Þórður með gull á Gautaborg Open Anton Ingi Leifsson skrifar 26. maí 2019 13:00 Íslenski hópurinn. mynd/karate samband Katalandslið Íslands keppti í dag á sterku móti í Svíþjóð, Gautaborg Open, þar sem yfir 450 keppendur voru skráðir til keppni. Öllum hópnum gekk vel en bestum árangri náði Þórður Jökull Henrysson sem vann eitt gull og eitt brons. Þórður byrjaði á að sigra sinn undanriðil í flokki juniora (16–17 ára) örugglega og mætti Isak Larsson, sem vann sinn undanriðil, í úrslitum. Þórður vann þá viðureign, fékk 23,76 stig á móti 23,74 stigum hjá Ísaki. Í fullorðinsflokki varð Þórður annar í sínum undanriðli þar sem 4 efstu komast áfram í 2. umferð. Eftir 2. umferð varð Þórður aftur annar og fékk því rétt til að keppa um 3ja sæti. Þar mætti hann Michael Brolin og vann hann örugglega með 24,42 stig á móti 23,36 stigum hjá Michael. Sannarlega góður árangur hjá Þórði sem er á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki enda ekki nema 16 ára. Freyja Stígsdóttir átti einnig góðan dag þar sem hún endaði með silfur í flokki junior eftir að hafa unnið sinn undanriðil nokkuð örugglega. Í úrslitum mætti hún sænsku landsliðskonunni Mathilda Skalare, sem að lokum vann Freyju með 23,68 stigum á móti 22,94 stigum Freyju. Þess má geta að Mathilda vann til silfurverðlauna á síðasta Norðurlandameistaramóti. Svana Katla Þorsteinsdóttir keppti í fullorðinsflokki kvenna þar sem yfir 20 keppendur voru skráðir, þar á meðal flestar landsliðskonur Svía. Svana varð í 2. sæti í sínum undanriðli og í 2. sæti í 2. umferð og fékk þar með réttinn til að keppa um 3ja sætið. Í þeirri viðureign mætti Svana Ellinor Wardman og vann hana með 25,82 stigum á móti 25,52 hjá Ellinor. Í kadettflokki stúlkna áttum við tvo keppendur, Oddnýju Þórarinsdóttur og Eydísi Magneu Friðriksdóttur. Báðar fóru þær örugglega upp úr undanriðlum og lentu í 2. sæti í riðlum sínum 2. umferð. Þær fengu því réttinn til að keppa um sitt 3ja sætið hvort. Eydís lenti á móti Emily Grönsholt og vann hana með 22,26 stigum á móti 20,82 og bronsið því Eydísar. Oddný mætti Cornelia Jönsson í hinni viðureigninni um 3ja sætið og vann hana örugglega með 23,46 stigum á móti 22,2. Vel gert hjá okkur ungu landsliðskonum sem eru 14 og 15 ára gamlar. Í kadettflokki pilta áttum við einn keppanda, Tómas Pálmar Tómasson. Tómas lenti í 2. sæti í sínum undanriðli og 2. sæti í 2. umferð og því með rétt til að keppa um 3ja sætið. Í þeirri viðureign mætti Tómas Elias Ekman. Elias vann viðureign þeirra með 24,4 stigum á móti 24,06 hjá Tómasi, en Tómas missti jafnvægið í einni stöðunni sem lækkaði einkunn hans. Í dag, sunnudag, mun hópurinn svo keppa á Gladsaxe Karate Cup. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn með verðlaun sín, frá vinstri Tómas, Eydís, Freyja, Oddný, Svana og Þórður. Íþróttir Karate Mest lesið Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Sjá meira
Katalandslið Íslands keppti í dag á sterku móti í Svíþjóð, Gautaborg Open, þar sem yfir 450 keppendur voru skráðir til keppni. Öllum hópnum gekk vel en bestum árangri náði Þórður Jökull Henrysson sem vann eitt gull og eitt brons. Þórður byrjaði á að sigra sinn undanriðil í flokki juniora (16–17 ára) örugglega og mætti Isak Larsson, sem vann sinn undanriðil, í úrslitum. Þórður vann þá viðureign, fékk 23,76 stig á móti 23,74 stigum hjá Ísaki. Í fullorðinsflokki varð Þórður annar í sínum undanriðli þar sem 4 efstu komast áfram í 2. umferð. Eftir 2. umferð varð Þórður aftur annar og fékk því rétt til að keppa um 3ja sæti. Þar mætti hann Michael Brolin og vann hann örugglega með 24,42 stig á móti 23,36 stigum hjá Michael. Sannarlega góður árangur hjá Þórði sem er á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki enda ekki nema 16 ára. Freyja Stígsdóttir átti einnig góðan dag þar sem hún endaði með silfur í flokki junior eftir að hafa unnið sinn undanriðil nokkuð örugglega. Í úrslitum mætti hún sænsku landsliðskonunni Mathilda Skalare, sem að lokum vann Freyju með 23,68 stigum á móti 22,94 stigum Freyju. Þess má geta að Mathilda vann til silfurverðlauna á síðasta Norðurlandameistaramóti. Svana Katla Þorsteinsdóttir keppti í fullorðinsflokki kvenna þar sem yfir 20 keppendur voru skráðir, þar á meðal flestar landsliðskonur Svía. Svana varð í 2. sæti í sínum undanriðli og í 2. sæti í 2. umferð og fékk þar með réttinn til að keppa um 3ja sætið. Í þeirri viðureign mætti Svana Ellinor Wardman og vann hana með 25,82 stigum á móti 25,52 hjá Ellinor. Í kadettflokki stúlkna áttum við tvo keppendur, Oddnýju Þórarinsdóttur og Eydísi Magneu Friðriksdóttur. Báðar fóru þær örugglega upp úr undanriðlum og lentu í 2. sæti í riðlum sínum 2. umferð. Þær fengu því réttinn til að keppa um sitt 3ja sætið hvort. Eydís lenti á móti Emily Grönsholt og vann hana með 22,26 stigum á móti 20,82 og bronsið því Eydísar. Oddný mætti Cornelia Jönsson í hinni viðureigninni um 3ja sætið og vann hana örugglega með 23,46 stigum á móti 22,2. Vel gert hjá okkur ungu landsliðskonum sem eru 14 og 15 ára gamlar. Í kadettflokki pilta áttum við einn keppanda, Tómas Pálmar Tómasson. Tómas lenti í 2. sæti í sínum undanriðli og 2. sæti í 2. umferð og því með rétt til að keppa um 3ja sætið. Í þeirri viðureign mætti Tómas Elias Ekman. Elias vann viðureign þeirra með 24,4 stigum á móti 24,06 hjá Tómasi, en Tómas missti jafnvægið í einni stöðunni sem lækkaði einkunn hans. Í dag, sunnudag, mun hópurinn svo keppa á Gladsaxe Karate Cup. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn með verðlaun sín, frá vinstri Tómas, Eydís, Freyja, Oddný, Svana og Þórður.
Íþróttir Karate Mest lesið Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Sjá meira