði í Evrópuþingskosningunum sem luku í dag, vilji stjórnmálabandalögin sem leitt hafa þingið undanfarin ár halda völdum. Kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en kosningarnar fóru fram í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. Stærstu bandalögin tvö á þingi, EPP - Bandalag hófsamra hægri flokka á Evrópuþinginu og PES - bandalag Sósíaldemókrata, Sósíalista og annara slíkra flokka, hafa undanfarna áratugi ráðið ferðinni á þinginu, frá árinu 2014 með hjálp ALDE. Útlit er hins vegar að EPP og PES hafi bæði tapað fjölda þingmanna, útgönguspár gera ráð fyrir að þingmönnum EPP fækki úr 221 í 178 og PES missir 38 þingsæti, fer úr 191 í 152 sæti. Í frétt Guardian segir að vilji bandalögin tvö halda völdum á þinginu þurfi þau líklega að leita til Græninga og ALDE, sem bættu við sig töluverðu fylgi frá síðustu kosningum. Gert er ráð fyrir að ALDE bæti sig við 28 sætum og verði þriðja stærsta bandalagið á Evrópuþinginu með 105 þingmenn. Græningar sóttu einnig víða í sig veðrið og gera útgönguspár fyrir að þingmenn Græningja verði 67 og bæta þeir þá við sig 17 sætum.Popúlistar á siglingu Líklegt er að hægri þjóðernisflokkar hafi bætt við sig fylgi í kosningunum en þeim hafði verið spáð góðu gengi. Í Frakklandi lýsti Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar yfir sigri en flokkur hennar er meðlimur í MENF-bandalaginu. Útlit er fyrir að það fái 54 sæti og bæti við sig sex sætum.Farage var sáttur með kosningu eigin flokks.Vísir/Getty.EDFF-bandalagið sem leitt er af Nigel Farage, leiðtoga Brexit-flokksins í Bretlandi, fær 57 sæti samkvæmt útgönguspám og því. Útlit er fyrir að Brexit-flokkurinn verði stærsti einstaki flokkurinn á Evrópuþinginu með á þriðja tug þingmanna. Þrátt fyrir að hægri þjóðernisflokkar muni bæta við sig fylgi er ekki búist við öðru en að EPP og PES myndi áfram meirihluta en nú með aðstoð Græningja og ALDE. Það kom í það minnsta fram í máli Manfred Weber, leiðtoga EPP og frambjóðandi bandalagsins til forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Við í EPP finnum ekki fyrir mikilli sigurtilfinningu vegna þess að við erum að tapa sætum. Við erum samt ánægð með að vera stærsto hópurinn á Evrópuþinginu,“ sagði Weber og bætti við að hann myndi fljótlega hefja viðræður við Græningja og ALDE um að mynda meirihluta á þinginu. Ekki er gert ráð fyrir að úrslit liggi endanlega fyrir fyrr en á morgun en fyrir áhugasama má fylgjast með gangi mála á vef Guardian og á vef BBC. Evrópusambandið Tengdar fréttir Popúlistar vonast eftir sigri í Evrópuþingkosningum í kvöld Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. 26. maí 2019 19:55 Farage og félagar á feikimiklu flugi Brexitflokkurinn mælist langstærstur fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í Bretlandi í dag. Flokkurinn vill með sigri senda skýr skilaboð um útgöngumálið. 23. maí 2019 06:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Líklegt er að Græningjar og ALDE, samtök frjálslyndra stjórnmálaflokka í Evrópu, verði í lykilstöðu eftir að búið verði að telja að öll atkvæði í Evrópuþingskosningunum sem luku í dag, vilji stjórnmálabandalögin sem leitt hafa þingið undanfarin ár halda völdum. Kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en kosningarnar fóru fram í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. Stærstu bandalögin tvö á þingi, EPP - Bandalag hófsamra hægri flokka á Evrópuþinginu og PES - bandalag Sósíaldemókrata, Sósíalista og annara slíkra flokka, hafa undanfarna áratugi ráðið ferðinni á þinginu, frá árinu 2014 með hjálp ALDE. Útlit er hins vegar að EPP og PES hafi bæði tapað fjölda þingmanna, útgönguspár gera ráð fyrir að þingmönnum EPP fækki úr 221 í 178 og PES missir 38 þingsæti, fer úr 191 í 152 sæti. Í frétt Guardian segir að vilji bandalögin tvö halda völdum á þinginu þurfi þau líklega að leita til Græninga og ALDE, sem bættu við sig töluverðu fylgi frá síðustu kosningum. Gert er ráð fyrir að ALDE bæti sig við 28 sætum og verði þriðja stærsta bandalagið á Evrópuþinginu með 105 þingmenn. Græningar sóttu einnig víða í sig veðrið og gera útgönguspár fyrir að þingmenn Græningja verði 67 og bæta þeir þá við sig 17 sætum.Popúlistar á siglingu Líklegt er að hægri þjóðernisflokkar hafi bætt við sig fylgi í kosningunum en þeim hafði verið spáð góðu gengi. Í Frakklandi lýsti Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar yfir sigri en flokkur hennar er meðlimur í MENF-bandalaginu. Útlit er fyrir að það fái 54 sæti og bæti við sig sex sætum.Farage var sáttur með kosningu eigin flokks.Vísir/Getty.EDFF-bandalagið sem leitt er af Nigel Farage, leiðtoga Brexit-flokksins í Bretlandi, fær 57 sæti samkvæmt útgönguspám og því. Útlit er fyrir að Brexit-flokkurinn verði stærsti einstaki flokkurinn á Evrópuþinginu með á þriðja tug þingmanna. Þrátt fyrir að hægri þjóðernisflokkar muni bæta við sig fylgi er ekki búist við öðru en að EPP og PES myndi áfram meirihluta en nú með aðstoð Græningja og ALDE. Það kom í það minnsta fram í máli Manfred Weber, leiðtoga EPP og frambjóðandi bandalagsins til forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Við í EPP finnum ekki fyrir mikilli sigurtilfinningu vegna þess að við erum að tapa sætum. Við erum samt ánægð með að vera stærsto hópurinn á Evrópuþinginu,“ sagði Weber og bætti við að hann myndi fljótlega hefja viðræður við Græningja og ALDE um að mynda meirihluta á þinginu. Ekki er gert ráð fyrir að úrslit liggi endanlega fyrir fyrr en á morgun en fyrir áhugasama má fylgjast með gangi mála á vef Guardian og á vef BBC.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Popúlistar vonast eftir sigri í Evrópuþingkosningum í kvöld Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. 26. maí 2019 19:55 Farage og félagar á feikimiklu flugi Brexitflokkurinn mælist langstærstur fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í Bretlandi í dag. Flokkurinn vill með sigri senda skýr skilaboð um útgöngumálið. 23. maí 2019 06:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Popúlistar vonast eftir sigri í Evrópuþingkosningum í kvöld Þótt hægri þjóðernisflokkar séu líklegir til að bæta við sig fylgi í kosningum til Evrópuþingsins sem lýkur í kvöld, bendir allt til að fulltrúar miðjuflokka til hægri og vinstri ráði áfram ferðinni á þinginu. 26. maí 2019 19:55
Farage og félagar á feikimiklu flugi Brexitflokkurinn mælist langstærstur fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í Bretlandi í dag. Flokkurinn vill með sigri senda skýr skilaboð um útgöngumálið. 23. maí 2019 06:00