Dreymir um 2000 mánaðarlega Ljósavini Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2019 12:00 Sólveig Kolbrún Pálsdóttir er markaðs- og kynningarstjóri Ljóssins. Áður en hún tók við því starfi hafði hún nýtt sér þjónustu Ljóssins í kjölfar þess að hún greindist með krabbamein. vísir/vilhelm Fyrr í þessum mánuði fór af stað vitundarvakning Ljóssins. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra þar sem meðal annars er boðið upp á líkamsrækt, sjúkraþjálfun, sálfræðitíma og ýmis konar námskeið. Markmiðið með vitundarvakningunni er að safna svokölluðum Ljósavinum, fólki sem leggur Ljósinu til mánaðarlega upphæð sem styrk til starfseminnar. Sólveig Kolbrún Pálsdóttir er í dag markaðs- og kynningarstjóri Ljóssins. Áður en hún tók við því starfi hafði hún sjálf nýtt sér þjónustuna eftir að hún greindist með krabbamein. Hún segir drauminn að ná 2000 mánaðarlegum Ljósavinum en það gangi hægar en vonast var eftir þegar farið var af stað með herferðina.Segja sögur krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra Vitundarvakningin stendur út maí og er safnað fyrir stærra húsnæði fyrir Ljósið sem löngu er búið að sprengja utan af sér núverandi húsnæði á Langholtsvegi. „Það tognaði í raun og veru svolítið á þessari herferð. Þetta átti upprunalega ekki að verða svona efnismikið en þegar upp var staðið þá var þetta bara svo mikið efni. Við bara komumst ekki hjá því að segja þessar sögur sem voru sagðar þegar við settumst niður með öllu þessu fólki,“ segir Sólveig og vísar í myndbönd sem gerð voru fyrir vitundarvakninguna en í þeim segja einstaklingar sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra frá sinni sögu og hvernig Ljósið hefur reynst þeim. Sólveig segir að Ljósið sé ekki vant að fara í svona markaðsvinnu og fjáröflun þar sem áherslan hafi alltaf verið á endurhæfinguna og passað upp á hverja krónu. Það hafi því ekki verið létt ákvörðun að fara í vitundarvakningu á borð við þessa en hún sé unnin þannig að sem minnstur peningur fari í hana.Rými þar sem bæði eru skápar starfsmanna og viðtalsaðstaða.vísir/vilhelmBorin von að finna pláss fyrir viðtöl og námskeið Ljósið er rekið á styrk frá ríkinu og svo á styrkjum frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum. Sólveig segir rekstrarformið flókið og erfitt að gera áætlanir, meðal annars vegna þess að styrkurinn frá ríkinu sé eitthvað sem Ljósið þurfi að sækja á hverju ári; hann sé þannig í raun ekki fastur í hendi. Það þurfi helst krónu á móti hverri krónu sem kemur frá ríkinu til að reksturinn gangi. „Þetta eru grasrótarsamtök sem eru í raun og veru löngu sprungin utan af sér. Við erum að þjónusta gríðarlegan fjölda einstaklinga sem þurfa á hjálp að halda og er beint hingað frá Landspítala. Okkur vantar hjálp og við erum að reyna að ná samtali við ríkið og fá þær greiðslur í fastari skorður,“ segir Sólveig. Að meðaltali voru 420 komur í Ljósið á mánuði í fyrra og alls um 20 þúsund komur í húsið. Sólveig segir ekki pláss í núverandi húsnæði fyrir þann mikla fjölda sem sæki þjónustu í Ljósið og því þurfi að stækka húsnæðið. „Það að finna pláss fyrir viðtöl og námskeið er orðin borin von því húsið er bara sneisafullt. Til dæmis erum við með eitt herbergi hérna niðri þar sem eru skápar fyrir starfsfólk og meira að segja það er orðið að fundarými.“Í nýju húsnæði verður betri aðstaða fyrir líkamsrækt og sjúkraþjálfun heldur en nú er.vísir/vilhelmFlytja hús úr miðbænum á lóð við Langholtsveg Ákvörðun var tekin um það á síðasta ári að kaupa húsnæði til að koma upp á lóðinni við hliðina á núverandi starfsemi en Ljósið keypti þá lóð fyrir nokkrum árum þegar hún var auglýst til sölu. Sólveig segir að lóðin hafi fengist á góðu verði og þar sem til var peningur í sjóði hafi Erna Magnúsdóttir, iðjuþjálfi, stofnandi og forstöðumaður Ljóssins, séð sér leik á borði og keypt lóðina. Nú er síðan búið að kaupa húsnæði sem stendur á horni Klapparstígs og Skúlagötu og á að flytja það á Langholtsveginn. Stefnt var á að það yrði gert nú í vor en Sólveig segir ferlið allt hafa gengið hægar en vonast var til. „Hugmyndin er að búa til betri aðstöðu fyrir líkamsræktina úti í húsi og þá verður meira pláss hér fyrir námskeið, viðtöl og þess háttar,“ segir Sólveig.Frábær viðbrögð en þörf á fleiri Ljósavinum Spurð út í það hvað markmiðið er að Ljósavinirnir verði margir segir Sólveig: „Við erum bara með einfalda, litla drauma. Okkar draumur er að eignast 2000 mánaðarlega Ljósavini.“ Hún segir að áður hafi Ljósavinir verið að styrkja starfsemina árlega en erfitt sé að viðhalda slíku sambandi á milli styrktaraðila og þess sem hann er að styrkja. „Þannig að núna erum við að reyna að koma á þessu sambandi og það er eðlilegt að þú vitir í hvað peningurinn þinn er að fara. Við þurfum líka að átta okkur á því hverjir þessir einstaklingar eru og af hverju þeir eru að styrkja okkur og svo ná þessu hugtaki Ljósavinur upp,“ segir Sólveig. Hún segir viðbrögðin við herferðinni hafa verið frábær en það gangi hægar að fá fólk til að verða Ljósavinir. Það sé þó eðlilegt að fólk þurfi að heyra aðeins frá Ljósinu og hvaða starfsemi fer þar fram áður en það bregst við. „Fólk er að gerast Ljósavinur og kannski fyrir hærri upphæðir en við bjuggumst við en þeir eru ekki jafnmargir og við vonuðumst eftir. Við erum kannski komin upp í 25 prósent af markmiðinu okkar svo betur má ef duga skal.“ Heilbrigðismál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði fór af stað vitundarvakning Ljóssins. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra þar sem meðal annars er boðið upp á líkamsrækt, sjúkraþjálfun, sálfræðitíma og ýmis konar námskeið. Markmiðið með vitundarvakningunni er að safna svokölluðum Ljósavinum, fólki sem leggur Ljósinu til mánaðarlega upphæð sem styrk til starfseminnar. Sólveig Kolbrún Pálsdóttir er í dag markaðs- og kynningarstjóri Ljóssins. Áður en hún tók við því starfi hafði hún sjálf nýtt sér þjónustuna eftir að hún greindist með krabbamein. Hún segir drauminn að ná 2000 mánaðarlegum Ljósavinum en það gangi hægar en vonast var eftir þegar farið var af stað með herferðina.Segja sögur krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra Vitundarvakningin stendur út maí og er safnað fyrir stærra húsnæði fyrir Ljósið sem löngu er búið að sprengja utan af sér núverandi húsnæði á Langholtsvegi. „Það tognaði í raun og veru svolítið á þessari herferð. Þetta átti upprunalega ekki að verða svona efnismikið en þegar upp var staðið þá var þetta bara svo mikið efni. Við bara komumst ekki hjá því að segja þessar sögur sem voru sagðar þegar við settumst niður með öllu þessu fólki,“ segir Sólveig og vísar í myndbönd sem gerð voru fyrir vitundarvakninguna en í þeim segja einstaklingar sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra frá sinni sögu og hvernig Ljósið hefur reynst þeim. Sólveig segir að Ljósið sé ekki vant að fara í svona markaðsvinnu og fjáröflun þar sem áherslan hafi alltaf verið á endurhæfinguna og passað upp á hverja krónu. Það hafi því ekki verið létt ákvörðun að fara í vitundarvakningu á borð við þessa en hún sé unnin þannig að sem minnstur peningur fari í hana.Rými þar sem bæði eru skápar starfsmanna og viðtalsaðstaða.vísir/vilhelmBorin von að finna pláss fyrir viðtöl og námskeið Ljósið er rekið á styrk frá ríkinu og svo á styrkjum frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum. Sólveig segir rekstrarformið flókið og erfitt að gera áætlanir, meðal annars vegna þess að styrkurinn frá ríkinu sé eitthvað sem Ljósið þurfi að sækja á hverju ári; hann sé þannig í raun ekki fastur í hendi. Það þurfi helst krónu á móti hverri krónu sem kemur frá ríkinu til að reksturinn gangi. „Þetta eru grasrótarsamtök sem eru í raun og veru löngu sprungin utan af sér. Við erum að þjónusta gríðarlegan fjölda einstaklinga sem þurfa á hjálp að halda og er beint hingað frá Landspítala. Okkur vantar hjálp og við erum að reyna að ná samtali við ríkið og fá þær greiðslur í fastari skorður,“ segir Sólveig. Að meðaltali voru 420 komur í Ljósið á mánuði í fyrra og alls um 20 þúsund komur í húsið. Sólveig segir ekki pláss í núverandi húsnæði fyrir þann mikla fjölda sem sæki þjónustu í Ljósið og því þurfi að stækka húsnæðið. „Það að finna pláss fyrir viðtöl og námskeið er orðin borin von því húsið er bara sneisafullt. Til dæmis erum við með eitt herbergi hérna niðri þar sem eru skápar fyrir starfsfólk og meira að segja það er orðið að fundarými.“Í nýju húsnæði verður betri aðstaða fyrir líkamsrækt og sjúkraþjálfun heldur en nú er.vísir/vilhelmFlytja hús úr miðbænum á lóð við Langholtsveg Ákvörðun var tekin um það á síðasta ári að kaupa húsnæði til að koma upp á lóðinni við hliðina á núverandi starfsemi en Ljósið keypti þá lóð fyrir nokkrum árum þegar hún var auglýst til sölu. Sólveig segir að lóðin hafi fengist á góðu verði og þar sem til var peningur í sjóði hafi Erna Magnúsdóttir, iðjuþjálfi, stofnandi og forstöðumaður Ljóssins, séð sér leik á borði og keypt lóðina. Nú er síðan búið að kaupa húsnæði sem stendur á horni Klapparstígs og Skúlagötu og á að flytja það á Langholtsveginn. Stefnt var á að það yrði gert nú í vor en Sólveig segir ferlið allt hafa gengið hægar en vonast var til. „Hugmyndin er að búa til betri aðstöðu fyrir líkamsræktina úti í húsi og þá verður meira pláss hér fyrir námskeið, viðtöl og þess háttar,“ segir Sólveig.Frábær viðbrögð en þörf á fleiri Ljósavinum Spurð út í það hvað markmiðið er að Ljósavinirnir verði margir segir Sólveig: „Við erum bara með einfalda, litla drauma. Okkar draumur er að eignast 2000 mánaðarlega Ljósavini.“ Hún segir að áður hafi Ljósavinir verið að styrkja starfsemina árlega en erfitt sé að viðhalda slíku sambandi á milli styrktaraðila og þess sem hann er að styrkja. „Þannig að núna erum við að reyna að koma á þessu sambandi og það er eðlilegt að þú vitir í hvað peningurinn þinn er að fara. Við þurfum líka að átta okkur á því hverjir þessir einstaklingar eru og af hverju þeir eru að styrkja okkur og svo ná þessu hugtaki Ljósavinur upp,“ segir Sólveig. Hún segir viðbrögðin við herferðinni hafa verið frábær en það gangi hægar að fá fólk til að verða Ljósavinir. Það sé þó eðlilegt að fólk þurfi að heyra aðeins frá Ljósinu og hvaða starfsemi fer þar fram áður en það bregst við. „Fólk er að gerast Ljósavinur og kannski fyrir hærri upphæðir en við bjuggumst við en þeir eru ekki jafnmargir og við vonuðumst eftir. Við erum kannski komin upp í 25 prósent af markmiðinu okkar svo betur má ef duga skal.“
Heilbrigðismál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira