Verðlauna fyrir framúrskarandi plastlausa lausn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2019 14:30 Viðurkenningin heitir Bláskelin. Stjórnarráðið Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til nýrrar viðurkenningar sem hlotið hefur heitið Bláskelin. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Viðurkenningin er hluti af aðgerðum umhverfis- og auðlindaráðherra til að draga úr neikvæðum áhrifum plastnotkunar. Henni er ætlað að draga fram það sem vel er gert og hvetja til nýsköpunar. Sérstök úthlutunarnefnd velur viðurkenningarhafa en hana skipa fulltrúar frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtökum atvinnulífsins, Plastlausum september og Umhverfisstofnun. Umhverfis- og auðlindaráðherra fékk í lok síðasta árs afhentar tillögur frá samráðsvettvangi sem hann skipaði um plastmálefni og voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir þar á meðal. Af öðrum tillögum sem þegar hafa komið til framkvæmda má nefna átaksverkefni Umhverfisstofnunar til að auka meðvitund fólks um að draga úr notkun á einnota plastvörum og lög sem banna plastburðarpoka í verslunum frá og með 1. jan 2021. „Plast í hafi er víðtækt vandamál og örplast hefur greinst í æ fleiri lífverum, þar á meðal bláskel. Með viðurkenningunni Bláskelinni berjumst við gegn plastmengun, höldum á lofti því sem vel er gert og hvetjum til nýsköpunar og frumlegra lausna – án plasts,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Meðvitund fólks um plastvandann hefur aukist mjög á skömmum tíma. Það er ótrúleg gróska í samfélaginu og fullt af flottum lausnum þarna úti. Að virkja þennan kraft er mjög mikilvægt.“ Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunum fyrir Bláskelina. Fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Við val á verðlaunahafa er horft til eftirfarandi þátta: •nýsköpunargildis viðkomandi lausnar •dregur lausnin úr myndun úrgangs •hvert er almennt framlag lausnarinnar til umhverfismála •hvaða plastvöru er verið að komast hjá með lausninni •hefur lausnin möguleika á að komast í almenna notkun Tillögur skulu berast Umhverfisstofnun eigi síðar en 1. júlí næstkomandi, merktar „Tilnefning: Bláskelin“ á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Umhverfis- og auðlindaráðherra mun veita viðurkenninguna þann 1. september 2019, á opnunarhátíð árvekniátaksins Plastlaus september. Umhverfismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til nýrrar viðurkenningar sem hlotið hefur heitið Bláskelin. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Viðurkenningin er hluti af aðgerðum umhverfis- og auðlindaráðherra til að draga úr neikvæðum áhrifum plastnotkunar. Henni er ætlað að draga fram það sem vel er gert og hvetja til nýsköpunar. Sérstök úthlutunarnefnd velur viðurkenningarhafa en hana skipa fulltrúar frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtökum atvinnulífsins, Plastlausum september og Umhverfisstofnun. Umhverfis- og auðlindaráðherra fékk í lok síðasta árs afhentar tillögur frá samráðsvettvangi sem hann skipaði um plastmálefni og voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir þar á meðal. Af öðrum tillögum sem þegar hafa komið til framkvæmda má nefna átaksverkefni Umhverfisstofnunar til að auka meðvitund fólks um að draga úr notkun á einnota plastvörum og lög sem banna plastburðarpoka í verslunum frá og með 1. jan 2021. „Plast í hafi er víðtækt vandamál og örplast hefur greinst í æ fleiri lífverum, þar á meðal bláskel. Með viðurkenningunni Bláskelinni berjumst við gegn plastmengun, höldum á lofti því sem vel er gert og hvetjum til nýsköpunar og frumlegra lausna – án plasts,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Meðvitund fólks um plastvandann hefur aukist mjög á skömmum tíma. Það er ótrúleg gróska í samfélaginu og fullt af flottum lausnum þarna úti. Að virkja þennan kraft er mjög mikilvægt.“ Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunum fyrir Bláskelina. Fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Við val á verðlaunahafa er horft til eftirfarandi þátta: •nýsköpunargildis viðkomandi lausnar •dregur lausnin úr myndun úrgangs •hvert er almennt framlag lausnarinnar til umhverfismála •hvaða plastvöru er verið að komast hjá með lausninni •hefur lausnin möguleika á að komast í almenna notkun Tillögur skulu berast Umhverfisstofnun eigi síðar en 1. júlí næstkomandi, merktar „Tilnefning: Bláskelin“ á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Umhverfis- og auðlindaráðherra mun veita viðurkenninguna þann 1. september 2019, á opnunarhátíð árvekniátaksins Plastlaus september.
Umhverfismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent