Íslensku ökumennirnir með yfirburði í Noregi Bragi Þórðarson skrifar 26. maí 2019 06:00 Ingólfur Guðvarðarson varð annar á Hellu, nú leiðir hann Norðurlandamótið í torfæru eftir fyrsta dag. Sveinn Haraldsson Alls fóru átta íslenskir ökumenn með bíla sína til Noregs til að keppa í Norðurlandamótinu í torfæru sem fram fer um helgina. Aðeins er keppt í torfæru á norðurlöndunum og jafngildir keppnin því heimsmeistaramóti. Alls verða eknar tólf brautir yfir tvo daga. Eftir fyrstu sex brautirnar sem eknar voru í dag eru allir íslensku ökumennirnir í tíu efstu sætunum af sautján keppendum, þar af eru Íslendingar í fimm efstu sætunum. Ingólfur Guðvarðarson leiðir á bíl sínum, Guttanum Reborn. Ingólfur varð annar í fyrstu umferð Íslandsmeistaramótsins sem fram fór á Hellu í byrjun mánaðarins. Í öðru sæti eftir fyrsta dag er nýliðinn Skúli Kristjánsson á Simba, 138 stigum á eftir fyrsta sætinu. Frábær árangur hjá ökumanni sem er að keppa í aðeins sinni annari keppni á nýsmíðuðum bíl. Haukur Viðar Einarsson er þriðji í lok dags og fjórði er Atli Jamil Ásgeirsson. Atli leiddi framan af en gerði afdregarík mistök í fimmtu braut er hann skoraði aðeins 30 stig af 350 mögulegum. Sigurvegari Hellutorfærunnar, Geir Evert Grímsson, situr í fimmta sætinu. Keppnin heldur áfram í dag er eknar verða sex brautir í viðbót. Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Alls fóru átta íslenskir ökumenn með bíla sína til Noregs til að keppa í Norðurlandamótinu í torfæru sem fram fer um helgina. Aðeins er keppt í torfæru á norðurlöndunum og jafngildir keppnin því heimsmeistaramóti. Alls verða eknar tólf brautir yfir tvo daga. Eftir fyrstu sex brautirnar sem eknar voru í dag eru allir íslensku ökumennirnir í tíu efstu sætunum af sautján keppendum, þar af eru Íslendingar í fimm efstu sætunum. Ingólfur Guðvarðarson leiðir á bíl sínum, Guttanum Reborn. Ingólfur varð annar í fyrstu umferð Íslandsmeistaramótsins sem fram fór á Hellu í byrjun mánaðarins. Í öðru sæti eftir fyrsta dag er nýliðinn Skúli Kristjánsson á Simba, 138 stigum á eftir fyrsta sætinu. Frábær árangur hjá ökumanni sem er að keppa í aðeins sinni annari keppni á nýsmíðuðum bíl. Haukur Viðar Einarsson er þriðji í lok dags og fjórði er Atli Jamil Ásgeirsson. Atli leiddi framan af en gerði afdregarík mistök í fimmtu braut er hann skoraði aðeins 30 stig af 350 mögulegum. Sigurvegari Hellutorfærunnar, Geir Evert Grímsson, situr í fimmta sætinu. Keppnin heldur áfram í dag er eknar verða sex brautir í viðbót.
Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira