Veigra sér við að binda enda á málþóf Miðflokksins Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. maí 2019 14:27 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Töluvert er farið að reyna á þolinmæði annarra stjórnarandstöðuþingmanna vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þeir hafa rætt sín á milli um hvort rétt sé að beita ákvæði í þingskaparlögum um að slíta umræðunni, en á því eru þó skiptar skoðanir. Nú þegar umræður um þriðja orkupakkanna hafa staðið yfir í um hundrað klukkustundir er ljóst að farið er að reyna á langlundargeð þingmanna. Fjölmörg mikilvæg þingmál bíða afgreiðslu og því telur Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ótækt að jafn lítill hluti þingheims geti stöðvað störf þingsins. „Er það auðvitað áhyggjuefni þegar fimmtán prósent þingmanna og einn þingflokkur í rauninni heldur starfinu í gíslingu með þessum hætti,“ segir Logi. Þingmenn hafa rætt á milli um hvort beita eigi 71. grein þingskaparlaga sem gerir forseta þingsins meðal annars kleift að takmarka ræðutíma þingmanna eða hreinlega fara fram á að umræðum sé hætt ef forseti telur að þær hafi dregist úr hófi fram. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um hvort umræðu skuli lokið eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Eftir því sem fréttastofa kemst næst var því ákvæði síðast beitt árið 1949 þegar rætt var um inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Þingmenn sem fréttastofa rædd við í morgun voru þó tvístígandi um hvort rétt sé að beita ákvæðinu og rjúfa orkupakkaumræðuna. Það myndi gefa varasamt fordæmi enda eru flokkar sitt á hvað í stjórn og stjórnarandstöðu auk þess sem það gæti aflað Miðflokknum samúðar ef atkvæðið yrði notað til að múlbinda þá. Þannig væri farsælast að mati Loga að Miðflokkurinn myndi hreinlega sjá það í sér að hætta málþófinu sjálfir og liðka þannig fyrir störfum þingsins. „Það er auðvitað réttur stjórnarandstöðunnar að halda uppi vörnum og jafnvel málþófi þegar um er að ræða gríðarlega mikilvæg mál þannig að þessi grein er auðvitað neyðarventill sem þarf að nota mjög sparlega. Þannig að ég teldi náttúrulega langæskilegast til að byrja með að reyna nú að setjast niður og höfða til skynsemi þessa fólks svo forseti og forsætisráðherra þurfa auðvitað bara að setjast niður og semja um hlutina. Ég held að það væri nú svona betri leið,“ segir Logi. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Töluvert er farið að reyna á þolinmæði annarra stjórnarandstöðuþingmanna vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þeir hafa rætt sín á milli um hvort rétt sé að beita ákvæði í þingskaparlögum um að slíta umræðunni, en á því eru þó skiptar skoðanir. Nú þegar umræður um þriðja orkupakkanna hafa staðið yfir í um hundrað klukkustundir er ljóst að farið er að reyna á langlundargeð þingmanna. Fjölmörg mikilvæg þingmál bíða afgreiðslu og því telur Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ótækt að jafn lítill hluti þingheims geti stöðvað störf þingsins. „Er það auðvitað áhyggjuefni þegar fimmtán prósent þingmanna og einn þingflokkur í rauninni heldur starfinu í gíslingu með þessum hætti,“ segir Logi. Þingmenn hafa rætt á milli um hvort beita eigi 71. grein þingskaparlaga sem gerir forseta þingsins meðal annars kleift að takmarka ræðutíma þingmanna eða hreinlega fara fram á að umræðum sé hætt ef forseti telur að þær hafi dregist úr hófi fram. Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um hvort umræðu skuli lokið eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Eftir því sem fréttastofa kemst næst var því ákvæði síðast beitt árið 1949 þegar rætt var um inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið. Þingmenn sem fréttastofa rædd við í morgun voru þó tvístígandi um hvort rétt sé að beita ákvæðinu og rjúfa orkupakkaumræðuna. Það myndi gefa varasamt fordæmi enda eru flokkar sitt á hvað í stjórn og stjórnarandstöðu auk þess sem það gæti aflað Miðflokknum samúðar ef atkvæðið yrði notað til að múlbinda þá. Þannig væri farsælast að mati Loga að Miðflokkurinn myndi hreinlega sjá það í sér að hætta málþófinu sjálfir og liðka þannig fyrir störfum þingsins. „Það er auðvitað réttur stjórnarandstöðunnar að halda uppi vörnum og jafnvel málþófi þegar um er að ræða gríðarlega mikilvæg mál þannig að þessi grein er auðvitað neyðarventill sem þarf að nota mjög sparlega. Þannig að ég teldi náttúrulega langæskilegast til að byrja með að reyna nú að setjast niður og höfða til skynsemi þessa fólks svo forseti og forsætisráðherra þurfa auðvitað bara að setjast niður og semja um hlutina. Ég held að það væri nú svona betri leið,“ segir Logi.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15 Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34 Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum "Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. 25. maí 2019 07:15
Saka forseta Alþingis um að reyna að þreyta þá til uppgjafar Þingfundur hófst klukkan 15:30 í gær og stóð enn yfir klukkan hálf tíu í morgun. Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í tugi klukkustunda um þriðja orkupakkann. 25. maí 2019 09:34
Nítján klukkustunda löngum þingfundi slitið Alls voru 53 ræður fluttar og 311 andsvör á þingfundinum. Miðflokksmenn fluttu þær nær allar. 25. maí 2019 10:53