Víkingur Ólafsvík vann 2-0 sigur á Þór í stórleik fjórðu umferðar Inkasso-deildar karla er liðin mættust í Ólafsvík í kvöld.
Það voru ekki liðnar nema átta mínútur er danski framherjinn Jacob Andersen kom Ólsurum yfir. Skömmu síðar klúðraði Ignacio Gil víti fyrir Þór.
Önnur vítaspyrna var dæmd á 40. mínútu en þá skoraði Harley Willard úr vítaspyrnu og kom Ólsurum í tveggja marka forystu. Þannig urðu lokatölurnar.
Ólsarar eru með Keflavík á toppi deildarinnar með tíu stig en Þór er í sjötta sætinu með einungis tvo sigra í fyrstu fjórum leikjunum.
Leiknir nældi í sinn annan sigur er liðið vann 3-2 sigur á Gróttu á Seltjarnanesi í kvöld en Grótta vann einmitt sigur á Þór í síðustu umferð.
Leiknir byrjaði af krafti en þeir voru komnir í 2-0 eftir fjórar mínútur. Mörkin skoruðu Vuk Oskar Dimitrijevic og Ígnacio Heras Anglada en Stefán Árni Geirsson skoraði þriðja markið í upphafi síðari hálfleiks.
Óliver Dagur Thorlacius minnkaði muninn í 3-1 eftir klukkustund og Pétur Theódór Árnason minnkaði muninn í 3-2 á 77. mínútu en nær komust heimamenn í Gróttu ekki.
Leiknir er því komið í fimmta sæti deildarinnar en þeir eru með sex stig. Nýliðar Gróttu er með fjögur stig í níunda sæti deildarinnar.
Víkingur hafði betur í stórleiknum og Leiknir tók þrjú stig á Nesinu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti



Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti


Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur
Enski boltinn



Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn
