Yrði forvitnilegt að yfirheyra Miðflokksmenn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2019 20:00 Upptaka Báru Halldórsdóttur af samtali þingmannanna á Klausturbar var ólögleg að mati persónuverndar. Lögmaður Báru telur líklegt að þingmennirnir höfði skaðabótamál með niðurstöðuna að vopni. Í úrskurðinum segir að upptakan brjóti í bága við persónuverndarlög og hefur Báru verið gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní.Hefur hún þegar gert það?„Nei hún hefur ekki gert það. Hún er erlendis og hún hefur talað um að ef til vill muni hún bara taka það upp og hafa það hátíðlegt," segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru.Ragnar Aðalsteinsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmenn Báru.Skjáskot/Stöð 2Lögmenn Báru segja þó jákvætt að henni hafi ekki verið gert að greiða sekt þrátt fyrir að þingmenn Miðflokksins, sem kærðu málið, hafi ítrekað krafist þess. „Nefndin hefur skilning á því hvers vegna Bára tók upp á því að taka upp samtöl í þessu opinbera rými, samtöl þessara framámanna þjóðfélagsins. Það var vegna þess hvað þeir voru að segja, sem er aðalatriðið," segir Ragnar Aðalsteinsson, annar lögmaður Báru. Vegna þess að upptakan stóð yfir í fjórar klukkustundir telur Persónuvernd að hún flokkist undir rafræna vöktun, líkt og öryggismyndavélar. Þetta er fordæmalaus túlkun með stakar símaupptökur. „Vegna þessarar tæknilegu útfærsla sleppur Bára ekki. Vegna þess að af þessu leiðir að þetta telst ekki vera fréttamennska, sem er mjög víðtækt hugtak í persónurétti," segir Ragnar.Þingmenn Miðflokksins sem kærðu upptökuna til Persónuverndar.VísirMeð úrskurðinn að vopni geta þingmenn Miðflokksins nú farið með málið lengra. „Þau hafa frá upphafi talað um að þau hafi áhuga á að fara með þetta í dómsmál, það gæti þá annað hvort verið til þess að fá úrskurðinn ógiltan eða til þess að krefjast miskabóta," segir Auður. Ragnar telur líklegt miðað við fyrri yfirlýsingar að þingmennirnir höfði skaðabótamál. „Það verður afar forvitnilegt að reka það mál og yfirheyra sexmenningana um hvað þeir voru að gera þarna þetta kvöld," segir Ragnar. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41 Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07 Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Upptaka Báru Halldórsdóttur af samtali þingmannanna á Klausturbar var ólögleg að mati persónuverndar. Lögmaður Báru telur líklegt að þingmennirnir höfði skaðabótamál með niðurstöðuna að vopni. Í úrskurðinum segir að upptakan brjóti í bága við persónuverndarlög og hefur Báru verið gert að eyða upptökunni fyrir 5. júní.Hefur hún þegar gert það?„Nei hún hefur ekki gert það. Hún er erlendis og hún hefur talað um að ef til vill muni hún bara taka það upp og hafa það hátíðlegt," segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru.Ragnar Aðalsteinsson og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmenn Báru.Skjáskot/Stöð 2Lögmenn Báru segja þó jákvætt að henni hafi ekki verið gert að greiða sekt þrátt fyrir að þingmenn Miðflokksins, sem kærðu málið, hafi ítrekað krafist þess. „Nefndin hefur skilning á því hvers vegna Bára tók upp á því að taka upp samtöl í þessu opinbera rými, samtöl þessara framámanna þjóðfélagsins. Það var vegna þess hvað þeir voru að segja, sem er aðalatriðið," segir Ragnar Aðalsteinsson, annar lögmaður Báru. Vegna þess að upptakan stóð yfir í fjórar klukkustundir telur Persónuvernd að hún flokkist undir rafræna vöktun, líkt og öryggismyndavélar. Þetta er fordæmalaus túlkun með stakar símaupptökur. „Vegna þessarar tæknilegu útfærsla sleppur Bára ekki. Vegna þess að af þessu leiðir að þetta telst ekki vera fréttamennska, sem er mjög víðtækt hugtak í persónurétti," segir Ragnar.Þingmenn Miðflokksins sem kærðu upptökuna til Persónuverndar.VísirMeð úrskurðinn að vopni geta þingmenn Miðflokksins nú farið með málið lengra. „Þau hafa frá upphafi talað um að þau hafi áhuga á að fara með þetta í dómsmál, það gæti þá annað hvort verið til þess að fá úrskurðinn ógiltan eða til þess að krefjast miskabóta," segir Auður. Ragnar telur líklegt miðað við fyrri yfirlýsingar að þingmennirnir höfði skaðabótamál. „Það verður afar forvitnilegt að reka það mál og yfirheyra sexmenningana um hvað þeir voru að gera þarna þetta kvöld," segir Ragnar.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41 Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07 Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Segir Miðflokksmenn hafa beðið um frest en svo lekið úrskurðinum Vefsíða með tengsl við Miðflokkinn birti meginniðurstöðu Persónuverndar um Klaustursupptökunar í gær. Vinur Báru Halldórsdóttur sakar miðflokksmenn um að hafa lekið henni út á sínum forsendum. 23. maí 2019 11:41
Enginn „samverknaður“ af hálfu Báru á Klaustri Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar í máli Miðflokksmanna gegn Báru, sem fréttastofa hefur undir höndum. 22. maí 2019 21:07
Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar. 23. maí 2019 12:00