Íslensku ökumennirnir með yfirburði í Noregi Bragi Þórðarson skrifar 26. maí 2019 06:00 Ingólfur Guðvarðarson varð annar á Hellu, nú leiðir hann Norðurlandamótið í torfæru eftir fyrsta dag. Sveinn Haraldsson Alls fóru átta íslenskir ökumenn með bíla sína til Noregs til að keppa í Norðurlandamótinu í torfæru sem fram fer um helgina. Aðeins er keppt í torfæru á norðurlöndunum og jafngildir keppnin því heimsmeistaramóti. Alls verða eknar tólf brautir yfir tvo daga. Eftir fyrstu sex brautirnar sem eknar voru í dag eru allir íslensku ökumennirnir í tíu efstu sætunum af sautján keppendum, þar af eru Íslendingar í fimm efstu sætunum. Ingólfur Guðvarðarson leiðir á bíl sínum, Guttanum Reborn. Ingólfur varð annar í fyrstu umferð Íslandsmeistaramótsins sem fram fór á Hellu í byrjun mánaðarins. Í öðru sæti eftir fyrsta dag er nýliðinn Skúli Kristjánsson á Simba, 138 stigum á eftir fyrsta sætinu. Frábær árangur hjá ökumanni sem er að keppa í aðeins sinni annari keppni á nýsmíðuðum bíl. Haukur Viðar Einarsson er þriðji í lok dags og fjórði er Atli Jamil Ásgeirsson. Atli leiddi framan af en gerði afdregarík mistök í fimmtu braut er hann skoraði aðeins 30 stig af 350 mögulegum. Sigurvegari Hellutorfærunnar, Geir Evert Grímsson, situr í fimmta sætinu. Keppnin heldur áfram í dag er eknar verða sex brautir í viðbót. Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Alls fóru átta íslenskir ökumenn með bíla sína til Noregs til að keppa í Norðurlandamótinu í torfæru sem fram fer um helgina. Aðeins er keppt í torfæru á norðurlöndunum og jafngildir keppnin því heimsmeistaramóti. Alls verða eknar tólf brautir yfir tvo daga. Eftir fyrstu sex brautirnar sem eknar voru í dag eru allir íslensku ökumennirnir í tíu efstu sætunum af sautján keppendum, þar af eru Íslendingar í fimm efstu sætunum. Ingólfur Guðvarðarson leiðir á bíl sínum, Guttanum Reborn. Ingólfur varð annar í fyrstu umferð Íslandsmeistaramótsins sem fram fór á Hellu í byrjun mánaðarins. Í öðru sæti eftir fyrsta dag er nýliðinn Skúli Kristjánsson á Simba, 138 stigum á eftir fyrsta sætinu. Frábær árangur hjá ökumanni sem er að keppa í aðeins sinni annari keppni á nýsmíðuðum bíl. Haukur Viðar Einarsson er þriðji í lok dags og fjórði er Atli Jamil Ásgeirsson. Atli leiddi framan af en gerði afdregarík mistök í fimmtu braut er hann skoraði aðeins 30 stig af 350 mögulegum. Sigurvegari Hellutorfærunnar, Geir Evert Grímsson, situr í fimmta sætinu. Keppnin heldur áfram í dag er eknar verða sex brautir í viðbót.
Akstursíþróttir Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira