Veigra sér við að binda enda á málþóf Miðflokksins Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. maí 2019 14:27 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Töluvert er farið að reyna á þolinmæði annarra stjórnarandstöðuþingmanna vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þeir hafa rætt sín á milli um hvort rétt sé að beita ákvæði í þingskaparlögum um að slíta umræðunni, en á því eru þó skiptar skoðanir. Nú þegar umræður um þriðja orkupakkanna hafa staðið yfir í um hundrað klukkustundir er ljóst að farið er að reyna á langlundargeð þingmanna. Fjölmörg mikilvæg þingmál bíða afgreiðslu og því telur Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ótækt að jafn lítill hluti þingheims geti stöðvað störf þingsins. „Er það auðvitað áhyggjuefni þegar fimmtán prósent þingmanna og einn þingflokkur í rauninni heldur starfinu í gíslingu með þessum hætti,“ segir Logi. Þingmenn hafa rætt á milli um hvort beita eigi 71. grein þingskaparlaga sem gerir forseta þingsins meðal annars kleift að takmarka ræðutíma þingmanna eða hreinlega fara fram á að umræðum sé hætt ef forseti telur að þær hafi dregist úr hófi fram. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um hvort umræðu skuli lokið eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Eftir því sem fréttastofa kemst næst var því ákvæði síðast beitt árið 1949 þegar rætt var um inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Þingmenn sem fréttastofa rædd við í morgun voru þó tvístígandi um hvort rétt sé að beita ákvæðinu og rjúfa orkupakkaumræðuna. Það myndi gefa varasamt fordæmi enda eru flokkar sitt á hvað í stjórn og stjórnarandstöðu auk þess sem það gæti aflað Miðflokknum samúðar ef atkvæðið yrði notað til að múlbinda þá. Þannig væri farsælast að mati Loga að Miðflokkurinn myndi hreinlega sjá það í sér að hætta málþófinu sjálfir og liðka þannig fyrir störfum þingsins. „Það er auðvitað réttur stjórnarandstöðunnar að halda uppi vörnum og jafnvel málþófi þegar um er að ræða gríðarlega mikilvæg mál þannig að þessi grein er auðvitað neyðarventill sem þarf að nota mjög sparlega. Þannig að ég teldi náttúrulega langæskilegast til að byrja með að reyna nú að setjast niður og höfða til skynsemi þessa fólks svo forseti og forsætisráðherra þurfa auðvitað bara að setjast niður og semja um hlutina. Ég held að það væri nú svona betri leið,“ segir Logi. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira
Töluvert er farið að reyna á þolinmæði annarra stjórnarandstöðuþingmanna vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þeir hafa rætt sín á milli um hvort rétt sé að beita ákvæði í þingskaparlögum um að slíta umræðunni, en á því eru þó skiptar skoðanir. Nú þegar umræður um þriðja orkupakkanna hafa staðið yfir í um hundrað klukkustundir er ljóst að farið er að reyna á langlundargeð þingmanna. Fjölmörg mikilvæg þingmál bíða afgreiðslu og því telur Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ótækt að jafn lítill hluti þingheims geti stöðvað störf þingsins. „Er það auðvitað áhyggjuefni þegar fimmtán prósent þingmanna og einn þingflokkur í rauninni heldur starfinu í gíslingu með þessum hætti,“ segir Logi. Þingmenn hafa rætt á milli um hvort beita eigi 71. grein þingskaparlaga sem gerir forseta þingsins meðal annars kleift að takmarka ræðutíma þingmanna eða hreinlega fara fram á að umræðum sé hætt ef forseti telur að þær hafi dregist úr hófi fram. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um hvort umræðu skuli lokið eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Eftir því sem fréttastofa kemst næst var því ákvæði síðast beitt árið 1949 þegar rætt var um inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Þingmenn sem fréttastofa rædd við í morgun voru þó tvístígandi um hvort rétt sé að beita ákvæðinu og rjúfa orkupakkaumræðuna. Það myndi gefa varasamt fordæmi enda eru flokkar sitt á hvað í stjórn og stjórnarandstöðu auk þess sem það gæti aflað Miðflokknum samúðar ef atkvæðið yrði notað til að múlbinda þá. Þannig væri farsælast að mati Loga að Miðflokkurinn myndi hreinlega sjá það í sér að hætta málþófinu sjálfir og liðka þannig fyrir störfum þingsins. „Það er auðvitað réttur stjórnarandstöðunnar að halda uppi vörnum og jafnvel málþófi þegar um er að ræða gríðarlega mikilvæg mál þannig að þessi grein er auðvitað neyðarventill sem þarf að nota mjög sparlega. Þannig að ég teldi náttúrulega langæskilegast til að byrja með að reyna nú að setjast niður og höfða til skynsemi þessa fólks svo forseti og forsætisráðherra þurfa auðvitað bara að setjast niður og semja um hlutina. Ég held að það væri nú svona betri leið,“ segir Logi.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Sjá meira
Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15
Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34
Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53