Isavia mátti halda WOW-vélinni fyrir tveggja milljarða skuld Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2019 17:52 TF-GPA á Keflavíkurflugvelli, þar sem hún hefur verið síðan 28. mars síðastliðinn. Vísir/vilhelm Isavia var heimilt að hamla för flugvélar WOW air frá Keflavíkurflugvelli, sem er í eigu flugvélaleigufyrirtækisins ALC, og nota hana sem tryggingu fyrir greiðslu þeirra gjalda sem flugfélagið skuldaði Isavia. Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. Oddur Ástráðsson lögmaður ALC segir að fyrirtækið líti svo á að Isavia megi þannig halda flugvélinni, TF-GPA, fyrir allri skuld WOW air við Isavia, sem nemur tveimur milljörðum króna. ALC þurfi því að reiða fram milljarðana til að losa þotuna. Landsréttur tók þó ekki afstöðu til þess hvort Isavia eigi kröfu á hendur ALC um greiðslu þeirra gjalda sem WOW air stofnaði til gagnvart Isavia. Þá var ekki heldur tekin afstaða til þess hvaða gjöld ALC þurfi að greiða eða setja tryggingu fyrir til þess að þvingunarúrræði verði létt af flugvélinni. Oddur segir niðurstöðu Landsréttar vonbrigði og koma verulega á óvart. Verið sé að skoða að óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar. Isavia kyrrsetti vélina við gjaldþrot WOW air 28. mars síðastliðinn. Héraðsdómur Reykjaness komst svo að þeirri niðurstöðu í byrjun maí að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél eru ógreidd, en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. ALC greiddi Isavia 87 milljóna króna skuld vegna vélarinnar sjálfrar í kjölfar uppkvaðningar úrskurðarins í héraðsdómi og krafðist þess svo að flugvélin yrði afhent. Isavia varð ekki við þeirri kröfu. Rætt verður við Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóra Isavia, um úrskurð Landsréttar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05 ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. 17. maí 2019 18:45 „Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars. 22. maí 2019 13:25 Mest lesið SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Isavia var heimilt að hamla för flugvélar WOW air frá Keflavíkurflugvelli, sem er í eigu flugvélaleigufyrirtækisins ALC, og nota hana sem tryggingu fyrir greiðslu þeirra gjalda sem flugfélagið skuldaði Isavia. Landsréttur komst að þessari niðurstöðu í dag og staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun mánaðar. Oddur Ástráðsson lögmaður ALC segir að fyrirtækið líti svo á að Isavia megi þannig halda flugvélinni, TF-GPA, fyrir allri skuld WOW air við Isavia, sem nemur tveimur milljörðum króna. ALC þurfi því að reiða fram milljarðana til að losa þotuna. Landsréttur tók þó ekki afstöðu til þess hvort Isavia eigi kröfu á hendur ALC um greiðslu þeirra gjalda sem WOW air stofnaði til gagnvart Isavia. Þá var ekki heldur tekin afstaða til þess hvaða gjöld ALC þurfi að greiða eða setja tryggingu fyrir til þess að þvingunarúrræði verði létt af flugvélinni. Oddur segir niðurstöðu Landsréttar vonbrigði og koma verulega á óvart. Verið sé að skoða að óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar. Isavia kyrrsetti vélina við gjaldþrot WOW air 28. mars síðastliðinn. Héraðsdómur Reykjaness komst svo að þeirri niðurstöðu í byrjun maí að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél eru ógreidd, en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. ALC greiddi Isavia 87 milljóna króna skuld vegna vélarinnar sjálfrar í kjölfar uppkvaðningar úrskurðarins í héraðsdómi og krafðist þess svo að flugvélin yrði afhent. Isavia varð ekki við þeirri kröfu. Rætt verður við Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóra Isavia, um úrskurð Landsréttar í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05 ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. 17. maí 2019 18:45 „Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars. 22. maí 2019 13:25 Mest lesið SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. 9. maí 2019 16:05
ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar. 17. maí 2019 18:45
„Réttarfarsleg klemma“ í máli ALC og Isavia Isavia og ALC deila enn um farþegaþotu sem Isavia kyrrsetti eftir fall Wow air í mars. 22. maí 2019 13:25